6.12.2007 | 19:02
Nöldurskjóða
Pirringurinn er smá farinn eftir að hafa talað við ákveðna manneskju sem er sú yndislegasta. Ég var með Yrsu í gærdag, og heppnaðist sá hittingur ágætlega því útúr því komu tveir búningar á okkur fyrir leikritið, reyndar eigum við eftir að klára að "fínpússa" þá. Þar sem þeir eiga ekki að vera rosa fínir.
Mæli eindregið að þið komið til Hornafjarðar, helgina 14 - 16. desember, þá getið þið séð leikrit, sem er reyndar gert sérstaklega fyrir yngri krakkana. Ég spái því að þetta verði skemmtilegt leikrit, a.m.k. skemmtilegt barnaleikrit, ef foreldrar verða eitthvað óhressir með þetta, þá gapi ég bara.
Annað verkefni sem ég er í gengur ekki jafn vel, Þrykkjublaðið s.s. but don't blame it on me!! Eða allavega ekki allt, ég reyni að nýta tíma minn, þar sem dagurinn fer nú oftast bara í leikæfingar, fótboltaæfingar og lærdóm.
Svefn er ekki alveg að gera sig hjá mér þessa dagana, þar sem ég verð þreytt mjög snemma, útaf öllum pirringi og því. Svo er ég með heiftarlega vonda vöðvabólgu, þar sem ég er alltaf frekar stíf.
Vikan er hin snarasta þessa dagana. Í gær var ég einmitt að spyrja Yrsu hvaða dagur væri, og hún svaraði miðvikudagur. Ég gapti bara, fékk nett sjokk réttara sagt. Fannst eins og helgin hefðu bara verið í fyrradag. Jæja, heppin ég, reyndar samt ekki, helgin fer eiginlega öll í að æfa leikritið, vakna hress og kát fyrir kl. hálf tíu og upp í skóla... á laugardegi!!
Engin jólapróf verða í ár, og er ég mjög kát með það, þar sem ég er ekkert sérlega góður námsmaður í öllu námi. Reyndar finnst mér stærðfræðin skemmtileg, íslenskan á léttu nótunum og enskan ágæt. Danskan og náttúrufræðin eru ekki eins góð. Tölum ekki um sundið, en íþróttir eru alltaf skemmtilegar. Samfélagsfræðin reynist manni frekar áhugaverð ( þó að á síðasta einkunnarblaði hafi kennarinn ekki hakað við að ég hefði áhuga á þessu.. ) og lífsleiknin er fremur fjölbreytt, alltaf gaman að fara í tíma þar sem maður þarf ekki að vera að gera það sama, svo er líka annar kennari með okkur í því, og er örugglega sú skemmtilegasta í skólanum af þessu kennaraliði.
O, jæja, ætli maður fari ekki einu sinni enn yfir sagnirnar fyrir sagnadönskupróf á morgun, svo náttúrulega í sturtu þar sem minn ástkæri Rafn Svan
kemur til mín og svo skemmtilega vill til að við erum í dag búin að vera saman í 14 mánuði
. Og get ég sko vel sagt ykkur það að er sjaldséð hjá svona ungu fólki, hehe
Mæli eindregið að þið komið til Hornafjarðar, helgina 14 - 16. desember, þá getið þið séð leikrit, sem er reyndar gert sérstaklega fyrir yngri krakkana. Ég spái því að þetta verði skemmtilegt leikrit, a.m.k. skemmtilegt barnaleikrit, ef foreldrar verða eitthvað óhressir með þetta, þá gapi ég bara.
Annað verkefni sem ég er í gengur ekki jafn vel, Þrykkjublaðið s.s. but don't blame it on me!! Eða allavega ekki allt, ég reyni að nýta tíma minn, þar sem dagurinn fer nú oftast bara í leikæfingar, fótboltaæfingar og lærdóm.
Svefn er ekki alveg að gera sig hjá mér þessa dagana, þar sem ég verð þreytt mjög snemma, útaf öllum pirringi og því. Svo er ég með heiftarlega vonda vöðvabólgu, þar sem ég er alltaf frekar stíf.
Vikan er hin snarasta þessa dagana. Í gær var ég einmitt að spyrja Yrsu hvaða dagur væri, og hún svaraði miðvikudagur. Ég gapti bara, fékk nett sjokk réttara sagt. Fannst eins og helgin hefðu bara verið í fyrradag. Jæja, heppin ég, reyndar samt ekki, helgin fer eiginlega öll í að æfa leikritið, vakna hress og kát fyrir kl. hálf tíu og upp í skóla... á laugardegi!!
Engin jólapróf verða í ár, og er ég mjög kát með það, þar sem ég er ekkert sérlega góður námsmaður í öllu námi. Reyndar finnst mér stærðfræðin skemmtileg, íslenskan á léttu nótunum og enskan ágæt. Danskan og náttúrufræðin eru ekki eins góð. Tölum ekki um sundið, en íþróttir eru alltaf skemmtilegar. Samfélagsfræðin reynist manni frekar áhugaverð ( þó að á síðasta einkunnarblaði hafi kennarinn ekki hakað við að ég hefði áhuga á þessu.. ) og lífsleiknin er fremur fjölbreytt, alltaf gaman að fara í tíma þar sem maður þarf ekki að vera að gera það sama, svo er líka annar kennari með okkur í því, og er örugglega sú skemmtilegasta í skólanum af þessu kennaraliði.

O, jæja, ætli maður fari ekki einu sinni enn yfir sagnirnar fyrir sagnadönskupróf á morgun, svo náttúrulega í sturtu þar sem minn ástkæri Rafn Svan



Athugasemdir
Það er gott Róslín að þér er farið að líða betur. Ég væri meira en til í að koma og sjá þetta leikrit hjá ykkur, en kanski ekki alveg það sniðugasta því ekki vil ég eiga kanski einhversstaðar á milli Hornafjarðar og Reykjavíkur
hehe...

En þú og Rafn þið eruð algjörar dúllur - haldið áfram að láta ykkur líða svona vel!
*pé ess...
sé að tenglarnir á síðunni þinni eru eitthvað vitlausir... kemur alltaf þín netslóð á undan öllum. Bara svona að láta þig vita
Risaknús til þín Róslín mín!
Kv. Gugga
Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:33
ohh gat verið, haha, ég laga það í einum grænum. Ekki búin að taka eftir þessu.
Risaknús til baka hihi
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.12.2007 kl. 13:59
oh, þetta er ekki eitthvað sem ég gerði, ætla að reyna að átta mig á þessu, kann voða lítið á þetta kerfi..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 7.12.2007 kl. 14:01
flott blogg, þú ert alltaf með þessi löngu maður ! við skulum bara læra saman , þú getur kennt mér stæ og ég get hjálpað þér með það sem þú ert í vandræðum með :P eg er bara í vandræðum með stæ eins og þú veist :$
en aftur til hamingju með daginn í gær, eða með ykkur Rafn :)
sjáumst fljótlega :)
knús til þín
Eva Kristín (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.