Vikan

Gott kvöld.

Þessi vika sem er nú að líða, fyrsta skólavika ársins 2008, gekk einstaklega hratt fyrir sig. Fyrsti blaðamannafundurinn, Þórdís mín kær fór heim til sín til Danaveldis, stelpukvöld 9. I bekkjarins og margt annað. Lærdómurinn í sjálfu sér var mjög lítill þar sem vantaði fjölmarga kennara í skólann og lítið sem ekkert heimanám. Blaðamannafundurinn gekk ágætlega, klára blaðið fyrir miðvikudag, og svo ætlum við að koma því í prentun fyrir 25. janúar, eða það á að koma þá út. Þórdís var hér til þriðjudags, fór á miðvikudeginum til Reykjavíkur, og kemur hún ekki aftur fyrr en eftir sumarið!
Stelpukvöldið tókst með príði, ég og Yrsa gerðum okkur til og gengum til Þórdísar, rákumst svo á Lejlu sem var þarna að keyra með móður sinni og keyrði móðir hennar okkur upp að Ósinum. Þar hittum við svo stelpurnar, og pöntuðum flestar pítsu og franskar, en Kristjana sér salat hússins. Eftir það fórum við heim til Mistar og horfðum á einhverjar æðislegar myndir.
Þarsíðustu tvö kvöld hef ég sofnað um 22.00 leytið vegna þreytu! Í gærkvöldi kom hinsvegar Rafn til mín í heimsókn og horfðum við á The Nanny daiaries eða eitthvað svoleiðis og Bee Movie, alveg ágætar báðar. Rafn fór um tólf leitið og ég fór bara að sofa fyrir eitt leytið alveg að leka niður!
Í dag fór ég með mömmu að taka myndir út um allan Hornafjörð get ég sagt. Fórum fyrst að Horni og tókum þar myndir af rústunum og bara fjallsdýrðinni! Ókum í gegnum göngin og upp á Almannaskarð, tók ég þar einhverjar myndir. Ókum svo út að Bergádal í leit að hreindýrum, en engin hreindýr að sjá, aftur á móti sáum við helling af hestum og stoppuðum þar og tókum myndir af þeim Grin

Myndirnar getið þið svo séð á www.flickr.com/photos/roslinv vonandi í kvöld, annars er ég að dæla þeim inn!


Knús til ykkar!
Róslín Alma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ef þú ætlar að finna hreindýr, farðu þá inní hoffell eða uppí lón.

Eva (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband