4.2.2008 | 17:55
Bolludagurinn er í dag......
Obbossí, ég sem hélt að hann hefði verið í gær, mikill misskilningur þar á ferðum. Er samt búin að borða yfir mig af bollum. Bakaði í skólanum í dag ótrúlega góðar bollur, kom svo heim og fékk mér ágætis bollu. Þoli ekki vatnsdeigsbollur, það er bara eitthvað sem mér líkar ekki við þær! Áðan hinsvegar gerðist ég svo hrikalega dugleg og bakaði enn fleiri bollur, eins og ég fékk í skólanum. Gekk ágætlega fyrir sig, reyndar þurfti ég að byrja upp á nýtt, hnoða svo deigið almennilega saman með höndunum. Aftur á móti eftir allt það bras smökkuðust þær rosalega vel, og át ég algjörlega yfir mig í þetta skipti!
Veðrið fer versnandi, ekki gott að það snjói svona í þetta risa stóra skautasvell, Hornafjörðinn!!
Aftur á móti þarf ég að læra undir dönsku próf núna, held að ég sleppi með stærðfræðina þar sem ég skildi allt nokkuð vel í síðustu tímum. Spyr bara kennarann ef ég skil ekki eitthvað, til þess eru þeir einmitt. Þarf líka að skila frá mér ritgerð um Júpíter, eftir dönsku lesningin fer maður bara að lesa sig til og byrja.
Mér hefur gengið illa í flestum prófum undanfarið, reyndar fékk ég lága einkunn í stærðfræði, en tók próf aftur og fékk 6. Í samfélagsfræðinni fékk ég hinsvegar 9, Íslenskunni 8,5 ef ég man rétt, danskri málfræði 8,3 ( sagnir sem á að tíðbeygjast ef ég segi rétt frá). Fékk svo skýrsluna mína til baka um bókina Kossa & Ólífur eftir Jónínu Leósdóttur, og fékk heila 9 fyrir. Er samt langstoltust af náttúrufræðinni þó svo að það sé ekkert rosa góð einkunn en ég hækkaði mig samt, fékk heila 7. Þó svo ég hafi glósað eins og ég ætti mér lífið að leysa, upp úr einum kafla!! Var svo í ensku prófi í dag, vonandi að ég hafi skilið öll fyrirmæli rétt.
Blaðinu var dreift í hús skólafélaga okkar í dag, held að krakkarnir hafa bara verið nokkuð ánægðir með útkomuna. Allavega er ég það, og það er eitt sem skiptir máli. Voru sirka 20 eintök eftir, held að stelpurnar hafa gefið kennurunum það. Segjandi mig kennarasleikju, minn rass!
Ég á bara léttara með að tala við eldra fólk en mig, og sumu fólki finnst hláturinn minn bara smitandi, þið verðið bara að deila um það!
Knús
TAKK fyrir öll innlitin, ég met þau til mikils
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.