Færsluflokkur: Spaugilegt

Hugleiðingar Róslínar - dagbókarfærsla..

Sko, ég hugsa ótrúlega oft útí það hvernig það er að vera ég, hvernig ég er, og hvernig ég vil vera. Ég get oft svekkt mig á því hvernig ég er, hvernig ég læt og hvernig ég læt ekki. Ég hef líka oft og margsinnis hugsað út í það, eða reyndar í fyrsta skipti áðan, hvernig ég get verið svona ótrúlega ólík fjölskyldunni minni, en samt svo ótrúlega lík þessu skrítna fólki (er þá að tala um mömmu, pabba, systur, bróður og auðvitað hundinn..). Hinir ættingjarnir eru aðeins skrítnari... flestir.
Ég er skyldust hundinum hvað háraliturinn varðar, pabba mínum hvað augabrúnirnar varðar, og skemmtilega húmorinn okkar. Líkist mömmu, vaxtarlagið hans pabba. Reyndar kemur háraliturinn frá langömmu minni heitinni eins og flestir ættu að vera búnir að ná. Hendurnar eru klárlega frá báðum foreldrunum, en veit ekki hvaðan ég fæ svona grannar hendur, en svo þykka handleggi.. eða hvað sem þetta heitir alltsaman. Hæðin, ef hæð má kalla, er örugglega bara spesjalí meit for mí, þar sem ég er hæsti kvenmaðurinn, ef mamma, Sædís, Linda frænka, amma Rósa og amma Adda eru taldar með. Þarf ekkert að fara vel yfir pabba ætt því þar eru þær bæði hávaxnar og lávaxnar!

Augun koma frá pabba, sko hvað þau eru langt inn, eða því held ég allavega fram. Hvað ég get étið kemur líka frá pabba, en það að ég sé sólgin í súkkulaði kemur frá mömmu..

En það er kannski ekki alveg það sem skiptir máli, það sem aðallega skiptir máli er hvað býr innra með manni, og ég hef nú alltaf trúað á það, þar sem ég er þekkt fyrir að vera löt fyrir að halda upp á útlitið. Líkist oft algjörri druslu, nei ekki slíkri druslu, heldur fatalufsudruslu.
En það sem býr innra með mér er ég sjálf, og reyndar líka hvernig ég er, hvað fötin varðar. Ég fékk fullt af nýjum fötum í jólagjöf svo þetta dugir þangað til ég fer á útsölur í bæinn!
Nei ég verð að halda mér við efnið, afsakið mig, ég er að tala um mig sjálfa, ég er farin að hallast að því, þar sem systkini mín segja það oft, eða kannski ekki oft, en stundum. Hvort ég sé ekki alveg örugglega bara ættleidd... rauðhærð, og vill verða listamaður, í hverju, leiklist helst, en ljósmyndun og málning er skemmtilegt líka. Systir mín að læra félagsfræði og bróðir minn smíðar. Mamma vann í frystihúsi, nú sem skólaliði, pabbi var kokkur á sjó en núna vinnur hann fyrir Íþróttafélagið Sindra. Júbb, ég bara hlýt að vera ættleidd!

Ég ósjálfbjarga manneskjan, virka sjálfbjarga, kem eins og ég er fram við alla, feimin við suma, þoli ekki einhverja, en almennileg við langflesta... stundum örlítið pirruð týpa.

Æji, eftir alltsaman er ég bara dóttir foreldra minna, þessi skrítna, stelpan sem sagðist einu sinni ætla að verða Akureyringur þegar hún yrði stór. Hætti því þegar hún var 12 ára, ætlaði þá að verða leikkona og ætlar sér enn. Sagðist ætla fyrst í framhaldsskóla, svo í Kvikmyndaskóla Íslands, og þar á eftir að verða Forseti Íslands. Hver veit... kannski geri ég ekkert af þessu... en ég vona, að ég verði þessi sem allir munu minnast með virðingu og bros á vör, og að fólk muni líta upp til, en ég ekki niður til. Ég ætla að verða fræg, en samt alltaf koma fram eins og ég er.

Eitt er víst, ég ætla ekki að verða fótboltakona, en held samt alltaf uppá Þóru B. Helgadóttur.

Kannski dey ég á morgun. En ég vil það ekki sko, en kannski, hver veit. Þetta er allt skipulagt og staðfest. Hvernig og hvenær veit ég ekki, en eitt veit ég að ég ætla að ná mínum 118 árum sem ég á inni.  Ég get, ég vil, ég skal, ég get!


Þessi færsla er í boði bankanna, um allt og ekki neitt og óyfirfarin..
Og nei, ég drekk ekki, né neyti vímuefna eða neitt svoleiðis, stundum næ ég bara hámarki ruglunnar!

Gullmolar úr gömlum bloggum partur 3!

Ég vil byrja á því að þakka ykkur mínar kæru bloggvinur fyrir að hafa trú á mér í þessu verkefni. Ég vona svo sannarlega að þetta séu mín örlög, en maður veit aldrei, margir krakkar hafa eflaust skráð sig svo að það er ekki við miklu að búast.

Þar sem það er sunnudagur tileinka ég honum Gullmolablogginu mínu, númer 3.

26.02.2007 23:12:53 / Róslín Alma

Fróðleiksmoli dagsins: Krakkar nota mjög svo oft "d" í staðin fyrir "t" í orðinu sæt/ur. efað það er sagt ,, sæd/ur " þá er þýðingin við ,, Sæd " sæði á dönsku.


Ég skal semja sögu fyrir ykkur :haha:

Einu sinni var lítil stúlka að nafni Anna. Anna var mjög fjörug og kát stelpa sem barn. Þetta skeði árið sem hún varð 11 ára. Hún hafði átt svo æðislega æsku. Hún var ein af tveimur börnum foreldra sinna. Þennan dag skeði hrikalegt slys. Anna var með vinkonum sínum á þessum fagra laugardegi úti í búð að kaupa sér ís í sólskyninu. Þetta var árið 1923. Þær voru á hjólum og voru nokkrar saman. Þær voru ekki komnar langt með ísinn, þar sem þær þurftu að reiða hjólin við hlið sér. Ísinn lak á skó Önnu. Anna var ný búin að fá þessa skó frá ömmu sinni sem hugsaði alltaf svo vel um Önnu. Anna varð rosalega áhyggjufull en náði svo ísnum af skónum. Þær voru að ganga niður langa götu, gengu fram hjá skotum. inní nokkrum skotum voru gamlir vinnumenn búnir að koma sér fyrir. Anna hélt að afi hennar væri þarna einhverstaðar og horfði vel í kringum sig í þeirri eftirvæntingu að sjá afa sinn, því hann var ekki búinn að láta vita af sér síðan fyrir tveimur dögum. Hún fann hann hvergi, en var ekkert eftir það að búast við einhverju.
Þær gengu til vinstri þar sem var slétt gata. Í einu skotinu sá hún þar afa sinn sem var í óðaönn að reita fiður af hænum. Hún lagði hjólið niður, og hljóp til afa síns, en þegar hún var í þann veginn að stökkva í fangið á afa sínum, greip hana lögregluþjónn. Lögregluþjónninn reyndi að tala Önnu til sem hágrét og sparkaði í hann. Hún heyrði lögregluna vera að segja að afi hennar þyrfti að vera þarna því vondir menn leituðu af honum, vegna þess að þeir fengu ekki vagn sem afi hennar hafði verið að basla við á réttum tíma og vildu fá það endurgreitt. Afi hennar átti ekki mikinn aur og var gamall lögregluþjónn, þannig lögreglan passaði að enginn kæmi og tæki hann. Anna lofaði að segja engum manni frá þessu og sá að stelpurnar voru búnar að ganga svolítinn spöl frá. Anna hljóp á eftir þeim með hjólið.
Þær sáu rosalega fallegan hestavagn og brúnleita hesta fara fram hjá nokkuð oft. Þetta voru mennirnir sem voru að leita að afa Önnu. Anna vissi ekkert um það og hélt áfram með stelpunum. Þegar þær voru komnar á litla krossgötu, fór hestavagninn voðalega hægt framhjá og Önnu fannst þetta voðalega skrítið. Svartklæddur maður stökk útúr hestvagninum og greip Önnu og tók hana með sér í hestvagninn. Enginn var þar á ferð nema vinkonur Önnu sem kölluðu og kölluðu á hjálp. Þegar fólk var komið í kringum þær trúði enginn að þær væru að segja satt.
Anna var nú komin á einhvern stað sem hún þekkti ekki og vissi ekkert hvað um væri að ræða. Svartklæddir menn umkringdu hana og sögðu henni að segja hvar afi hennar væri en hún sagði þeim það ekki. Hún lét ekkert á sig bugast. Hún þagði eins og steinn.
Svartklæddu mennirnir hótuðu henni að efað hún myndi ekki segja þeim hvar afi hennar væri myndu þeir lífláta hana. En allt kom fyrir ekki, það heyrðist ekki eitt múkk í Önnu.
Enginn hafði séð Önnu eftir þetta þennan dag.
Daginn eftir hófst leit, lögreglan fann þau í einum kofa við hafið. Það var tekið svartklæddu mennina fasta og afi Önnu var óhult. Anna hafði lifað þetta af og þegar hún sá afa sinn hoppaði hún í fangið á honum og grét og grét..


20.02.2007 22:52:53 / Róslín Alma

Annars var ég ekki búin að setja æðislega klaufaskapinn í mér inná Veraldarvefinn. Þannig hér kemur smá skrítla:
Ég var nýkomin úr smíði út í bakarí og var að fara að setjast við borðið hjá krökkunum og Óskar vildi ekki færa fæturnar og ég var búin að biðja hann frekar oft um það. Ég sparkaði laust í hann (var orðin geðveikt pirr sko) og tróð stólnum, setti óvart einn fótin á stólnum rétt fyrir ofan stóru tána og HLAMMAÐI mér í orðsins hinstu merkingu!! og er öll blá og marin eftir það..
Tala nú ekki um þegar ég datt af vegasaltinu og tognaði í höndinni:P



Nokkur vel valin svör úr spurningaflóðinu sem ég lét inn einu sinni;


19.02.2007 22:32:45 / Róslín Alma


Ertu með stórar varir? Frekar litlar heldur en stórar ..

Ertu með upphandleggsvöðva? hvar er hann?? held það annars..

Uppáhalds Idol-keppandi (frá byrjun): Seríu 1: Anna Katrín, Seríu 2: Margrét Lára og Lísa Sería 3: Gugga Lísa og Nana :)

Uppáhalds dýr sem er ekki til á Íslandi: Ljón að sjálfsögðu ;)

Hver vina þinna er með mestu táfýluna?  Óskar eða Yrsa..


16.02.2007 19:24:25 / Róslín Alma

Vaknaði í morgun með tilhlökkunina í maganum til að sýna Rafni myndirnar sem ég setti á Sólrúnu mína (iPodinn minn).. held að honum hafi "hlakkað" mikið til :lol: Einhverjar eldgamlar myndir af mér lítilli algjörri bollu ( Var kringlótt fyrir 4 árum )!!


Minningarblogg um langömmu mína heitna
Heart

13.02.2007 11:21:33 / Róslín Alma


HeartAnnars er eitt sem gerðist á þessum degi fyrir tveimur árum, og steypti mér allveg á koll. Ég er rosalega leið yfir þessu og vonandi bara fer maður upp til himna. Langamma mín Sveinborg Jónsdóttir heitin dó í friði þennan dag. Og ætla ég að skrifa hérna smá um hana og vonandi les einhver þetta og tekur eftir hvað mér þykir og þótti óskaplega vænt um þessa konu.

Sveinborg Jónsdóttir fæddist 25. nóvember 1919. Hún var ein af 5 alsystkinum og átti 4 systkin samfeðra. Hún var hjá fósturforeldrum sem hétu Jón Helgi Ingvarsson og Helga Jónsdóttir. Hún langamma mín var hörkukvennmaður og finnst mér að allir kvennmenn ættu að líta upp til hennar. Hún var ein af stofnefndum íþróttafélags Selfoss og kvennasambands Selfossar ( ég er ekki viss hvað það heitir ). Hún eignaðist fyrsta barn sitt árið 1937 og var send til Bretlands til að fæða það. Það barn er hann afi minn Axel Þór Lárusson. Síðan kynntist hún manni að nafni Jón Líndal Franklínsson og eignaðist með honum þrjár dætur. Í aldursröð; Oddrún Helga, Andrea Sigríður ( Betur þekkt sem Andrea Jónssdóttir útvarpskona á Rás 2) og Ásrún Jónsdætur. Ég kallaði Jón alltaf langafa minn, þekkti hann ekki sem neitt annað. Hann dó árið 1999.
Ég man vel eftir því þegar Jón var í öndunarvél heima hjá þeim langömmu og langamma spurði mig hvort mér þætti þetta skrítið, því ég horfði rosalega mikið á Jón.
Ég hélt rosalega mikið uppá langömmu, alltaf, þótt við sögðum henni ekki að gefa okkur neitt, var alltaf eitthvað á borðinu hjá henni sem manni þótti gott, og stundum gaf hún manni ís með í nesti. Ég man eftir því að ég og Sædís systir lágum stundum inní gestaherberginu og litðuðum. Stundum skoðaði ég myndirnar á veggjunum og kommóðunum.
Langamma mín var með rautt sítt og þykkt hár. Og má segja að hárið hennar sé núna hárið mitt, afi gaf mér mynd af henni með síða hárið og smá lokk úr hárinu hennar, og ég skoðaði það betur. Og hárið var allveg eins á litinn og mitt. Mér þykir afar vænt um það.
Ég fór í nóvember minnir mig í fyrra til að setja blóm á leiðið með Axel og brast í grát, vegna þess að ég fékk þennann fiðring sem ég fékk í jarðaförinni. Ég grét og grét, og fannst eins og ég gæti ekki farið. En þegar ég fór að grafreitnum sá ég hvað þetta var rosalega fallegt.
Heart

01.01.2007 05:56:15 / Róslín Alma


Sit hérna eins og klessa, með galopin augun og ekkert farin að syfjast..
Langar helst að fara að grenja útaf því ég sakna Rafn svo mikið:cry: Hvenær kemuru Rafn minn?
Á eftir að hlaupa til hans þegar hann kemur úr bænum, og faðma hann endalaust!!:^)

Það eeeeer: Borða hollann mat ( s.s. alltaf það sem er í kvöldmat, nema hakk, kjötbollur og hrossakjöt). Borða bara nammi á laugardögum, nammipeningurinn má bara vera a.m.l. 200 krónur.. ATH að mesta lagi!
OOOg, hætta að drekka gos nema á föstudögum, þá er smá undantekning því þá er pítsa :lol:
Og líka: BANNAÐ AÐ DREKKA SVALA!
Og eitt í viðbót: kaupa mér nokkra peningabauka, labba úti með Lubba í staðinn fyrir að mamma þurfi að gera það, og fá svona syrka 200 krónur fyrir göngutúrinn og setja það í baukinn..
Og annað: bæta upp þolið mitt, og hætta að fá hausverk, og standa mig betur í að mæta á fótboltaæfingar :^)

Stytting á áramótaheitinu: Léttast um amk 5 kíló ( s.s. láta bumbuna framaná bókstaflega KVERFA. Þá verður svona minningarathöfn því ég hef alltaf verið með bumbu frá því ég man eftir mér, Þórdís var alltaf að stríða mér)
Hætta að drekka mikið gos og svala: SÝRAAAAAAAA og ég er svo hrædd um tennurnar mínar!!
Sparibaukur og Lubbs: náttúrulega græðir maður hreyfingu og pening.
Peningar: TROMMUSETTTTTTTTTTT!!!!!!!!!!!!!!

Nohh! Eitt heitið stóð yfir, ekkert tókst, en ég fékk trommusett í ár!


30.12.2006 18:53:46 / Róslín Alma

Minningar á árinu..

Nokkrar af bestu minningunum;

 Ég fór á Idol með Salóme og Rakel og hitti Idolið mitt þá hana Guðrúnu Láru a.k.a. Nönu.
Ég kynntist yndislegustu manneskju sem ég veit um, og fór í heimsókn til hennar með Salóme ( Er s.s. að tala um Guðbjörgu Elísu a.k.a. Guggu Lísu)
Við stelpurnar í 4. flokki urðum Íslandsmeistarar í 7 manna bolta í sumar :) Og segi ég ykkur stolt, við töpuðum ekki einum leik, unnum alla :)

  • Ég varð ÁSTFANGIN!! og ástin var endurgoldin:^):^)

  • Ég eignaðist minn fyrsta kærasta að nafni Rafn Svan Gautason og hann er sko það dýrmætasta sem ég á!!


Jæja, mér finnst vera komið gott í dag, nóg af lesefni fyrir ykkur elskurnar mínarLoL !

KnúsHeart

Endum á tveimur  góðum myndum;


Að skammast sín fyrir mann sjálfan, kemur fyrir besta fólk einhvern tíma!


Mjög gaman að segja frá því, að ef það væru tvær ég í viðbót, þá værum við tveimur of margar!


Ómótstæðileg kaka

p2110624.jpgDagurinn var tekinn með þvílíku trompi og prakti. Vaknaði um kl. 11.00 og byrjaði að klæða mig. Fór í foreldraviðtal og var með ágætis einkannir barasta. Sat svo dágóða stund heima í tölvuni að vanda, Eva kom svo í heimsókn til mín og við biðum eftir að mamma kæmi heim með efni í köku. Við tókum þennan langa tíma í að baka þessa blessuðu köku, og skemmtum okkur bara vel. Þegar kom að því að borða hana vorum við ekki jafn ánægðar með útkomuna og okkur gekk vel, ótrúlega sterk súkkulaðikaka sem ég mæli alls ekki með, fyrst ég get ekki einu sinni borðað hana. En hún var samt ekkert smá flott, bara eins og einhverjir meistarar hefðu verið að skreyta hana, reyndar gerði ég það, og Eva setti kremið á hana.
Er búin að vera frekar þreytt í dag þar sem ég fékk ekki alveg svefninn minn, sofnaði frekar seint sem er bara vont. Eins og frænka mín sagði við mig, það er óhollt fyrir mann að fara að sofa á ókristilegum tíma. Það er nokkuð vel tekið til orða, reyndar líður mér best á kvöldin, er oftast í langbesta skapinu þá. Var einmitt að stríða þessari sömu frænku minni, segja henni að ég ætti afmæli á morgun, en hét samt að það væru 190 dagur í afmælið mitt, og hún spurði nú bara hvort ég væri nokkuð fullShocking . Tökum það til greina að ég spái ekkert í þá hlutina, og er ekki byrjuð að drekka eða neitt í þá áttina ykkur til mikillar fyrirmyndarWink
En náttúrulega á ég og þið öll afmæli á morgun, verðum öll deginum eldri, og það er afrek þannig séð.
Jæja einn klukkutími og korter í fund og ég ekki alveg ákveðin hvort ég eigi að skella mér eður eigi, ég er ekkert sjarmerandi þegar að komið er að söngnum ástkæra. Reyndar er þetta nú Rocky Horror svo það getur nú ekki verið algjör "horror" að ég fái að vera meðBlush , ætla að taka Evu með mér á þetta ef hún verður nú ekki sofnuð greyið atarna.

Ætla að finna mér eitthvað sem er gott á bragðið og heitir ekki kaka.

KNÚSHeart

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband