Jóóóla hvaaaað?

Þá er komið að einu bloggi frá mér, vildi byrja á því að þakka þér Guðbjörg fyrir kommentið og láta ykkur öll vita að leikritið gekk mjög vel. Við sýndum fyrir allan Grunnskóla Hornafjarðar og hjá yngstu krökkunum s.s. 6-8 ára var laaang skemmtilegast að sýna fyrir. Við sem lékum tröllin áttum að fara út í sal og leita að jólasveinunum og þetta var svo krúttlegt, jólasveinarnir voru ekkert búnir að koma fram en allir krakkarnir bentu hingað og þangað og kölluðu að þeir væru þarna. Alltaf gaman að gleðja litla krakka, sem betur fer urðu þau ekki hrædd. Eftir þá sýningu fórum við út í sal til krakkana, og þá kom litli bróðir Rafns til mín og sagði að ég væri frekar skítug í andlitinu, bara fyndið. Svo komu litlar stelpur til mín og ein spurði mig af hverju ég væri svona skítug, og ég sagði henni að svona væru tröll skítug og hún beygði sig niður og potaði í tærnar á mér og sagði ,, líka á tánum ! ", gaman að segja frá því að ég var berfættTounge.
En allar sýningar gengu vel, en þó misvel. Ætli fólk fái ekki að sjá þetta á dvd, ef það endilega vill. En hins vegar er núna kominn 22. desember og á morgun, s.s. sunnudag meina ég er Þorláksmessa og þá ætla ég að hjálpa móður minni að skreyta jólatréð, þó svo að mamma lagi það alltaf eftir á. Í ár skammaðist ég mín frekar mikið fyrir að geta ekki gefið foreldrum mínum neitt vegna peningaleysi míns. Man það bara fyrir næstu jól að geyma pening til að kaupa eitthvað fallegt handa þeim, reyndar var ég svo hrikalega sniðug að gera jólaskraut í glersmíði handa mömmu, bæta örlítið í safnið. Gæti verið að ég hendi inn myndum af því þegar það er komið á jólatréð.
Jólin í ár verða öðruvísi en síðustu ár þar sem við verðum bara 6 í ár, ég, mamma, pabbi, Sædís, Axel og Lubbi, amma og afi ákváðu að vera heima hjá sér og Nonni frændi og Linda verða hjá kærustu Nonna.
Ég get sagt ykkur það að mig langar í nýja Bermuda diskinn sem kemur held ég út milli jóla og nýárs, enda líka uppáhalds hljómsveitin mín þar á ferð. Ein flottasta söngrödd landsins, og strákarnir eru ekkert síðri á sínum hljóðfærum. Algjör æði þar á ferð, diskurinn heitir Nýr dagur, og má heyra lög af disknum á heimasíðu þeirra ; www.bermuda.is mæli eindregið með þessu massíva fólkiGrin

Ætli ég geri ekki svona stuttan annál yfir árið í hnotuskurn hjá mér þó svo að það hafi ekkert verið neitt svaðalega merkilegt;

Snemma á árinu kynntist ég frábærri vinkonu minni, þó svo að ég hataði hana nú á mínum yngri árum. Sú æðislega stelpa heitir Eva Kristín og er núna ein af bestustu vinum mínum.

Mmmm... Ég fór á X-factor með elskulegu Salóme minni, og þar hittum við eiginlega alla keppendurna, og mjög gaman að segja frá því að við sátum hjá öllu Jógvan liðinu og fengum Færeyski folinn bol í láni og alles!

Í maí fór ég í bæinn að kaupa fermingakjól og svoleiðis dót fyrir ferminguna, og sú sem hjálpaði mér að stórum hluta að velja kjól var hin eina og sanna Guðbjörg Elísa, og mun sú minning ávalt sitja í sálu minni Grin

Ég er ekki viss um hvenær það var, en allavega fór ég að hitta uppáhalds hljómsveitina mína Bermuda í Þrykkjuna, og þetta fólk er bara yndislegt sko, ég fékk áritað plaggat sem er uppi á hurðinni minni.

27. maí fermdist ég, og sá dagur er mér mjög kær. Ég hitti flestalla ættingja mína, eitthvað sem ég hef þráð lengi, og ég sigraðist á feimni minni og gekk á milli borða og sast hjá öllum og spjallaði við gestina, einnig þegar ég var að biðja um þögn notaði ég kökuhníf og disk til þess, enda var engin skeið og glas nálægt mér.

Ég sendi grein í Morgunblaðið og var hún gefin út, og var það oft sem maður fékk hrós, einnig kom Siggi Mar, ritstjóri Eystrahornsins til mín og bað um að setja hana líka í Eystrahorn. Þar hófst ferill minn á frægðinniPolice

6. október 2007 var mér metinn til mikils, á þeim merkisdegi var eins árs sambands afmæli okkar Rafns, sem fer að verða 15 mánuðir núna 6. janúar.

Í Nóvember fór ég út til Manchester og upplifði draum hvers manchester united manns að fara á Old Trafford og horfa á liðið sitt vinnaWink Einnig var þetta mjög skemmtileg fjölskylduferð - Axel og Lubbi.. Ég og Sædís þurftum að deila hótelherbergi, rúmi og sæng!

Nú bara man ég ekki meir skemmtilegt.. jæja, ætli maður fari ekki bara að halda áfram að blasta Bermuda, í nýju stóru heyrnatólunum mínumGrin Og bíða eftir að aðfangadagur gangi í garð, hlakka til, hlakka til!!

 

Ég held að ég muni ekkert blogga fyrr en eftir Jól, svo að ég vil óska öllum bloggurum og bara öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju áriKissing

Lubbi sæti



Og passið ykkur á jólahundinum Lubbmaster, hann er rosalega svangur um þessar mundir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Róslín mín, takk innilega fyrir þetta fallega jólakort frá þér.
Annars vildi ég bara óska þér og þínum gleðilegra jóla og vona að þú hafir það sem allra,allra best.

Risajólaknús til þín!
Guðbjörg V.

Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 11:34

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir Guðbjörg mín, og það var svo lítið.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 22.12.2007 kl. 13:33

3 identicon

flott blogg hjá þér Róslín mín :)
já það gerðist allavega eitt jákvætt á þessu ári, við urðum vinkonur :) og vonandi verðum við það að eilífu :)
þykir óendanlega vænt um þig og hlakka til að sjá þig á næsta ári !
gleðileg jól & farsælt komandi ár, takk fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar á því sem er að líða ;*

Eva (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 23:03

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk sömuleiðis eeelsku Eva mín

Róslín A. Valdemarsdóttir, 23.12.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband