Futsal

Hérna sit ég með vatnsbrúsa uppí mér eins og lítill krakki með pela, vælandi yfir sári á hné mínu. Annars var skóladagurinn mjög stuttur, skólinn búinn tíu mín yfir eitt, og tók mig nærri hálftíma að labba heim ég með minn fót. En sú saga er ekki sú skemmtilegasta, í íþróttum vorum við í futsal ( innanhússfótbolti með lítil mörk og öðruvísi bolta) og var ég orðin mjög pirruð út í einn strákinn í öðru liði og hljóp á eftir honum og rak mig eitthvað í hann og flaug svo allhrikalega fram fyrir mig að ég lenti á öðru hnénu. Sat þarna í dágóða stund, en svo á endanum kom íþróttakennarinn og hjálpaði mér upp, og síðan hef ég haltrað út um allt. Göngulagið mitt minnir mig helst núna á mörgæs, þar sem ég tek sjúklega stutt skref og er um leið alltaf að laga buxurnar svo enginn verði fyrir sjónmengun Halo
Það versta við þetta er að ég veit ekkert hvort ég eigi að mæta á æfingu eða sitja og horfa á. Langar ógeðslega á æfingu þar sem það er futsal og vil ég ekki gera grey stelpunum það að þurfa að vera í marki. Þar sem það er ekkert sérstaklega þægilegt að fá þennan bolta í sig. Ég er orðin vön þessu, þó þetta sé alltaf jafn óþægilega vont.

Fór í dönsku sagnar próf í síðasta tímanum í dag og fékk 5.3Undecided Þó svo að ég hafði skrifað þetta þó nokkuð oft niður á blað saugst þetta ekki í gegnum heilann minn, bara inn um annað augað og út um hitt.

Alltaf eru nýir og nýir tónlistarmenn að heilla mig, þó það sé langt síðan þeir komu fram. Núna er ég farin að fýla Dido í botn, æðislega flott rödd og flott lög. Eitthvað svo týpískt mín tónlist, svona vælu.

En nú verð ég að reyna að finna mér eitthvað að borða, svo ég verði ekki eins og tröll í bókstaflegri merkingu á leikæfingu á eftirWink Svo er aldrei að vita hvort maður reyni að fara á æfingu, en allavega eftir æfingu ætla ég að hitta minn ástkæra Rafn og horfa á sjónvarpið með honumGrin InLove

Hugs and kisses,
Róslín AlmaKissing

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband