4.5.2006 | 21:37
KOminn tími á blogg!
Góða kvöldið!
Það er víst kominn tími á blogg, ef maður ætlar að halda þessari síðu uppi.. Það vita flestir að ég hafi verið í Rvk.. farið í afmæli hjá afa mínum sem var áttræður þann 30. apríl. Verið með Rakel og Salóme á laugardeginum.. fáir vita að ég sá Jóa Idol kynni í Garðheimum á laugardagskvöldið. Fór heim til Rúnar Júl á sunnudeginum fyrir afmælið hans afa að æfa ,, Er ég kem heim úr Búðardal" og afmælissönginn..
Já, svo er ég búin að sitja heima í tölvunni afþví ég er búin að vera veik.. með eitthvað " Suðurnesjakvef"... Þannig ég er allveg búin að missa af skólanum síðustu tvo daga og daginn í dag.. og líka búin að missa af fullt af æfingum, sem er ALLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLLS ekki nógu gott!!
Ég ætla að játa eitt.. ég sagðist hafa hnerrað svo fast að ég fékk blóðnasir.. ég held það hafi ekki verið ástæðan.. held að ástæðan sé að ég kýldi mig eiginlega þegar ég flýtti mér að taka upp tittsú og setja fyrir nebbann og kýldi hann víst í leiðinni.. Þið fenguð sannleikann!! Ég skal líka viðurkenna það.. ég er algjör klaufi.. eins og að detta af vegasalti beint á andlitið og fá gat í nefið.. fá járnskoflu í hausinn á sér og fá gat á hausinn af því.. Á Gull og Silfur mótinu, í mitt fyrsta skipti sem ég keppti í marki, missti ég boltann í gegnum klofið þegar ég ætlaði að grípa hann þegar var skotið.. en sem betur fer stoppaði boltinn á línunni.. og ég hljóp og náði í hann á línuna og sagði: HANN FÓR EKKI INN
Hrikalega stolt af sjálfri mér (ég var 7- 8 eða 9 ára!!!) En svo fékk ég ömurlegasta markið á mig sem til er í markmannssögu minni; Ég fékk boltann í derhúfuna, og sá ekki boltann, lagaði derhúfuna, og boltinn fór inn
Eeen allir markmenn, meirað egja margmaðurinn í Man Utd gerir mistök..
Kveðja, Róslín ljón!
Athugasemdir
hæ rósla mín.. haha.. Fín síða ;) En ertu þá hætt með folk.is/roslin eða ? ;O
kv.Rakel
Rakel (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 22:03
Fín síða Rósla mín.. en ertu þá hætt með folk.is/roslin ;O ?? en heyrumst;)
Rakel (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 22:05
Hæ hæ Róslín. Vissi ekki að þú værir með svona síðu líka... þú ert aldeilis dugleg í bloggheimum ég nenni varla að halda minni einu síðu uppi ;) hehehe...
En það var sko gaman að skoða myndirnar þínar síðan þú/þið voruð lítil, þarna man ég svo vel eftir ykkur. Þú ert orðin svo stór núna að ég varla þekki þig á myndum ;)
Guðbjörg (IP-tala skráð) 5.5.2006 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.