Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
19.4.2009 | 20:07
Stjórnmála-, skútu- og almennt blogg!
Ég er eiginlega alveg mát. Mig langar ekki til að skrifa um neitt, en samt langar mig til að skrifa um allt.
Það er eitt sem fer virkilega í taugarnar á mér, stjórnmálaflokkar, ekki vegna fólksins eða stefnu þeirra, heldur hvað stefnurnar eru óskýrar. Og stefnuskráar allra flokka svipaðar, einn flokkurinn vill aðgang í ESB, einu sinni vildu megnið af hægri flokkunum ganga í ESB, en ekki lengur.
Ég myndi algjörlega standa á krossgötum ef ég mætti kjósa, en ég myndi taka einhverja afstöðu, er eiginlega fegin því að þurfa ekki að taka þessa afstöðu. Þar sem maður sér engan veginn fyrir endann á stefnuskrám flokkanna og hverju þau lofa sem mun bara fljúga með vindinum seinna meir. Allir flokkarnir komast upp með þetta, lofa loforði sem er engan veginn hægt að egna. Draumkennd loforð ættu þau að kallast.
Stjórnmálamenn standa með sínum flokki en falla fæst, þau eru of ánægð með sjálfa sig að þau trúa því ekki að eitthvað sé á þeirra ábyrgð og er þeim að kenna. Þau standa og benda á hvort annað, svo endar með því að einhver einn þarf að taka á sig alla sök.
Að allt öðru, þá hef ég aðeins heyrt í þyrlum í dag og í nótt, skildi hvorki upp né niður, magnað hvað allt fer fram hjá manni. En ég ætla að gerast sannur Hornfirðingur og vera stolt af því að þetta sé að gerast hér og ætla að gera þvílíkt úr þessu... bara seinna!
Annars var páskafríið mitt ágætt, átti yndislegan dag með Rafni, tók fullt af myndum, fór einu sinni á hestbak með Bjarney og út að taka myndir af Yrsu!
Núna erum við mamma farnar að ganga upp Almannaskarðið og út að hjóla, voða stuð.
Ég veit upp á mig sökina, hve löt ég er að blogga getur enginn afsakað. En ég get afsakað mig út komandi viku, á morgun verður ströng leikæfing, á þriðjudaginn sýnum við hér á Höfn, út í Mánagarði og hvet ég sem flesta sem misstu af sýningunni að koma og sjá. Ef mér skilst rétt þá kostar 1000 kr. á þessar tvær sýningar hjá okkur, sem eru kjarakaup!
Á fimmtudaginn höldum við austur á Egilsstaði á leikhátíðina Þjóðleik og sýnum þar og kynnumst krökkum, horfum á leikrit og fáum gagnrýni að ég held á okkar verk, bara stuð.
1.10.2008 | 19:12
Hvað er að gerast á Íslandi?
Mamma lá uppí sófa brosandi með lesgleraugun sín, og ég sat einmitt inni í eldhúsi sötrandi á mínum súkkulaðibúðing, heyrði þessi læti frammi í sjónvarpinu og hlustaði með aðgæti og brosti af og til - Agnes er sko með munninn fyrir neðan nefið!
Hvert er Ísland að fara í dag? fjandans?.... Ísland í dag!
Nú vil ég fá vandamálið sjálft í vandamálinu - hvað í ...... er að gerast? Ég bara skil ekki upp né niður, hliðar eða á ská, og ekki fer okkur fram, það er það eina sem ég veit!