6.4.2007 | 00:48
Hálft ár
Góðan daginn góðir hálsar!
Í dag er sá merkisdagur að ég og Rafn byrjuðum saman fyrir ákkúrat hálfu ári, s.s. þann 6. október 2006! Sá tími hefur liðið mjög hratt, og samband okkar Rafns gengur eins vel og hægt er að hugsa sér!
Í 6. bekk flutti sá hái og myndarlegi strákur austur til Hafnar frá Árbænum. Það árið töluðum við Rafn ekki mikið saman, og þess má geta að Rafn var algjört kvennagull, og ég taldi hann besta vin minn því hann var svo rosalega traustur og góður strákur. Man vel eftir því þegar við vorum í frímínútum i fótbolta, og það var innkast og ég kallaði ,, Látum Rabba taka því að hann kastar svo langt!".. Árið eftir það fór ég að kynnast Rafni og þess má geta að Ragga mamma hans byrjaði þá að kenna okkur í bókinni Auðvitað og líka í samfélagsfræði held ég að það héti þá.. Þá talaði maður mikið við Rafn og þess má geta að maður var orðinn rosa skotinn í honum
Í byrjun septembersmánaðar var maður byrjuð að tala við Rafn á msn með webcam og alles, um allt og ekkert.. Svo þróaðist samband okkar rosa mikið þá, en aldrei töluðum við eitthvað mikið í skólanum, maður var svo rosa feimin
Svo eitt kveldið minnir 23. september var ég hjá Lejlu og hún spurði Rafn fyrir mig hvort hann myndi vilja byrja með mér, og hann tók sinn tíma, föstudaginn eftir það að ég held, var dragsjów, og tók Rafn þátt í því og hjálpaði ég honum með það svo í lokinn fékk hann rós og gaf mér svo með einstakri frekju í mér hahaha.. nei djók.. hehe =)
Næsta föstudag var eitthvað annað í gangi í Þrykkjunni og fékk ég þá svarið, sem betur fer var það já Ekki veit ég hvað ég hefði grenjað úr mér augun lengi hefði ég fengið nei.. hehehe...
Annars já, hefur okkur gengið bara rosalega vel, aldrei neitt alvarlegt komið upp á sem betur fer!!!
Mér finnst Rafn allveg æðislegur strákur og ég elska hann óendanlega mikið, þegar hann kom í skólann i fyrsta skiptið, datt mér aldrei í hug að ég yrði svo heppin að eiga hann svona náinn mér..
Rafn!! Ég elska þig =)<3




Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.