Færsluflokkur: Bloggar
29.10.2008 | 21:22
Bless, bless sveit!
Við fengum miða á fyrstu leiksýninguna mína í alvöru leikhúsi, jú, þið heyrið rétt, framtíðarleikkonan hefur aldrei stigið inn fyrir hússins dyr í alvöru leikhúsi!
Svo það sem ég hlakka alveg jafn mikið til, er leikurinn á morgun, Ísland - Írland. Fyrsti kvennaleikur sem ég fer á hjá íslenska landsliðinu í fótbolta og vona þeim allt það besta, ÁFRAM ÍSLAND!
Ég er farin í helgarfrí, og ætla þessvegna að deila með ykkur gullmola dagsins í dag;
Ég sit á móti Berglindi kennara í tímum hjá henni, og hún var að segja okkur frá mynd sem hún vissi ekki hvað héti og að við ættum að sjá hana. Vegna þess að það væri góð mynd til að horfa á við það sem við erum að læra núna.
Hún var eitthvað að pæla hvort hún gæti fundið myndina, og ég ætlaði að vera svakalega fyndin og benda henni á gúgle og sagði;
Þú ferð bara inná gúggúl, það er skrifað svona ; GÉ, O, O, ELL..... svo stoppaði ég þegar ég ætlaði að halda áfram og fattaði að ég hafi meira að segja stafað google vitlaust!
B-O-B-A .... BOMBAAA!

Aftur á móti ætla ég rétt að vona að ég fái ekki pestina sem er að ganga, Rafn minn er lagstur í hana svo að ég veit aldrei hvort mín bíður einhver veikindi...

Láttu þér batna Rafn minn, og þar sem Bjarney er líka veik, þá láttu þér líka batna Bjarney mín!
Kveðja á ykkur hin, og ekki hika við að heilsa upp á mig ef þið sjáið mig á göngu einhverstaðar, eða kjura, skiptir ekki öllu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
27.10.2008 | 16:10
Mánudagsbakþanki..
Ég hef löngu komist að því að mánudagar eru ekki mínir dagar, alls ekki þegar skóli á við..
Tók þetta vídjó upp fyrir einhverju, og vonandi að þetta hjálpi einhverjum að brosa inn í daginn, þar sem ég hef lítið brosaði í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.10.2008 | 00:12
Bara svona, því það styttist óðum í jólin!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.10.2008 | 20:01
Í hugarheimi lítillar prinsessu, hluti 1.
Hrópaði lítil velfreknótt, brúneygð þriggja ára stelpa á pabba sinn þegar hann ætlaði að hjálpa henni í lillableiku prinsessuúlpuna hennar.
,, Jú, Alda mín, þú komst ekki með neina aðra úlpu frá mömmu þinni. "
Svaraði pabbi Öldu á móti, á svona neitunum byrjuðu oftast pabbahelgarnar, rétt áður en þau gengu niður að Reykjarvíkurtjörn, eftir að pabbi hennar hafði sótt hana af leiksskólanum.
Áður en að Gummi, pabbi Öldu náði að sannfæra prinsessuna sína um það að lillableika úlpan hennar væri mun hlýrri svona á veturna, grét hún oftast lengi. Á innsoginu umlaði hún um að hana langaði til mömmu, því hin úlpan hennar var þar, ekki prinsessu dúnúlpan.
Þau gengu eins og á hverjum föstudegi, klukkan að verða þrjú, niður að Reykjarvíkurtjörn og gáfu fuglunum á tjörninni brauð. Eins og oftast, kom þar krumpaður eldri maður, með hatt, heldur lágvaxin og að venju brosandi um klukkan hálf fjögur. Þetta var útigangsmaður sem var rosalega blíðlegur og spjallaði heillengi við Gumma og hlustaði afar áhugasamur á Öldu segja frá því hvernig fuglarnir væru á litinn, og hve hátt hún gat talið.
En þó þótti Gumma eitthvað ekki rétt við útigangsmanninn, sem hann átti eftir að komast að seinna, en vissi ekki hvernig.
Alda var algjört skott og hélt sig alltaf í vissri fjarlægð frá tjörninni, en ætlaði sér þó oft að hlaupa á eftir fuglunum.
,, nei, nei, essku pabbi minn, ég passa mig alveg á fullunum og tjöddninni. "
Vinirnir, Gummi og gamli maðurinn gátu ekki annað en brosað saman af litlu hnátunni, þar sem þeir sátu á bekk ekki langt frá, til að geta fylgst með. Þeir vissu vel að úr þessari stelpu yrði eitthvað stórfenglegt, bara ef rétt væri alið hana upp.
Heimilishættir Öldu voru mjög skrautlegir á heimili móður sinnar, móðirin var oftar en ekki úti með vinkonum sínum, eða einum og einum "vin", þar sem hún skipti á þeim eins og sokkapörum.
Það má segja að Alda var oftast nær hjá ömmu sinni og afa, frekar en nokkurn tíma mömmu hennar. Svo reyndist vera að Alda bað oft um mömmu, en þar sem mamma hafði ekki tíma fyrir litlu hnátuna sína lofaði hún meiriháttar hlutum. Þar á meðal að fara í Dýragarðinn, sem gerðist þó aldrei, nema þegar amma og afi voru farin að segja mömmu hennar til.
Gummi hafði lengi hugsað út í það að fá fullt forræði yfir litlu dömunni, þar sem honum leyst ekki á lauslátu barnsmóður sína. En sökum ömmu og afa Öldu, vildi hann það ekki, vegna þess hve vel þau hugsuðu um hana þegar mamman var alveg að missa sig í skemmtiskap...
Viðbætur við söguna koma síðar, eins og deig, þá tekur söguna langan tíma að verða eitthvað úr..
Bloggar | Breytt 26.10.2008 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.10.2008 | 01:26
Kynferðislegt áreitni?
Vildi bara sýna ykkur hæfileika mína í körfubolta;
Í lokin heyrist í Arnari þáverandi þjálfara að þetta væri barasta kynferðisleg áreitni... hvurslags hugsunarháttur er þetta í fólki!
Annars er ég að skrifa sögu, ég er komin með eina A4 bls, sem er afrek útaf fyrir sig, ætla ekki að birta hana svona fyrir almenningi strax, ætla fyrst að fá álit annarra..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.10.2008 | 20:13
Ég er ekki hryðjuverkamaður!
Allri alvöru fylgir gamansemi, mitt framtak í þetta ágæta "þjóðarátak" við að sannfæra Bretana að ég og við allir Íslendingar erum ekki hryðjuverkamenn. Mitt framtak má sjá hér;

Ert þú ekki hryðjuverkamaður?
Ert þú búin/n að skrá þig?
Ef ekki, skráðu þig hér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.10.2008 | 19:31
,, ef ég væri eldri kona "
Ég var að ganga heiman frá Rafni út í Nettó, þegar ég gekk framhjá tveimur strákum, sem eru líklega um 10 ára gamlir. Þetta var þegar kreppan var öll sem mest í fjölmiðlum, og þarna voru þessir tilteknu strákar með epli, átu það ekki. Heldur grýttu þeir því að öllu afli í gangstéttina til að það myndi "springa".
Eigum við að fara svona með mat á þessum erfiðu tímum?
Þar sem ég borða voða sjaldan epli sleppti ég frekar að kaupa það heldur en að láta það rotna inn í ísskáp - annað en þessir drengir. Fengu epli og eyddu því á svona endalaust skemmtunarlegan hátt.
Ef væri ég eldri kona um áttrætt hefði ég vafalaust gengið að drengjunum og spurt hversvegna þeir færu svona með matinn, þar sem börnin í fátæku löndunum myndu hafa ánægju af því að fá svona grænt og safaríkt epli!
Neibb, unglingurinn ég gekk framhjá með heyrnatólin í eyrunum í botni, gekk þungum skrefum framhjá strákunum og horfi á þá eins og það væri ekki í lagi með þá..

Ég er að lesa bók, mjög góða bók, Dauði trúðsins heitir sú bók, rosalega góð og vel skrifuð bók. Bíð spennt eftir að geta lesið í skólanum í fyrramálið - vandamálið er það að ég veit engan veginn hvaða bók ég á að lesa næst!
Eigið yndislega daga framundan

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
21.10.2008 | 18:50
Óákveðin en samt ákveðin!
Ég hinsvegar ákvað það í gærkvöldi að mér skildi standa svo sannarlega á sama hvað fólki finnst um mig, þar sem það er oftast á jákvæðan hátt, en af og til eitthvað neikvætt. Mun láta heyra í mér af og til, þar sem ég veit að það eru einhverjir sem vilja lesa bloggin mín, en þora ekki að biðja um lykilorð!
Vonandi að þið fyrirgefið rápið á mér, ég er að reyna mitt besta!...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
14.10.2008 | 18:27
Burtséð frá allri kreppu!
Ég er ekki alveg sú manneskja sem passar inn í bekkinn minn, enda allt öðruvísi og margt allt of asnalegt við mig að ég held. Það sem ég segi og geri er svona c.a. eins og rússnesk rúlletta - og aldrei er hún sniðug!
Þar sem ég var dugleg og bað um að fá að skrifa frjálsa ritun ( mér tókst að láta krakkana setja út á það líka.. ) þá fékk ég það eftir að ég spurði nokkrum sinnum.
Rafn var nýbúinn að henda Orðabók um Slangur í mig svo ég nýtti mér við gerðar þessarar litlu sögu, þar sem uppáhalds brandarinn minn er víst orðinn úreltur fannst mér tilvalið að krydda söguna með óaðfinnanlegum orðum - sem ég fann í Orðabókinni um Slangur.
ATH: EF ÞÚ ERT MJÖG VIÐKVÆM/UR FYRIR EINHVERJUM ORÐUM, ÞÁ MÆLI ÉG MEÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ SLEPPIR VIÐ AÐ LESA ÞESSA SÖGU;
Eitt sinn var rútíneraður maður ásamt rússa konu sinni í göngutúr niður Laugarveginn.Rútíneraði maðurinn rak nefið í roskinn ræpusvelg sem þóttist þekkja rússa konu hans. Lögregluseppi sá til þeirra hnýsast í hvor öðrum, aðkallandi ,, skaft " og ,, eyðurmerkursnípur " og þessháttar illirðum. Lögregluseppinn ákvað að ganga í burtu líkt og ekkert hafði í skorist.
Rútíneraður = Leikinn, þjálfaður
Rússi = Nýstúdent við nám í háskóla
Ræpusvelgur = Rusti, slordóni
(Lögreglu) Seppi = lítilmenni
Skaft = getnaðarlimur
eyðimerkursnípur = Í orðsambandinu ,, hægan, vertu kátur! "
Eigið gott kvöld!


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
12.10.2008 | 15:31
,, Ef reyki einn, þá reykja allir.. þú verður ekki morðingi minn Ólafur!
Ég var að baka köku og uppgötvaði í miðjum krembakstri að það væri mikið að læra fyrir morgundaginn, ég þoli ekki heimalærdóm - en það er víst partur af skólanum.
Hrærði deigið líka og hellti þessari blessuðu mjólk í umbúðum frá hinni virtu Reykjarvíkurborg, það fyrsta sem ég gerði var að sulla mjólkinni á gólfið. Góð byrjun. Kakan heppnaðist vel og ég sat með mömmu við borðið og át, skúffuköku með miklu kremi. Það er alltaf best að hafa Gula mjólk með skúffuköku, svo ég neyddist til þess að hella úr blessaðri fernunni í glasið. Viti menn, ég helti á stólinn í leiðinni - og var orðin frekar fúl.
Þreif upp mjólkina eftir mig og settist við borðið, át kökusneiðar og kvartaði í mömmu að ég ætlaði sko aldeilis að selja hamstrabúrið og allt heila klabbið - en mamma einmitt lánaði hamstrabúrið fyrir ári eða meira.. ég sel það bara samt! Enda í minni eign..
Nema að einhver góðhjarta manneskja vilji "gefa" mér hamstur í síðlaafmælisgjöf, samningarviðræður geta gengið vel þar sem ég er með ákveðið í huga - engin gjöf þar sem ég skal sjálf borga. En sá og hinn sami þykist bara gefa mér hann... og sá sem "gefur" mér hann fær að láta nefna hamsturinn í höfuðið á sér... svo það er mikils til að vinna

Það er víst mikið að læra hjá mér - skólakreppan alveg að segja til sín sko!
Tölvan mín þykist mjög fyndin og á hálftíma fresti kallar hún þessa frægu setningu úr Næturvaktinni ,, Reyki einn, þá reykjum vér allir... þú verður ekki morðingi minn Ólafur! ".. Ætli hún sé að skamma Sædísi og Axel? Veit ekki..
24 stundir eru hætt, uppáhalds greinin mín var í því blaði ; Bloggarinn.....

En Rás 2, verð að bæta því við að það getur verið hugsanlega uppáhalds útvarpsstöðin mín, nr. 1 á vinsældarlista Rásar 2 er lag með hinni einu sönnu Lovísu Elísabetu, Lay Low og nr. 2 er lag af nýja disk Emilíönu Torrini - ég hlusta allavega ekki á FM 957.
Hef oft fengið að heyra frá mínum nánustu að þessar tvær söngkonur séu ömurlega leiðinlegar - een mér hefur alltaf verið sama hvað öðrum finnst um mig og mína tónlist, svo ég fer ekkert að breyta vegna þess að öðrum finnst tónlistin ekki góð... þau geta bara breytt sínum smekk sjálf!

Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)