Pirringur..

Jæja, langaði bara að rita hér inn nokkur orð. Eins og kannski fáir vita, líður mér frekar illa, en ég læt það ekki sjást á mér. En þegar ég fæ upp í kok af þessu öllu verð ég ekkert smá pirruð, og beiti því á alla, án þess að vilja neinum eitthvað. Ég verð svo rosalega þreytt af þessum vanlíða og pirringi að oftast verð ég að reyna mitt besta að sofna ekki um kl. 20.00. Þar sem ég sef ekki mikið, ég verð að beita þessum pirringi eitthvert allt annað en á fjölskyldu og ættingja, og fyndist sniðugt að fá trommusett, þar sem mig langar að spila á trommusett. Endilega ef þú ert einhver rosa rík/ur máttu splæsa einum slíkum dýrgrip, þar sem ég er bara blankur námsmaður.

En yfir í annað, ég er orðin frekar fúl yfir þessum fréttatilkynningum að krakkar á Íslandi séu 1 af hverjum 5, yfir kjörþyngd, og þá spyr ég, er það ekki bara allt í lagi á meðan krakkinn er ekki að velta sér af spiki. Vill fólk núna að krakkar fari að velta sér upp úr því hvort þau séu ekki í nógu góðu formi, hvort þau séu of feit, eða eitthvað í þá áttina. Við eigum aðeins eitt líf (trúi ég allavega), og vona ég að foreldrar eyðileggi ekki æsku barna með því að banna þeim að borða hitt og þetta því að þau gætu orðið feit af því. Sjálf var ég nú ekkert svaka mjó þegar ég var yngri og hef aldrei verið. Alltaf verið mesta bollan af stelpunum í bekknum, og hvað með það segi ég nú bara, ég átti mína vini, ég var ekki lögð í einelti, því að krökkum var ekki kennt að vera á móti þybbnara fólki, svo get ég svo sannarlega sagt ykkur það að þó fólk sé með fitu utan á sér, þá er það ekki verri manneskjur fyrir því!! Þetta á nú að vera í lagi ef börn eru í íþróttum og svona.
Alveg ótrúlegt það sem er að koma yfir íslensku þjóðina, þó ég styðji feministana í hinu og þessu, þá er stundum einum of langt gengið, og sama segi ég með karlremburnar hér á landi!!! Sem gera ekkert annað en að tuða yfir því að kvenmenn eigi að vera í lægra sæti, er ekki í lagi??
Eina sem ég segi og stend við ; ÉG vill Vigdísi Finnbogadóttur aftur sem forseta! Þó svo að ég var nú ekki lifandi á þeim tíma, en það er allt annað mál.

Jæja, þá er meira kvart í mér, ég skal segja ykkur hversu "vel" ég og heyrnatól ( fyrir t.d. iPod) eigum saman. Ég hef á þessu ári eyðilagt 4 svoleiðis stykki. Fyrsta sprakk, datt af öðru festing til þess að það væri ekki bara járn, skar ÓVART!!! í sundur það þriðja, og missti svo fjórða í gólfið í skólanum í dag, og það datt í sundur, og fann ekki dótið til þess að festa það aftur á, og svo datt sjálf heyrnatólið af!!!!!! En ég reddaði mér nýjum, fann eitthvað drasl inní skáp og læt það duga og óska þess að ég fái ný í jólagjöf!

JÓLAGJAFALISTINN, hefur aaaaldrei verið eins ófjölbreyttur áður, eina sem er á honum eru 5 geisladiskar, 4 bækur, trommusett og ef fólk vill endilega gefa mér eitthvað annað er það inní herbergið.. ekki er ég nú að óska mér neins mikils, miðað við seinustu jól..

En látum þetta gott heita, ég er farin að róast aðeins niður, loksins..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband