10.1.2010 | 19:21
Áhugamál unglingsins - ljósmyndir..
Það getur vel verið að ég sé bara barnalegur athyglissjúkur montrass, en þá er ég líka barnalegur athyglissjúkur montrass sem á sér heldur mörg áhugamál. Skóli er því miður ekki meðal þeirra, allavega ekki bækur um eitthvað sem mér finnst erfitt að skilja og finnst hreint út sagt leiðinlegt. Á hrikalega erfitt með að einbeita mér að einhverju leiðinlegu.
Eins og margir vita þá langar mig mest til þess að verða leikkona þegar ég verð eldri, og stefni eins og ég get að því. Ég æfi líka á trommur, ég reyni eins og ég get að spila á trommusettið og held að mér fari fram, ég á líka ukulele gítar, ég mála þegar eitthvað svoleiðs dettur í hausinn á mér, skrifa ef ég þarf að losna við eitthvað, t.d. pirring. Mér þykir ógeðslega gaman að vera uppi á sviði og leika, það er svo krefjandi og ég vill að fólk verði sátt með að hafa eytt peningi og tíma í að horfa á leiksýningar. Ég elska skemmtilega fólkið í kringum mig, fjölskylduna, kærastann, vinina og fólkið í kring.
Ég get líka skemmt sjálfri mér, ruglað fólki saman og verið voða kjánaleg, tókst meðal annars að segja Rafni að Friðrik Þór, sem var hjá Loga hefði leikið í Merrild auglýsingunni og maður sem kom aðeins fyrir í Dumb and Dumber hafði leikið líka í Charlies angels.
En nú ætla ég að taka fyrir í þessu bloggi, áhugamál sem ég er af og til dugleg að rækta, en það er að taka ljósmyndir. Ég ætla að sýna ykkur vinsælustu myndirnar mínar og uppáhalds myndirnar mínar, sem ég hef tekið.
Þetta var fyrsta myndin mín sem ég var VIRKILEGA sátt með og fólk var greinilega sammála, næstvinsælasta myndin mín;
Þessi er í miklu uppáhaldi, tekin hjá Horni, eða þar rétt hjá, fór með vinkonu minni, henni Yrsu að taka myndir af henni;
Þessi er tekin í Óslandi;
Lubbi minn er alltaf í miklu uppáhaldi, og þetta er ein af fáum myndum sem ég er mjög ánægð með hann á, hann myndast ekkert vel annars greyið!
Önnur sólarlagsmynd sem mér þykir vænt um;
Önnur sem mér þykir voða vænt um, vinkona mín hún Bjarney bað mig um að taka myndir af sér á hestbaki, hér er hún með Erpi;
Þessi er tekin uppí Lóni, á fisheye linsu;
Ég fór í Grasagarðinn með Konum og ljósmyndum í hitt í fyrra, við tókum líka myndir af fuglum;
Mynd sem tengist önnu áhugamáli;
Svo getið þið endilega skoðað fleiri myndir á; www.flickr.com/roslinv
Ég ætlaði út að taka myndir í dag, beið endalaust eftir mömmu svo við gætum keyrt einhvert, en þegar hún kom heim þá var búið að dimma svo rosalega. Ég hefði annars getað keyrt okkur, enda með æfingaleyfi!
Eigið góða viku!
Athugasemdir
Fallegar myndir hjá þér Róslín.
Hannes, 10.1.2010 kl. 22:39
Skora á þig Róslín að senda myndir í ljósmyndakeppnir,flottar myndir hjá þér.
Númi (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 22:55
Þetta eru hreinustu listaverk og þetta átt þú svo sannarlega að leggja fyrir þig. Fyrstu tvær myndirnar eru eitthvað sem hvaða háklassa atvinnumaður myndi vera stoltur af. Þú hefur auga fyrir andartakinu og andrúminu, svo ég tylli mér svolítið. Það er ekki öllum gefið. Trúðu mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 23:09
Óslandsmyndina ættir þú hreinlega að geta selt á póstkort. Heillandi mynd. Perfekt.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.1.2010 kl. 23:11
Verulega fínar myndir hjá þér Rósla , ekki ætla ég að gera uppá milli þeirra enda allar þeirra góðar á sinn hátt.
Haltu áfram að mynda .....
Ómar Ingi, 11.1.2010 kl. 00:21
Það er hreinasta unun að skoða svona flottar myndir elsku Róslín, haltu áfram á þessari braut, ég hef trú á þér. Knús í austrið.
Ásdís Sigurðardóttir, 11.1.2010 kl. 12:19
Glæsilegar myndir!
Jens Guð, 11.1.2010 kl. 14:13
Takk kærlega, góða fólk!
Ég skal leyfa ykkur að fylgjast með þegar ég má vera að og kemst í það að taka myndir!
Róslín A. Valdemarsdóttir, 11.1.2010 kl. 23:05
Þú ert snillingur! rosalega skrítin og skemmtileg. Ekki breytast. Sammála Jóni að mynd númer 2 er svakalega flott. Svo táknræn eitthvað.
Garún, 12.1.2010 kl. 12:35
Takk Garún!
Nei ég held að ég ætli ekkert að breytast, hef litla sem enga ástæðu til þess..
Róslín A. Valdemarsdóttir, 12.1.2010 kl. 14:23
Þær eru allar flottar þessar myndir þínar, Rósin mín.
Hef nú stundum farið inn á flickr síðuna þína erum við ekki líka vinkonur þar.
Knús í hús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2010 kl. 08:45
Hæ sæta mín :)
Já ég er sko sammála öllum þeim sem kommentað hafa hjá þér við þessa færslu...
Ég hef líka alltaf sagt þér það að þú ert snillingur, þú hefur virkilega gott auga fyrir ljósmyndun og þú átt sko framtíðina fyrir þér í því. Þú ert listamaður!
Enda stend ég alveg við það að þegar ég kem til Hornafjarðar (næst eða þegar tími gefst ;) að þá langar mig svo að fá þig til þess að taka myndir af börnunum mínum í fallegustu náttúru Íslands - Hornafjörður og nágrenni :)
Knús á þig skemmtilega stelpa.
Guðbjörg Valdís (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 11:21
Takk Milla mín, ég held að við séum vinir þar!
Knús
Takkkk Gugga mín!
Ég skal alveg taka myndir af börnunum þínum þegar þið komið hingað... endilega!
Knús
Róslín A. Valdemarsdóttir, 14.1.2010 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.