26.12.2007 | 22:53
Gleðileg jól!
Jæja, nú er er annar í jólum að líða, og þakka ég kærlega fyrir mig og mína
Þessi jól voru frekar fámenn, allavega á aðfangadag, þar sem við fjölskyldan vorum bara, engir aðrir.
En að öðrum málum, það sem ég fékk í jólagjöf VONANDI gleymi ég ekki neinum því þá fæ ég hrikalegt samviskubit þar sem ég er rosalega ánægð með allt. Bara að monta mig aðeins, en ég fékk jú tvær bækur í jólagjöf og er búin með aðra og er næstum hálfnuð með hina!! Lesblind, tjahh, ég tækla þetta samt!!
En að jólagjöfunum;
Mömmu og pabba; Tösku fyrir Olympus E-500 myndavélina mína, svo náttúrulega var ferðin til Manchester á leikinn og allt sem í henni var, Allt fyrir ástina - Páll Óskar, Fisheye linsu fyrir vélina mína og svo fékk ég svona svolítið langt fyrir jólagjöf, Bara .. með Hara.
Sædísi systur; Mjög sætan kertastjaka.
Axel Bró; Bol, reyndar ætla ég að skipta honum þar sem ég á frekar erfitt með að anda því það er svona dæmi um hálsinn sem maður bindir.. fæ eitthvað flott í staðinn.
Ömmu og Afa í Kóp; Peysu, rosalega hlýja og mjúka
Ömmu og Afa í Kef; Puma ilmvatn, með sturtu sápu og held ég body lotion
Nonna frænda og Lindu frænku; Kossar & Ólífur ( bók ), Ef væri ég ... - Regína Ósk og eyrnalokka í mínum stíl.
Sigrúnu ( systir pabba) og Snorra manninum hennar ; litla gínu og Ef þú bara vissir .. eftir Mörtu Maríu J. og Þóru Sigurðard.
Jóhönnu frænku og co ; Náttföt sem ég er ekki enn farin úr síðan ég opnaði pakkann
Rafni sæta: Armband og fínan bol
Bjarneyju; Sturtu sápur frá body shop
Árdísi ; GRÆNAN kodda og Naomi Campell ilmvatn
Evu ; Ef væri ég ... - Regína Ósk
Óskari ; The Notebook
Svo á ég eftir að fá frá Þórdísi danaprinsessu hihih
Takk kærlega fyrir mig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.