Í amstri dagsins - draumar/martraðir...

Ég er ekki berdreymin, og þakka kærlega fyrir það þar sem ég er nógu stressuð manneskja fyrir. En tvisvar hefur mig dreymt einhverskonar heimsókn frá liðnum ættingjum, í fyrra skipti birtist mér langamma mín heitin, Sveinborg Jónsdóttir, og það var allt svo bjart og fallegt í kringum hana, dreymdi þann draum 2007, fann hann skrifaðan og skal leyfa ykkur að sjá;

Draumurinn var um það að ég hitti langömmu og varð svo ánægð, hljóp til hennar og faðmaði. Ég gekk með mömmu og langömmu, við gengum hjá frystihúsi og þar vorum við allt í einu komnar inní hús og þar var skip á floti. Allt í einu vorum við mamma bara hjá afa ( sonur langömmu) og þar fór ég að tala um að hún hefði horfið í dálítinn tíma og birst svo aftur og þá fór afi eitthvað í burtu og mamma var eitthvað að tala við mig um að þetta væri veikt mál. Svo í draumnum á endanum var ég að hugsa útaf hverju langamma hefði dáið og vaknað svo aftur til lífssins eftir nokkurn tíma og svo dáið aftur. ( Sem gerðist ekki í alvöru)

Hann er orðréttur frá árinu 2007, tvö og hálft ár síðan.

Seinni drauminn dreymdi mig í fyrra, um frænku sem var nýfallin frá og ég hitti hana í draumnum, og það sem mér fannst svo sérkennilegt var það að hún sagðist verða að fara að leggja sig. Fer ekki nánar út í þann draum nema fyrir einhvern sem getur sagt mér eitthvað um hann.

Ég var í bæði skiptin mjög ánægð þegar ég vaknaði að hafa hitt þessar tvær góðu konur í draumi, og vona svo sannarlega að ég muni hitta þær aftur þar.

Fann þetta á Draumur.is undir Dauðinn:

Að dreyma látinn ættingja eða náinn ættingja og spjalla við hann getur verið tákn um að þú þurfir að takast á við vissa hluti úr einkalífinu sem gætu orðið sárir. Þó fer það nokkuð eftir orðum hins látna eða nafni hans.

En þá langar mig einnig að segja frá draumum sem eru eiginlega bara martraðir, ég hef oft, alltof alltof oft undanfarið eitt og hálft ár dreymt ýmist það að ég sé að rífa útúr með tennur eða að ég bíti svo fast að tennurnar brotni og ég hræki þeim í lofan á mér hálfum. Mig er farið að dreyma þetta svo oft að ég get vaknað uppúr drauminum sjálf og athugað eftir að hafa athugað í drauminum hvort að tennurnar séu ekki allar heilar og enn uppi í mér.

Í gærmorgun vaknaði ég um 7 vegna þess að mig dreymdi akkúrat að ég hafi bitið svo fast saman að tennurnar brotnuðu vinstra megin niðri, aftari tennurnar. Í nótt vaknaði ég um 5 vegna þess að mig hafði dreymt að ég hafi rifið fremsta jaxlinn og þriðja úr mér, það blæddi ekki úr gómnum né neitt, og svo var ég að athuga með tungunni og þá fann ég bara góminn en svo vaknaði ég og athugaði betur. Í gær gat ég ekki sofnað aftur en lá uppi í rúmi þangað til hálf 8, en sem betur fer tókst mér að sofna í morgun.

Mig hefur dreymt svipaða drauma örugglega yfir 20-30 sinnum síðastliðið eitt og hálft ár. Og ég fann þetta á Draumur.is:

Tennur

Hvítar, fallegar tennur í munni þínum eru fyrir hamingju og góðri stöðu. Séu tennur þínar mjög misstórar og óeðlilegt bil á milli þeirra, boðar það ágreining og deilur. Að missa tönn er fyrir vinamissi og ef blæðir eftir tannmissi eða þú sérð eftir tönninni er það fyrir ástvinamissi. Séu tennur þínar lausar merkir það veikindi. Að hitta einhvern með gervitennur er fyrir nýjum vinum, ef þær eru hvítar og fallegar reynast vinirnir traustir.



Mig vantar betri upplýsingar um þessa drauma, þætti vænt um ef einhver gæti sagt mér eitthvað.


Annars eru jól í Eþíópíu í dag, ætla því að deila hér með ykkur heimasíðu hljómsveitar sem eþíópískur heimshornaflakkari sem ég þekki ágætlega er meðlimur í. Hann bað mig um að safna fyrir sig íslenskum aðdáendum! Svo ef þið hafið brennandi áhuga á tónlist, þá er hér eitthvað sem þið heyrið ekki á hverjum degi.. gjöriði svo vel og góða helgi!Smile

http://4epeople.tumblr.com/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Draumar tákna ekkert... ekki vera svona utan gátta, draumar eru draumar.. þeir eru ekki framtíðarsýnir eða tákn um að eitthvað eigi að gerast ssvona eða hinsegin

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:05

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Finnst þér ekki leiðinlegt að trúa ekki á neitt? ekki einu sinni að draumar geti þýtt eitthvað?...

Það er allt í lagi að vera jarðbundinn, en ekkert gaman að því að vera of jarðbundinn!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 8.1.2010 kl. 18:14

3 Smámynd: Ómar Ingi

Við erum ekki til við erum Draumur.

Ómar Ingi, 8.1.2010 kl. 21:30

4 identicon

Tanndraumar eru hrikalega algengir, en fólk viðurkennir það ekki því það er hrætt við að tala um drauma almennt ! En persónulega hefur mig  dreymt tanndrauma oft áður, síðast fyrir ca. 2 árum síðan, en núna eru þeir draumar að byrja aftur :(

Og síðustu nótt dreymdi mig að nánast allar tennur væru lausar í mér, og ég væri að rífa þær úr mér (sérstaklega jaxlana, því ég gat ekki lokað munninum almennilega)  en ekkert blóð var þar á ferð, eins og áður hefur verið hjá mér síðast þegar mig dreymdi svona viðbjóð !!!

En tanndraumar eru almennt ekki fyrir góðu, því miður... því margir dreyma slíkt áður en nákomnir veikjast eða deyja hreinlega... !!

Viskan (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 22:58

5 identicon

Finnst mér ekki leiðinlegt að trúa ekki á hjátrú og old wifes tales.. nei, raunveruleikinn er svo miklu skemmtilegri og áhugaverðri en eitthvað yfirnáttúrulegt rugl...

Heldur þú virkilega að þú getir séð framtíðina með einhverjum draumi í hausnum á þér... neibbs, það er ekki þannig.
Þó svo að einhverjum dreymi eitthvað sem síðan gerist... þá táknar það ekkert, það eru milljarðir manna sem dreymir ... það liggur í hlutarins eðli að einhver þeirra mun dreyma eitthvað sem síðan gerist.. rétt eins og einhverjir munu vinna í lottó, rétt eins og að stjörnuspá mun eiga við einhvern í ~réttu hlutfalli við hversu margir lesa spána.

Þannig er þetta bara.. .farðu að spá í alvöru hlutum í raunveruleikanum

DoctorE (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:42

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Þá er ég martröð Ommi....

Mér þykir einmitt ótrúlega skrýtið Viska, að í öll þessi skipti hefur aldrei blætt. Ég hef ekki orðið fyrir miklum missi svona síðasta eina og hálfa árið, á þó ekki mikið af vinum, þá getur það ekki táknað það þar sem að það skiptir engu máli hvað þetta varðar núna. Fáir ættingjar hafa fallið frá (sem betur fer, þau væru óvenjumörg ef það myndi rætast í hvert skipti sem mig dreymdi svona..)..

Ég vek sjálfa mig alltaf þegar ég er nýbúin að hrækja tönnunum útúr mér eða taka þær út, sem betur fer..

Trúirðu þá ekki á að draugar séu til DoctorE?

Ég get bara ekki trúað því að það sé svo skemmtilegt að trúa bara á það sem þú getur snert. Það getur ekki verið spennandi að geta bara hugsað um þær staðreyndir sem eru og verða alltaf - geta ekki trúað sögum annarra um drauga, drauma eða hindurvitni. Af því þú getur ekki staðfest það með vísindum.

Ég elska samt vísindi, svona almennt og tengist náttúrunni og þeim sem lifðu hér áður en við. Ef ég sé t.d. eitthvað um fornleifar hér á Íslandi reyni ég að lesa mig vel um það - og vildi helst taka þátt í því ef ég mætti og gæti.

Geri mér fyllilega grein fyrir því að öllum dreymi, sumir upplifa það bara of oft svo það geti verið tilviljun um eitthvað sem mun gerast og gerist.

Þú heldur ekki í barnið í þér DoctorE og það er ekkert sniðugt að vera bara þröngsýnn og geta ekki verið svolítið opinn fyrir öllu og leyfa þér að trúa...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.1.2010 kl. 01:43

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Draumar geta verið af mörgum meiði. Stundum dreymir mann það sem er í huga manns og það verður að einhvers konar súrealískum farsa.

Stundum dreymir mann að tennur séu að detta úr manni, vegna þess að áhyggjur eru að tanndraumar séu slæmir!!!.. 

En auðvitað koma draumar stundum á óvart. Talað er að dreyma fyrir daglátum, og þá hreinlega gerist nákvæmlega það sem fólk dreymir. Það hefur komið ótrúlega oft fyrir mig. 

1) Dreymdi ég sat og braut gleraugun mín. Daginn eftir brotnuðu þau (ekki af eigin völdum) 

2) Dreymdi að maðurinn á efri hæðinni væri að mála húsið með hvítri málningu.   Morguninn eftir mætti ég honum með málningarfötu með hvítri málningu og pensil, þá hafði málningarfatan sprungið um nóttina og málning farið upp úr og út um allt á kjallaragólfinu. 

Merkileg "Tilviljun" það.. 

Hvað skyldi DoctorE segja um allar frásagnirnar í kringum Goðafoss-slysið. Þar sem fólk fékk viðvaranir í draumi o.fl.  Það kom ansi margt spúkí fram í þeirri heimildarmynd. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 9.1.2010 kl. 09:28

8 identicon

Á ég að fara að halda í barnið á mér með að fíla hjátrú og draugasögur.. hvers vegna farið þið ekki í leikskóla með smábörnum :)
Mér bara finnst ekkert gaman að því að trúa á vitleysu, sé ekkert skemmtilegt við það.

Frásagnir eru frásagnir Jóhanna... mig hefur dreymt að ég lendi í flugslysi fyrir flug.. þar sem ég fíla mig ekki í flugvélum.. samt hef ég farið í flugið og ekkert gerst... það gæti hæglega gerst að mig dreymi svona.. missi síðan af fluginu.. og tek svo þá vitlausu ákvörðun að mig hafi dreymt fyrir þessu.
Fólk er fólk.. með goðafoss gæti vel verið að einhver hafi misst af skipinu vegna þess að menn voru að sukka... svo sekkur skipið og menn segja: Já mig dreymdi þetta og því sleppti ég ferðinni.. BANG þessi manneskja er berdreymin... bla bla bla
Draumar eru vitleysa krakkar.. verið nú ekki svo hrifin af sjálfum ykkur að þið teljið ykkur sjá fram í tímann :)

DoctorE (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 11:39

9 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég held að ég sé ekki hrædd við þessa drauma Jóga, finnst bara svo ótrúlega furðulegt að dreyma þetta aftur og aftur og aftur, nema við mismunandi aðstæður, bara í miðjum draumi. T.d. var ég að labba í gegnum búð sem var ótrúlega skrýtin, það var blár himinn og grasið grænt og ég gekk á svona gangstétt sem var voða sæt á grasinu og svo var allt svo furðulegt í búðinni (já búðin var úti..)... ég man ekki hvernig þetta var í fyrri nótt og dreymdi ekkert sem ég man núna í nótt!

Mér finnst magnað með hvítu málninguna, að hún hafi sprungið um nóttina!

Er til heimildarmynd um Goðafoss-slysið? Ég hef annað hvort verið lítil, ekki tekið eftir eða ekki til þegar það gerðist. Ég verð að lesa mig til um þetta!

Ég gæti vel unnið þar DoctorE, það er staður þar sem hugmyndarflug fær að leika lausum hala og börnunum er iðulega ekki gert grein fyrir því að þau eigi að mótast samkvæmt samfélaginu. Þar væri sko endalaust gaman að vinna! Svo fannst mér alltaf gaman í leiksskóla, kingdi m.a. stórri perlu þar og datt á andlitið af vegasalti, þá fékk ég stein í gegnum nefið og var eiginlega afmynduð... annars var gaman!

Hvað ætlarðu að gera ef þig dreymir svo eitthvað og það gerist, t.d. með flugslysið?
Ég væri til í að sjá eða lesa eitthvað um Goðafoss, fólk notar ekki svona hvíta lygi þegar að fólk deyr og segir bara svona... ég myndi örugglega ekki fara ef mig myndi dreyma eitthvað svona því ég yrði bara rosalega hrædd (get orðið hrikalega hrædd við mjög margt..)

Sumir draumar eru vitleysa, en ekki allir...

Róslín A. Valdemarsdóttir, 9.1.2010 kl. 12:43

10 identicon

Að trúa því að draumar séu raunverulegir er klárlega eitthvað sem hefur hamlandi áhrif á líf þeirra sem á þá trúa... plís ekki vera að láta svona rugl hafa áhrif á líf ykkar krakkar.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband