14.1.2010 | 22:47
Kreppuráð nr. 2 - fyrir nemendur og foreldra þeirra
Kannist þið við að brauðið mygli, hálfur brauðpoki ónýtur, áleggin á heimilinu fara að segja til sín og ávextirnir farnir að taka lit?
Jújú, það var alþekkt á mínu heimili þangað til að ég átti ekki pening til þess að kaupa mér mat í hádeginu í skólanum (og ef þið hugsið eitthvað mjög heimskulegt eins og; þá bara í morgunmat? þá er ég að sjálfsögðu að tala um yfir allan daginn). Í stað þess að fá pening hjá mömmu og pabba þá plata ég mömmu til þess að útbúa samlokur handa mér með í nesti. Ég er B-manneskja og sef alveg fram á ystu nöf og mæti alltaf með baugu í skólann því að ég á svo erfitt með að vakna, þessvegna fær mamma að smyrja.
Þetta er mjög hagstætt því matur fer síður til spillis og það er frekar gróði heldur en tap. Það er alltaf tap þegar maður þarf að henda mat, það vita nú flest allir.
Brauð með epli er mjög gott, sömuleiðis með banana! Ég mæli með svoleiðis, þó er alltaf léttast að fá bara spæjó með, minna vesen að kljást við það á morgnana heldur en að skera epli og banana.
Það er jú kreppa, nýtum allt úr ískápnum og skápunum!
P.s. Ég vissi að ég gæti haldið þessum lið í blogginu aðeins á lofti..
P.p.s. Rafn á afmæli á laugardaginn (16. janúar), hann verður hvorki meira né minna en 17 ára! Til hamingju með það elsku besti Rafninn minn !!
P.p.p.s. Þá vil ég taka það fram að þessi liður í blogginu, "kreppuráð", er bara til gamans og enginn þarf að taka mig alvarlega hvað hann varðar.
Athugasemdir
Þetta eru mjög skemmtilegar hugleiðingar hjá þér. Mér finnst alltaf gaman að lesa það sem þú skrifar. Flott hjá þér!
Anna Sólveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 00:22
Takk kærlega fyrir það Anna Sólveig!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 15.1.2010 kl. 13:02
Húrra fyrir þér. Ég er nú svo gömul að í mínu ungdæmi var mat aldrei hent. En ég veit að unanfarin ár hefur það þótt hallærislegt hjá sumum að borða leifar. Er ekki bara ágætt ef kreppan kennir okkur að nýta matinn.
Sigrún Björgvinsdóttir, 15.1.2010 kl. 20:08
Flott hjá þér. Finnst allt of margir ekki nenna eða hafa lyst á heimasmurðu nesti og eyða því allt of miklum peningum í sjoppufæði sem bæði er óhollara og mun dýrara. Bendi þér á sparnaðarsíðu svona til gamans http://nurlarinn.blog.is/blog/nurlarinn/
, 16.1.2010 kl. 18:31
Mér líkar hugsunarhátturinn
Jóhanna (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 21:33
Leifar og ekki leifar Sigrún, matur er matur! (en þegar hann er farinn að verða gamall og myglaður má nú alveg henda honum..)
takk fyrir síðuna Dagný!
Takk Jóhanna, kom mér ekki á óvart, en ég varð að kíkja í athugasemdakerfið hjá mér til að átta mig á því hvaða Jóhanna þetta væri... þekki nokkuð margar!
Annars er líka sniðugt eins og er í skólabyggingunni (Nýheimum) hjá mér að fara niður til Gauta og Röggu, foreldra Rafns, Gauti er með svona kaffiteríu og Ragga er stundum þar líka, úrvalið vantar ekki þar!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 17.1.2010 kl. 01:22
Ég sé að Rafninn þinn á sama afmælisdag og sonur minn. Til hamingju með gæjann.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.