25.11.2007 | 23:37
SNJÓR
Snjónum kyngir enn og aftur niður hér á Hornafirði. Reyndar endist hann ekki - enn og aftur, því það er spáð rigningu fyrir morgundaginn. En ég nýtti þennan kulda og snjó og skellti mér á skauta með Evu og Óskari, sumir fóru bara einhverja metra áfram, annars var ég alveg að meika það, hoppandi eins og ég hefði aldrei gert annað. Nei, nei, ég gat hoppað smá, var að reyna að herma eftir þessum expert skautafólki, gekk ekkert alltof vel. Datt samt aldrei, sem betur fer, annars hefði ég örugglega meitt mig!!
Ætla að reyna að draga eitthvað af þessu fólki sem ég þekki í bænum með mér í skautahöllina þegar ég kem næst í bæinn, þar sem að þar er svellið alveg slétt, og ljós!! Endilega bjallið í mig ef þið eigið heima í bænum og vitið þegar ég er í bænum og biðjið mig að koma með ykkur, þá munuð þið sjá rugludall á skautum!
Hefði ég verið svo glögg að taka með mér myndavél þá hefði ég getað sett hér myndir af mér hoppandi á skautum, sem allir munu án efa vilja sjá!
Annars styttist óðum í jólin, og ég farin að hlusta á jólalög og má byrja að skreyta herbergið um næstu helgi, það sem mín bíður í vikunni er skóli, leiklistaæfingar, fótboltaæfingar, 1. des BALL! og eitt og annað.

Ég, Árdís og Eva á góðum degi
Ætla að reyna að draga eitthvað af þessu fólki sem ég þekki í bænum með mér í skautahöllina þegar ég kem næst í bæinn, þar sem að þar er svellið alveg slétt, og ljós!! Endilega bjallið í mig ef þið eigið heima í bænum og vitið þegar ég er í bænum og biðjið mig að koma með ykkur, þá munuð þið sjá rugludall á skautum!

Hefði ég verið svo glögg að taka með mér myndavél þá hefði ég getað sett hér myndir af mér hoppandi á skautum, sem allir munu án efa vilja sjá!
Annars styttist óðum í jólin, og ég farin að hlusta á jólalög og má byrja að skreyta herbergið um næstu helgi, það sem mín bíður í vikunni er skóli, leiklistaæfingar, fótboltaæfingar, 1. des BALL! og eitt og annað.


Ég, Árdís og Eva á góðum degi

Athugasemdir
flott blogg hjá þér , og þessi helvítis rigning er ömurleg :(
en já það fór nú heldur ekki á milli mála að ég var að meika'ða þarna á skautunum ! (H)
en vi ses Rósla mín :D
Eva Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 18:20
Heyrðu, nú hreinlega VERÐURÐU að hafa samband þegar þú kemur í bæinn! Maya er að æfa skauta og væri meira en til í að fara með þér.
Gæti kannski kennt þér nokkur stökk.
Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 05:06
Ég geri það!! Væri alveg til í að læra einhver stökk, svo líka vissi ég að Maya væri að æfa skauta, og var einmitt að segja krökkunum að ég ætti bara að gá hvort að hún myndi ekki endilega koma með mér þegar ég færi í bæinn
Róslín A. Valdemarsdóttir, 27.11.2007 kl. 18:34
nice ! Róslín , nú drífur þú þig til rvk og lærir almennileg stökk & kemur svo að kenna manni !
Eva Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.