Frá hjartanu

Fyrir sirka einu og hálfu ári kynntist ég manneskju. Ég hafði vitað af henni, en aldrei fengið að kynnast henni almennilega fyrr en þarna. Persónuleikinn, eignlægnin og þetta bræðandi bros dáleiddi mann. Ég hafði aldrei áður á ævi minni fundið fyrir þessari tilfinningu svona sterklega áður. Ég hugsa um, og til þessara manneskju á hverjum einasta degi, gæti ekki hugsað hvar ég stæði núna hefði ég aldrei kynnst manneskjunni. Hann fyllir upp í allt það sem ég kann ekki, og stendur alltaf við bakið á mér. Auðvitað er ég að tala um hann Rafn Svan minn, núna á miðvikudaginn næsta, 6. febrúar höfum við verið saman í heila 15 mánuði. Hæfileikaríkari dreng hef ég örugglega ekki séð áður, hann spilar fótbolta og er einn af þeim bestu í sínum flokk. Hann hefur æft á píanó ég veit ekki hvað lengi, og allar íþróttir sem hann spilar fellur hann algjörlega inn í. Hann er hvetjandi, fyndinn og hress.
Fallegur er hann auðvitað, bæði að utan sem og að innan. Hann hefur staðið við bakið á mér í gegnum allt síðastliðið ár, og styrkt mig til að halda áfram.

Eitt orð sem lýsir þessum þessum dreng fullkomlega er yndislegur, þar sem yndislegur getur táknað á alls konar hátt. Það besta sem ég veit um er að kúra með honum yfir sjónvarpinu, tala við hann og fá þetta bræðandi bros á móti manni.

Þá hef ég losað mig við þránna til skrifta, mig langaði svo mikið að koma þessu á framfæri.

Ég elska þig Rafn minnBlushHeart

Knús til ykkar hinna!
Við s(k)jáumst vonandi annað kvöld eða á sunnudaginn, óskið mér góðs gengis á Neskaupstað...Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Vá, ég sæi mig í anda skrifa svona 14 ára gamla.Til hamingju með kærastann. Heyrist þú eiga einn af þeim bestu.

Kveðja úr snjónum fyrir norðan 

Anna Guðný , 2.2.2008 kl. 01:05

2 identicon

æjj litla krúsínu rassgat  Ég elska þig líkagangi þér rosalega vel á eftir, sakna þín hlakka til að sjá þig vonandi á eftir eða á morgun

Rafn (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú ert kærkomin í okkar flóru hjartans vina og ég segi eins og Hallgerður, við erum að verða vitni af stórkostlegri manneskju þar sem þú ert annars vegar.
haltu þínu striki snúllan mín og gangi þér vel í dag.
Ekki  heyrist hann síðri  hann Rafn þinn, þið passið vel saman.
                                Knús á þigMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.2.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir


Er komin heim, vorum komin einhvert langt út í rassgat, en svo var ófært..

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.2.2008 kl. 15:08

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Yndislegt að lesa þig og gott þú eigir góðan vin en í guðs bænum haltu áfram að skrifa. Til lukku með lífið, þú ert frábær!

Eva Benjamínsdóttir, 2.2.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Anna Guðný: Einn af þeim albestu

Rafn:

Hallgerður: hihi takk takk

Milla: Ég mun halda mínu striki, Rafn er sko alls ekki síðri!! Og takk knús til baka

Eva: Takk fyrir!!, ég mun án efa halda áfram að skrifa, ég þurfti bara einhverja fleiri til að lesa mín blogg, og hér birtust þið!

Takk fyrir að lesa bloggin mín, mér þykir mjög vænt um það, og bara gaman að fá komment

Róslín A. Valdemarsdóttir, 2.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ertu viss um að þú sért 14 ára?  Þú ert ótrúleg. Og þið greinilega bæði.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 23:43

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Eina sem ég get sagt við þig Jóna er að ég er alveg viss um að ég er að verða 15 ára í sumar.. eins og ég hef oft sagt áður þá er sagt mig gamla sál. Nægir það ?
En takk takk

Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband