Bolludagur

Bolludagur genginn er í garð. Ég aftur á móti búin að borða tvær bollur, og fögur var ekki sjónin af mér þá. Mamma tók myndir af mér þegar ég var að borða, og greinilega kann ég ekki að borða þar sem ég borða með öllu andlitinu, súkkulaði s.s. út um allt!Whistling

Margt sem maður á eftir ógert hérna heima. Gleymi mér alltaf í einhverju allt öðru en ég á að vera að gera. Núna þarf ég að fara að koma mér í "taka til" gírinn. Finnst bara mikið meira kósí að sitja í tölvunni og hlusta á tónlist. En ég er alltaf að furða mig á því, hversvegna fólk borðar harðfisk, en ekki venjulega matreiddan fisk. Svoleiðis er ég, ef ég kemst í harðfisk þá hætti ég ekki fyrr en hann er allur búinn, einskonar sælgæti. En aftur á móti hef ég aldrei borðað fisk, bara hugsunin hryllir við mér. Ég samt borða humar, enda Hornafjörður þekktur sem humarbærinn. Þó bara í hófi.

Emiliana Torrini, hún er núna í spilun hjá mér svo að ég gríp tækifærið að rita niður nokkrar línur sem við tengjast henni. Ég hef mest hlustað á hana af öllum söngvörum og hljómsveitum. Upp yfir 3000 skipti sem ég hef hlustað á lögin hennar, að vísu langt síðan ég reiknaði það út, svo það hlýtur að vera komin hærri tala. Hún syngur mismunandi lög, um mismunandi hluti. Ég hef skemmtilega sögu að segja af mér þegar hún sá mig, þegar ég var í kringum 5 ára gömul.

 
Ég fór með foreldrum mínum á eitthvern veitingastaðinn, sat engin önnur en Emiliana Torrini og var að þrasa í símann. Ég gekk þarna inn í teiknimyndabol, pilsi, sokkabuxum, stígvélum, með frekar úfið hár. Man ekki hvort ég hafi verið í fýlu eða skoppandi glöð. En aftur á móti þegar hún kom auga á mig, skellti hún á og horfði á mig og hló. Ég fékk eiginhandaráritun og allt saman segir mamma mín mér, en aldrei finn ég hana..Angry

En ég rak augun í þetta ljóð, samið af mér og Mist í íslensku tíma í 8. bekk..

LÍFIÐ

Ég
er frábærust
Þú ert æðibiti
vinirnir góðir, allir hinir
farnir

Fæddist ungur en
gamall er í lífinu
dregur dauði að

Haturið
endar ástinni
friður í dag
stríðið leggst yfir morgunndaginn
sorg

Sumarið heitt
vetur frosinn vorið blítt
haust fellir laufblöð

Höf: Mist & Róslín.

Er farin að tía mig í að taka til og í sturtu.. maður veit eigi hvað dagurinn ber í skauti sér.


KnúsHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Sæl nýji bloggvinur.

Hef verið að stelast að lesa bloggin þín og finnst þú vera frábær skrifari, þannig að nú er styttra fyrir mig að fara.

Flott ljóðið þitt.

Þröstur Unnar, 3.2.2008 kl. 14:50

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk takk, það er ekkert hægt að stelast neitt. Bara að láta mann vita hverjir lesa, bara gaman að fleiri bætast við!! Betra að þeim samt líki bloggin mín..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 14:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott hjá ykkur Mist

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk takk

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband