1.12.2007 | 23:28
Skemmtunarbrannsinn..
Ég hef lengi pælt í því hve mikið mig langar að verða söngkona þegar ég verð eldri, sú spékulerun gæti aldrei gengið upp, vegna hversu vont tóneyra ég hef. Hrikalega fölsk og alles. Þá hef ég lengi pælt í því að vinna í hljómsveit, en það sem hindrar mig frá því er hversu hrikalega lesblind ég er á nótur. Þessi þrjú fyrstu skólaár mín sem ég þurfti að æfa á blokkflautu fóru allar bækurnar í því að láta krota heitin yfir nóturnar, þar sem ég mundi aldrei hvaða nóta var hvað. Svo frá blautu barnsbeini hefur mig lengi langað að spila á trommur þar sem það þarf að læra takta og svoleiðis, ekkert endilega að spila eftir nótum, bara takt, og hef ég lengi kvartað um að mig langi í trommusett, ég ætlaði að kaupa mér trommusett rétt eftir sumarið, en það varð aldrei neitt úr því. Núna á ég heldur ekki neinn pening til þess!
Frá því ég man eftir mér hef ég ALLTAF staðið á því sama að ég ætli að verða leikkona þegar ég verð stór, þó svo að ég sé með heilmikinn sviðskrekk á móts við hve athyglisjúk ég er ( hoppandi útum allt t.d. í skólanum fyrir framan alla og með rassinn lengst upp úr buxunum... það er bara ég..) þá er það frekar erfitt að átta sig á því hvað ég er hrikalega hrædd að standa upp á sviði. Reyndar er það líka svona með ættingja og fólk sem ég hitti sjaldan, annars er ég mjög málglöð og hávær!
Svo það er staðfest, ég ætla mér að verða ættfræðingur, trommuleikari og leikkona í framtíðinni!
Set hér svo myndband til að sýna hvernig ég er upp á mitt besta..
http://youtube.com/watch?v=GfTapeQiJPc
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.