Kvartanabelgurinn Róslín!!

Eitt af því sem ég hef lært af í leikhópnum Lopa, af honum Magnúsi J. Magnússyni, er það að ef fólk trúir ekki að maður sé að leika sérstakt hlutverk í leikriti, án búnings, þá myndi það ekki bæta úr skák að koma fram í búningi sem t.d. úlfur og gera þetta með hrikalegu áhugarleysi kallandi ,, vaaa ég er úlfur ", það myndi bara fá áhorfendur til að hlæja af þessari vitleysu. Eins er þetta með lífið, ef maður er hrikalega kaldhæðinn og kemur fram sem einhver annar persónuleiki, tekur enginn almennilega mark á manni.
Svona er það með suma unglinga, haldandi það að geta gert eins og aðrir skipti máli. Að falla inní hópinn, hafa sömu klippinguna, ganga í sömu tískufötunum, apa upp eftir öðrum um áhugarmál o.s.f.v. Þetta er farið að gerast allt of oft. Litlar stelpur í 4 - 6. bekk byrjaðar að setja maskara á sig og mála sig svo hrikalega illa að maður endar með því að segja oj barasta.
Hvað er að gerast fyrir framtíð Íslands?, og hvað er alltaf verið að tala um að við eigum að taka upp á enskunni, á Ísland ekki bara að verða eins og einn af þessum unglingum??FootinMouth

Jæja, hætt að kvarta og læt ykkur vita í leiðinni að ég var að uppgera Um mig, bæta einhverju þangað inn, og svona til þess að teygja aðeins úr lopanum er uppáhalds liturinn minn GRÆNN, til að koma því á framfæriGrin

Farin að græja mig á ííískalda fótbolta æfingu - austurlandsmótið á Neskaupstað á laugardaginn!

KNÚSHeart

P.S. Þar sem ég skrifaði þetta ekki í dálkinn um mig, langaði mig líka að deila því með ykkur að ég hef skrifað grein í Morgunblaðið, og varð ekkert smá ánægð að það hefði verið tekið mark á greininni minni, aldrei að vita nema maður skrifi aftur, enda með bullandi áhuga á því að skrifa niður hugsanir mínar um Ísland og því sem við tengist því!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála síðasta ræðumanni. Svo er það þannig að ef við ekki kvörtum, látum í okkur heyra þá gerist aldrei neitt.
Er nú ekki hissa þó grænt sé þinn uppáhaldslitur.
Allt er vænt sem er grænt, öll herbergin í raðhúsinu mínu eru græn + stofan sem er skelja græn, sést varla, enda mun ég ráða bót á því brátt.
Ég elska grænt, það er svo róandi.
                                       Knús inn í svefninn.
                                            Milla.
Purr, purr á ykkur fyrir laugardaginn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.1.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Heyrðu, herbergið mitt hefur alltaf verið grænt, gamla var skærgrænt, svo þegar ég flutti var það aðeins dekkra, en fyrir ferminguna í fyrra vildi mamma fá einhverja smá breytingu á litnum svo að það varð bleikt.. mjög mikið prinsessuherbergi eitthvað, fer ekki mér og mínum ruslaraskapi vel

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.1.2008 kl. 20:40

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Heyrðu, þú ert nú bara snillingur. Haltu áfram að skrifa eins og þú getur.

Þröstur Unnar, 31.1.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það geri ég án efa, þakka þér fyrir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 31.1.2008 kl. 21:34

5 Smámynd: Anna Guðný

Flott hjá þér. Ég á einmitt tvær stelpur, 13 og 6 ára. Ég er bara  ánægð með þessa stóru. Mér finnst hún alveg vera að taka sjálfstæðar ákvarðanir í sambandi við klæðaburð og tómstundir. Auðvitað finnst henni gaman að eignast tískuföt en svo fera hún oft á Rauða krossinn og Hjálpræðisherinn og finnur þar ótrúlega flott föt með. En hún hefur að vísu alla tíð frá því hún var lítið verið með mjög gott auga fyrir fötum, hvað passar saman og svoleiðis. Og getur verið mjög spennandi að sjá hvað kemur upp úr pokunum hjá henni. Svo tekur hún á systkini sín líka, henni finnst þetta svo gaman.

Anna Guðný , 31.1.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Híhíhí

Róslín A. Valdemarsdóttir, 1.2.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband