"ættingjahjal"

Langaði allt í einu að henda inn smá færslu hérna. Þar sem ég hef aldrei verið jafn upptekin á daginn síðustu vikuna. Helginni eyddi ég mest megns með mínum frábæru vinum, reyndar mest með Rafni mínum. Fór í heimsókn til Rafns einmitt á föstudaginn þar sem atburður sem ég vil ekki vera að tala um á netinu gerðist, og varð maður að dreifa huganum og var það þá tilvalið að fara í heimsókn til hans og spjalla við mömmu hans og borða köku, sem var svo góð!!!
En núna undanfarnar vikur hef ég verið með kvíðahnút í maganum, spenning og allt bara. Við ákváðum í leikhópnum Lopa að hætta við sýninguna, og setjum upp jólaleikrit fyrir yngri kynslóðina ( yngstu meina ég þá ). Hlakka til að sjá hvernig manni gengur nú í þvíW00t Einnig eru æfingar, og leikæfingarnar, svo í kvöld fór ég einmitt á fund fyrir stelpukvöld sem við nokkrar stelpur skipuleggjum. Komnar fínustu hugmyndir!
Svo á skólablaðið að vera gefið út í næstu / þarnæstu viku. Og einnig er ég stjórnandi blaðsins. Enda set ég það upp, tek sum viðtölin, og hanna þetta allt og er myndatökumaður einnig.
Það er svo opin þemavika í þessari viku, fjallað um tímann í kringum Hippatímabilið. Og skráði ég mig í blaðamannahópinn, þar sem verður fylgst með öllu og gert blað, og skoðað hvernig sjónvarpsefni var á þessum tíma.
Planið fyrir morgundaginn er að fara í skólann, leikæfingu, heimsækja Óskar vin minn með Rafni og fara á fund. Alltaf jafn mikið að gera í þessu blessaða lífi manns.

Maður býr sig undir eitthvað, en þegar það kemur, hrynur maður algjörlega niður í þá stöðu sem maður myndi ekki halda að maður myndi nokkurn tíma gera. Ég lýsi því hér með yfir, hvar sem er í heiminum, hvort það sé í dag, gær eða á morgun, þá þykir mér alltaf vænt um fjölskyldu mína, ættingja mína, vini mína og kunningja mína, og einnig þá sem ég sýnist hata.

Jæja, ef þið viljið ekki lesa meira af bulli þá myndi ég stoppa hér..

Annars ætla ég að koma með "ættingjahjal", þar sem að ég á ekki að vera á "mér þykir rosa vænt um ættingja mína " skeiðinu, þá er ég það samt. Ég hef alltaf elskað að vera í návist ættingja, og finnst ótrúlega leiðinlegt að búa svona langt útá landi, þar sem flestir eiga heima í Reykjavík og nágrenni. Á síðustu árum hef ég leitað uppi ættingja, og taka þeir því misvel. Hef bara samband við eina stelpu af öllu þessu fólki sem ég fann ennþá. Held að það hafi verið eitthvað fjölskylduvandamál, en þar sem ég er ekki fjölskylda mín, þá á ekki að láta það bitna á mér! Þessi eina stelpa sem nennir enn eitthvað að tala við mig heitir Arndís Ey, og hitti ég hana fyrr á árinu, indælis stelpa, hún er reyndar 10 árum eldri en ég. En ef fólk gerir sér grein fyrir því, þá á ekki að skipta máli hvort ég væri 14 ára eða 54, þó svo að ég lýti út fyrir að vera mjög ung og svona ( ég er það nú samt ), þá er ég mjög gömul sál. Vinir mínir líka stundum skilja ekkert í mér, og bara finnst mér alveg ömurlegt að frændfólk mitt heldur að það geti ekki talað við mig, þar sem ég elska að heimsækja það. Endilega eitthvað af þessu fólki sem eru ættingjar mínir og eru að lesa þetta, ekki vera hrædd við að tala við mig. Ég er ekki þessi típíski íslenski unglingur!
Og vil ég benda ykkur á að tveir af þremur blogg-vinum mínum hér á mbl blogginu eru frænkur mínar. Og eru þær eitt af þeim dæmum sem þora að tala við mig!Joyful

Allavega er ég hætt að kvarta, og barasta farin að hlusta á jólalögin mín!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Róslín mín :)
auðvitað er ég ein af þessum frábæru vinum (h)
þú ert líka frábær :)
en þetta er ömurlegt, þessi atburður sem þú talar um , og það er alveg rétt , á ekki að tala svona á bloggsíðum ;)
en já , ég er svona líka , ELSKA að hitta ættingja mína , eða þá sem eru ekki hundleiðinlegir við mig :S
en allavega eru mínir ættingjar flestir jafn skrítnir og ég eða skrítnari :P alltaf flippuð ættarmót hjá mér sko :D
en sé þig :D 
þín Eva :D:D:D

Eva Kristín (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:01

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hæ Róslín  Mér finnst þú frábær og það eru engar ástæður fyrir að ég hef ekki meira samband aðrar en tímaleysi, jú og svo fjarlægðin. Skilaðu ástarkveðjum til allra frá okkur.

Ps. Þú ert alltaf velkomin ef þú átt leið til Reykjavíkur.

Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 15:56

3 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Æj takk Laufey Ég skila því og allir hér skila kveðjum til baka Og takk kærlega fyrir boðið, ég mun alveg örugglega þegar tími gefst til ( mamma og pabbi alltaf tímabundin í bænum ) að koma einn daginn, en læt þó vita á undan mér.

Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.11.2007 kl. 01:15

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Endilega láttu vita á undan þér. Þá læt ég Mayu taka til og baka! Hún er svo miklu betri í því en ég

Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 05:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband