Bara... með Hara

Ég er komið með eitthvað nett bloggæði, er að fýla þetta mbl bloggkerfi í tætlur! Svo fólk viti það, þá er ég hætt með blog.central.is síðuna mína og minn sirkus þar sem kerfin í því eru alveg að falla niður.

Annars ætlaði ég ekki að blogga um þetta. Áðan var ég á svokallaðri hlaupaæfingu, þar sem við hlupum 10 mínútur 3x, og á milli gerðum við magaæfingar, armbeygjur og bakæfingar. Ég sem er alveg hrikaleg með PICT8648mitt þol, þoldi þetta! Reyndar var það iPodinum mínum að þakka, þetta tæki er alveg magnað, svo er ekkert verra að hafa stillt á Hara. Ég fékk diskinn um daginn þegar ég var að segja mömmu og pabba hvað mig langaði í jólagjöf, og nefndi einmitt þennan disk, bara... með Hara. Ég fór svo stuttu seinna í sturtu og þegar komið var inn í herbergi lá diskurinn einmitt á tölvunni, og sé ég alls ekki eftir því að hafa beðið um hann.
Hildur og Rakel, s.s. Hara systur, eru örugglega einar af bestu kvenskemmtikröftum á landinu að mínu mati, þær þykjast ekki vera glaðar með gervibros, þær eru brosandi því þær eru glaðar LoL Ég fór einmitt á X-factor og man vel eftir þeirra atriði, sem var alveg rosalega flott!! Hitti þær svo eftir á og fékk mynd af okkur ( eins og með flestum reyndar), og má ég minnast þess að þær voru rosalega glaðar yfir því að láta taka mynd af sér með mér, vildu endilega hafa mig með á myndinni og Hildur kallaði á Rakel og bað hana um að koma. En ég vildi enda bloggið á því að hrósa þeim fyrir flott lög og vel sungin. Ég sé ALLS ekki eftir því að hafa látið mömmu og pabba eyða 2000 krónum í þennan disk, þetta er bara snilld Grin Takk kærlega fyrir mig!!!!Heart
Hafið það sem best,

Róslín A.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló elsku Róslín mín
Rosalega er langt síðan að ég hef kíkt á þig hérna á netinu... alltof langt síðan. Gaman að þú sért komin með nýja síðu, hún er mjög flott og til lukku með hana

Annars er ég bara að fara að dúlla mér núna að baka... ummhh langar þig ekki að koma í heimsókn  híhí...

Jæja elskan mín, við verðum í bandi. Hafðu það gott!
Risaknús, Gugga

Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Væri meira en til í að koma í heimsókn, alveg til í að fá eitthvað gotterí Ég a.m.k. reyni að kíkja á þig næst þegar ég kem í bæinn ( þá verðuru örugglega komin með einn lítinn pilt!!), gætir kannski geymt eitthvað þangað til, hahaha

Róslín A. Valdemarsdóttir, 4.12.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband