13.2.2007 | 12:07
Hefur aldrei liðið verr..
.. í líkamanum, sjitt!! Er að drepast í fætunum.. útaf harðsperrum síðan á sunnudagsæfingunni
En annars, í gær átti hin eina sanna Margrét Lára afmæli, varð 31 árs innilegar hamingju óskir með það .
Ooog svo má ekki gleyma hinu afmælisbarni gærdagsins, pabba Bjarneyjar, veit ekki hvað hann er gamall.Aallavega mjög ungur samt
Annars í dag vaknaði ég snemma, aldrei vaknað fyrr á degi sem ég á frí, vaknaði hálf níu "stökk" í tölvustólinn og kveikti á tölvunni og kveikti á FM957. Loksins heyrir maður í þessum snilldar þætti Zúúber, eins og venjulega voru Svali og Gassi með einhvern hroka gegn kvennmönnum. Þorði ekki að hringja inn og skamma þá. Þótt ég hefði helst viljað það. Veit ekkert hvað ég geri sem eftir er dags, er held ég að fara í aukatíma í stæ. með Yrsu, Bjarney og Mist í kvöld, er ekki viss samt.
Annars er eitt sem gerðist á þessum degi fyrir tveimur árum, og steypti mér allveg á koll. Ég er rosalega leið yfir þessu og vonandi bara fer maður upp til himna. Langamma mín Sveinborg Jónsdóttir heitin dó í friði þennan dag. Og ætla ég að skrifa hérna smá um hana og vonandi les einhver þetta og tekur eftir hvað mér þykir og þótti óskaplega vænt um þessa konu.
Sveinborg Jónsdóttir fæddist 25. nóvember 1919. Hún var ein af 5 alsystkinum og átti 4 systkin samfeðra. Hún var hjá fósturforeldrum sem hétu Jón Helgi Ingvarsson og Helga Jónsdóttir. Hún langamma mín var hörkukvennmaður og finnst mér að allir kvennmenn ættu að líta upp til hennar. Hún var ein af stofnefndum íþróttafélags Selfoss og kvennasambands Selfossar ( ég er ekki viss hvað það heitir ). Hún eignaðist fyrsta barn sitt árið 1937 og var send til Bretlands til að fæða það. Það barn er hann afi minn Axel Þór Lárusson. Síðan kynntist hún manni að nafni Jón Líndal Franklínsson og eignaðist með honum þrjár dætur. Í aldursröð; Oddrún Helga, Andrea Sigríður ( Betur þekkt sem Andrea Jónssdóttir útvarpskona á Rás 2) og Ásrún Jónsdætur. Ég kallaði Jón alltaf langafa minn, þekkti hann ekki sem neitt annað. Hann dó árið 1999.
Ég man vel eftir því þegar Jón var í öndunarvél heima hjá þeim langömmu og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta skrítið, því ég horfði rosalega mikið á Jón.
Ég hélt rosalega mikið uppá langömmu, alltaf, þótt við sögðum henni ekki að gefa okkur neitt, var alltaf eitthvað á borðinu hjá henni sem manni þótti gott, og stundum gaf hún manni ís með í nesti. Ég man eftir því að ég og Sædís systir lágum stundum inní gestaherberginu og litðuðum. Stundum skoðaði ég myndirnar á veggjunum og kommóðunum.
Langamma mín var með rautt sítt og þykkt hár. Og má segja að hárið hennar sé núna hárið mitt, afi gaf mér mynd af henni með síða hárið og smá lokk úr hárinu hennar, og ég skoðaði það betur. Og hárið var allveg eins á litinn og mitt. Mér þykir afar vænt um það.
Ég fór í nóvember minnir mig í fyrra til að setja blóm á leiðið með Axel og brast í grát, vegna þess að ég fékk þennann fiðring sem ég fékk í jarðaförinni. Ég grét og grét, og fannst eins og ég gæti ekki farið. En þegar ég fór að grafreitnum sá ég hvað þetta var rosalega fallegt. Á legsteinunum stóð að þar hvíldu langafi ( Jón ), langamma og lítil frænka mín sem dó eftir fæðingu. Hvíli þau í friði og ég vona að ég fái að hitta þau loksins aftur efað ég fer upp til himna.
Vonandi er þetta ekki of væmið. En mér þykir ótrúlega vænt um þessa konu og hefði viljað betri tíma til að fá að kveðja hana.
Ég kveð, og vonandi eigið þið góðan dag elskurnar mínar!
( kópíað af bloggsíðunni minni www.blog.central.is/roslin)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.