Færsluflokkur: Matur og drykkur

Ómótstæðileg kaka

p2110624.jpgDagurinn var tekinn með þvílíku trompi og prakti. Vaknaði um kl. 11.00 og byrjaði að klæða mig. Fór í foreldraviðtal og var með ágætis einkannir barasta. Sat svo dágóða stund heima í tölvuni að vanda, Eva kom svo í heimsókn til mín og við biðum eftir að mamma kæmi heim með efni í köku. Við tókum þennan langa tíma í að baka þessa blessuðu köku, og skemmtum okkur bara vel. Þegar kom að því að borða hana vorum við ekki jafn ánægðar með útkomuna og okkur gekk vel, ótrúlega sterk súkkulaðikaka sem ég mæli alls ekki með, fyrst ég get ekki einu sinni borðað hana. En hún var samt ekkert smá flott, bara eins og einhverjir meistarar hefðu verið að skreyta hana, reyndar gerði ég það, og Eva setti kremið á hana.
Er búin að vera frekar þreytt í dag þar sem ég fékk ekki alveg svefninn minn, sofnaði frekar seint sem er bara vont. Eins og frænka mín sagði við mig, það er óhollt fyrir mann að fara að sofa á ókristilegum tíma. Það er nokkuð vel tekið til orða, reyndar líður mér best á kvöldin, er oftast í langbesta skapinu þá. Var einmitt að stríða þessari sömu frænku minni, segja henni að ég ætti afmæli á morgun, en hét samt að það væru 190 dagur í afmælið mitt, og hún spurði nú bara hvort ég væri nokkuð fullShocking . Tökum það til greina að ég spái ekkert í þá hlutina, og er ekki byrjuð að drekka eða neitt í þá áttina ykkur til mikillar fyrirmyndarWink
En náttúrulega á ég og þið öll afmæli á morgun, verðum öll deginum eldri, og það er afrek þannig séð.
Jæja einn klukkutími og korter í fund og ég ekki alveg ákveðin hvort ég eigi að skella mér eður eigi, ég er ekkert sjarmerandi þegar að komið er að söngnum ástkæra. Reyndar er þetta nú Rocky Horror svo það getur nú ekki verið algjör "horror" að ég fái að vera meðBlush , ætla að taka Evu með mér á þetta ef hún verður nú ekki sofnuð greyið atarna.

Ætla að finna mér eitthvað sem er gott á bragðið og heitir ekki kaka.

KNÚSHeart

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband