15.12.2007 | 01:30
Frumsýning á Jólagjafalistanum á sunnud.

Upp er runninn laugardagur, og ég veit ekki meir. Ég fæ loksins minn langþráða svefn, SOFA ÚT! Vakna reyndar um tólf leitið á morgun til að þrífa mig og svona, fer svo upp í Mánagarð á leikæfingu, hlakka ótrúlega til að sýna. Ég ætla sko að meika'ða án efa. Vona að fólk sýni okkur smá virðingu og mætir til að sjá hvort það sé ekki eitthvað varið í þetta. A.m.k. eru atriðin sem ég, Yrsa og Hjördís komum fram í flott og efa ég nú að hin eru eitthvað síðri. Þetta verður rosalega skemmtilegt, svo er maður alveg að lifa sig inn í þetta eins og maður hafi bara fæðst í hlutverkið.
Eins og sumir vita þá finnst mér rosalega gaman að skrifa sögur, greinar og bara nefndu það. Langar rosalega að semja jólasögu þar sem ég mun þá geta unnið vegleg verðlaun. Ég samt er alveg tóm í dag, en eins og fólk kannski veit hef ég nú skrifað grein í sjálfan moggann og er ég alls ekki hætt því, svo skal ég láta ykkur vita að ég mun setja eina sögu sem ég er mjög svo stolt af hér inn, vonandi fyrir jól. Sú saga er bara svona stutt og heitir því indæla nafni ,, Drengurinn og ég ". Gæti þurft að betur um bæta hana þar sem ég endurtók mig í nokkur skipti.
Ohh, finnst agalegt að geta ekki sýnt ykkur greinina mína, ef þið kannski lesið moggann fram og til baka ættuð þið að hafa rekist á hana einhvern tíma í nóvember ef ég man rétt. Kannski eruð þið áskrifendur moggans, þá getið þið leitað að greininni á mbl.is, farið bara í greinasafn og skrifið Róslín, þá er það komið
En ég er alls ekki hætt, ég mun láta heyrast í mér í framtíðinni, og þá mun meira, annað hvort sem forseti Íslands eða leikkona ( held samt frekar leikkona.. ). Bara að leggja nafn mitt á minnið, þá er aldrei að vita nema að þið sjáið mig í framtíðinni
Allavega, knús til ykkar allra!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.