1.12.2007 | 00:40
Fullveldisball og vont veður..
Undanfarna daga hefur ýmist verið ógeðslegt veður, eða ógeðslegt svell. Í fyrradag var fært um allan bæ á skautum, ef manni langaði á skauta var bara að hoppa í skautana og út á götu! Reyndar gerði ég það ekki þar sem ég hef verið frekar upptekin þessa dagana, svosem leikæfingar, þreyta og vanlíðan..
Ég hef reynt að vera lífsglöð manneskja, en síðustu vikur hefur mér gengið fremur illa í því. Þar sem allskyns hlutir "flæktust" fyrir mér. Ömurlegt að geta ekki verið síbrosandi, hlæjandi, talandi við alla og fólk er sátt við mann..
Í gærkvöldi var hið fræga Fullveldisball, reyndar fannst mér ekkert rosa gaman. Óli Geir var DJ, og get ég sagt að mig langar ekkert sérstaklega mikið á eitthvað svona aftur, a.m.k. ekki þegar er svona of mikið teknó. Ég verð að geta sungið með!!! Ég reyndi allavega að dansa og svona, frekar líka erfitt þegar maður er í svo léttum kjól að hann "fýkur" upp um mann þegar maður hoppar.
Jæja, ég verð að fara að sofa núna, leikæfing kl 12.00 svo það er best að fara í háttinn, annars stoppar ekki síminn fyrr en maður er komin út í skóla, ég er ekki að ýkja!
Sæl að sinni,
Ég og Rafn í gærkvöldi, hann ekkert alveg hrifinn af myndatökum :P
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.