Fyrirlestur sem heillar unglinga!!!!

Hér fáið þið blogg, er búin að reyna að kreista út komment frá einhverjum fleirum, en þar sem ég sé að enginn annar ætlar að kommenta, þá skal ég blogga.
Ég er búin að liggja yfir helgina og núna síðustu daga í eimdum mínum uppí rúmi ( eða réttara sagt sat ég við tölvuna þar). En hvað um það, þetta er allt að koma, og með glöðu geði skal ég tala ykkur trú um það að ég verð einn af 4 kynnum á Busaballinu, sem verður á morgun. Búin að ákveða hálfan veginn í hverju ég ætla að vera.
En annars í dag þá kom til okkar óvirkur alkahól og dópisti og hélt fyrirlestur, maður sá heitir Magnús, man ekki hvers son, en hann spilaði víst á trommusett í Egó, Utangarðsmönnum, Sálinni og Hljómsveit Siggu Beinteins svo eitthvað sé talið upp. En þessi fíni maður reyndist okkur vera ekki eldri en 35 ára í útliti og klæðaburði, en var víst 48 ára, skrítið hvað hann lítur vel út miða við aðstæður. Maður lærði mjög margt af þessum manni, og þetta fékk fólk til að hugsa, eða allavega mig mjög mikið.
En þar sem ég hef ekki bragðað á áfengi eða neitt fíkniefna, þá ætla ég nú bara að halda því þannig áfram, þar sem að við sáum hvernig svona efni fara með fólk!! Ótrúlegt hvað er mikið um þau á Íslandi.
En hvað um það, þakka Magnúsi kærlega fyrir lærdómsríkan og skemmtilegan fyrirlestur ( þar sem hann kom ekki fram við okkur sem lítil börn!)

Það hvíslaði mér lítill fugl að ég talaði sem eldri kona, sem er bara betra, gamlar sálir eru oftast góðar og boða gott!

Einnig vildi ég koma því á framfæri að ég er alveg stórfurðuleg, spurði annan "gangavörðinn" í skólanum mínum ; ,,Ekki vænti ég að þú vitir um sundfötin mín". Eða eitthvað í þá átt.

AUGLÝSI HÉR MEÐ EFTIR TÝNDUM SUNDFÖTUM!:
týndust á fimmtudag í síðustu viku, skærgrænn "reyklaus" poki, síma handklæði, hárnæring og sjampó í bláum svona brúsum, svartur WELLAH hárbursti ef til vill með nokkrum rauðum hárum og nýju bikiníin mín, minnir svört eða mjög dökkblá HUMMEL. Það væri mjög kærkomið af ykkur að koma honum á framfæri ef þið vitið hvar hann er að finna!

Held að það liggi ekki fleira á hjarta mínu,
þannig vi ses!
Kv. Róslín Alma !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband