1.2.2008 | 14:40
Heppan komin út!!
Þá var loksins komið að því, Heppan kom út í dag og er myndin hér til vinstri forsíða blaðsins. Er með eitt eintak við hliðina á mér, og finnst það bara hafa tekist vel. Eins og flestir vita var ég mikið að taka myndir og skrifa greinar, setti blaðið upp í photoshop og raðaði því saman. Mér finnst útkoman þrælflott af 9. bekkjar stelpum að vera. Ég vil líka þakka þeim sem nenntu að bíða eftir því, við dreyfum því í lok skóladags á mánudaginn. Það er bara fyrstir koma fyrstir fá. Fengum smá styrk frá hinum og þessum búðum, og svo var fyrirtækið Galdur svo gott að prenta þetta út fyrir okkur gegn gjaldi auðvitað. En í dag er ekkert annað fyrir stafni en að taka til inni hjá mér og taka til í tölvunni, þar sem mamma þarf núna að fara að nota hana. Ætla eftir það að taka mig til fyrir morgundaginn, þar sem við förum mjög líklega kl. 6 í nótt af stað, þar sem það er flughált mest alla leið til Neskaupstaðar og fyrsti leikur kl. 11 að ég held.
Fimleikadeildin er búin að ræna af okkur tímanum sem við eigum inni í kvöld, en það var leyft okkur sem betur fer að hafa æfingu kl. 8 þar sem við höfum flestar ekki spilað Futsal í vikur. Ætla líka í almennilegum fötum á æfingu til að geta varið eitthvað, ætla svo að fylgjast með Bandinu hans Bubba, þar sem ég styð minn heimamann, já það er strákur héðan frá Hornafirði kominn svolítið langt áfram að ég held!!
Jæja farin í tiltekirnar og slappa svo af!
Knús
Fimleikadeildin er búin að ræna af okkur tímanum sem við eigum inni í kvöld, en það var leyft okkur sem betur fer að hafa æfingu kl. 8 þar sem við höfum flestar ekki spilað Futsal í vikur. Ætla líka í almennilegum fötum á æfingu til að geta varið eitthvað, ætla svo að fylgjast með Bandinu hans Bubba, þar sem ég styð minn heimamann, já það er strákur héðan frá Hornafirði kominn svolítið langt áfram að ég held!!
Jæja farin í tiltekirnar og slappa svo af!
Knús
Athugasemdir
Hamingju!!! hamingju!!! Æðisleg forsíðan og vonandi gengur ferðin vel á morgun.
knús á þig og góða helgi. Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2008 kl. 15:49
Takk takk Milla
Já og takk Hallgerður, ég og vinkona mín sem er líka í blaðinu ákváðum að vera svo skynsamar í ísköldu veðri í október, að fara að hoppa í pollum og taka myndir af því. Þaðan kom hugmyndin, áttum hana saman eiginlega bara
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.2.2008 kl. 17:11
Frábært hjá þér, töggur í stelpunni, flott mynd. Gangi þér allt í haginn Róslín og góða skemmtun
Eva Benjamínsdóttir, 1.2.2008 kl. 17:12
Skapandi og skemmtileg
Eva Benjamínsdóttir, 1.2.2008 kl. 17:13
Takk Takk Eva
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.2.2008 kl. 17:21
Já það var sko kominn tími á að þetta blað væri gefið út Maður búinn að bíða spenntur eftir þessu í margar vikur !
Var nú annars búin að sjá forsíðuna, en hún er engu síður glæsileg.
þér er hollast að geyma eintak af þessu blaði handa mér á mánudaginn!
Eva Kristín (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 17:45
Ég mun gera þaaað Eva mín, þú þarft ekki að hugsa út í það einu sinni...
Annars er nú frekar erfitt að gera svona blað eiginlega ein, fá einhverja pínu litla hjálp..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.2.2008 kl. 17:48
Það er greinilega brjálað að gera hjá þér stelpa. Flott forsíðan. eru skórnir ''alvöru'' eða photo-sjoppaðir? You go girl!!
Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 23:45
Þeir eru náttúrulega alvöru, en ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina svo ég læt það nægja að láta það allt flakka. Eina sem ég gerði við þessa mynd var að dekkja hana aðeins, vegna þess að flassið hjá myndavélinni minni var allt of sterkt.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 00:11
Mjög flott Róslín! Til hamingju með þetta!
Laufey Ólafsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:14
Takk fyrir Laufey
Róslín A. Valdemarsdóttir, 3.2.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.