Löng helgi

Síðasti helgardagurinn, ég er búin að sofa nóg yfir helgina, alltaf komin bara á fætur eftir 11. Fór samt að sofa á skikkanlegum tíma. Búin að eyða helginni í ekki neitt, en gott að hafa svona starfsmannadag á mánudögum.

Allt í lagi, svona hefði ég viljað byrja á þessari bloggfærslu, en svona er þetta í alvöru búið að vera;

Síðasti helgardagurinn, ég búin að hanga í tölvunni, fara að taka myndir með mömmu og allskonar. Vakna oftast um 6-8 á morgnana, og fer að sofa um 10. Rosalegt andlegt álag hvílir á mér að ég held. Er mjög þreytt yfir daginn útaf engu sem ég veit allavega um. En núna í morgun hef ég verið að vinna vinnu sem ég fæ bara ánægjuna af. Vaknaði bara og kíkti á símann þar sem ég hef ekkert heyrt í Rafni síðan í fyrradag, hann einmitt var á Reyðarfirði á landsliðs æfingu U16 og vonandi að honum hafi gengið velSmile . Annars já, eftir það settist ég við tölvuna og ákvað að reyna að gera eitthvað almennilegt það sem eftir er af deginum, fór fram um hálf átta og talaði við mömmu og bað hana um að kaupa í bakstur fyrir mig. Og er núna búin að sitja síðan við tölvuna að klára vinnuna mína fyrir miðvikudaginn. Semsagt er ég að klára að hanna blaðið Heppan sem kemur út 25. janúar á vegum Þrykkjunnar (félagsmiðstöðvarinnar). Vonandi að það verði tekið vel í það, þar sem ég er búin að eyða mikilli vinnu og verki til að koma þessu blaði út ásamt Yrsu, Ölmu og Ömnu. En ég á eina blaðsíðu ókláraða, svo bara eftir að setja inn auglýsingar ekki annað en það. Á eftir ætla ég svo að fara í sturtu, taka aðeins meira til í herberginu mínu ( tók það sko aldeilis í gegn í gær ) og eftir það ætla ég að baka skúffuköku fyrir heimilisfólkið og ef einhverjir gestir bera að dyrum bíð ég þeim endilega í nýbakaða skúffuköku, svo endilega bankið uppá Wink Ég er sko að segja ykkur að þessi kaka er hreint lostæti, og hef ég séð um að baka hana undanfarið ár. Mömmu til mikillar fyrirmyndar LoL

Ætli ég hlusti ekki á tónlistina mína og held áfram með blaðið, svo endilega að þið kíkið á www.flickr.com/photos/roslinv , nýjar myndir og svonaSmile

KNÚSHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Má bara til að kommenta á að mér finnst þú frábær, opin og skemmtilegur
persónuleiki. þú ert framtíð Íslands, það að þú skulir segja það svona segir mér meira um þig en allt annað, hallt þú bara áfram að vera óþægileg það gefur lífinu lit.
Gott gengi til handa þér Róslín Alma knús á þig Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.1.2008 kl. 10:36

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk kærlega fyrir hrósið!! Kann svo vel að meta svona, kom mér algjörlega í opna skjöldu!!
Takk svo rosalega mikið!!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.1.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Ellý Ármannsdóttir

Kvitt og kveðja

Ellý Ármannsdóttir, 20.1.2008 kl. 12:46

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín A. Valdemarsdóttir, 20.1.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband