Róslín A. Valdemarsdóttir

Róslín Alma Valdemarsdóttir, frekar öðruvísi nafn, enda frekar öðruvísi stelpa. Ég fer mínar eigin leiðir, þó aldrei neina vonda. Ég geng í fötum sem mér finnst þægileg, sama úr hvaða búð þau eru úr. Mér er nákvæmlega sama hvað fólki finnst um mig ef það er eitthvað vont. Ég er þekkt fyrir það að vera alltaf ég sjálf hvar sem ég kem fram. Ég vil að fólk virði mig, því ég virði það. Oftast tekur fólk mér ekki alvarlega þó svo að ég sé alvarleg. Ég er 17 ára nemi á öðru ári mínu í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu (FAS í daglegu tali, lesist FAS, en ekki EFF A ESS) og gengur allt í haginn enn sem komið er.
Mér þykir endalaust gaman að skrifa smásögur og semja ljóð, og skrifa eins og sumt hér á blogginu mínu, svona smápistla sem geta verið algjört bull.

Foreldrar mínir heita Sif Axelsdóttir og Valdemar Einarsson og eru þau frábær hvort á sinn hátt, þó svo að pabbi minn eigi met í því að gera mig pirraða á örstundu, og má ég frekar fúl segja frá því að þegar ég var með honum og mömmu í Samkaupum í Keflavík, þá smakkaði ég heilsustöng, og allt í lagi með það, svo fannst mér hún svo vond að ég var farin að kúgast og gat ekki kyngt því. Þá þurfti pabbi að vera eins lengi og hann gat, og vildi endilega kaupa eitthvað að drekka handa mér, og spurði hvað, og ég ummaði bara, þar stóð hann bara og hló að mér! Mamma mín er einnig frekar skrítin, þó líka mjög skemmtilega furðuleg. Hún er rosalega lengi að skilja allt sem ég segi, og þegar hún þarf að tala ensku, þá get ég ekki annað en hlegið að henni. Þó svo að ég ætti ekki að vera að hlæja þar sem ég er ekkert skárri en hún, þori ekki einu sinni að tala. Ég er alls ekki að meina að ég þoli ekki foreldra mína, þar sem ég elska þau mjög mikið!!
Ég á líka tvö systkini, Axel Þór Valdemarsson, sem er 24 ára og hefur alltaf verið ósköp vænn og góður við mig, og Sædísi Ösp Valdemarsdóttir, sem er 19 ára, sem hefur mestalla mína ævi hatað mig, sem er frekar fyndið í frásögn og hef ég margar sögurnar af henni og mér.  Einnig fylgir eitt dýr, hann Lubbi Zoldanarson Sifjar&Valdason sem er Golden Retriver, sá kappi er 7 ára í hundaárum, og frekar heimskur greyið, lærir seint. En er þó alltaf rosalegt krútt.
Svo má ALLS ekki gleyma kærastanum mínum, Rafn Svan Gautason, algjört æði!! Sá allra myndarlegasti, skemmtilegasti, yndislegasti, frábærasti og hæfileikaríkasti strákur í lífi mínu! Við höfum verið saman frá 6. október 2006, og ekkert hefur grandað okkur. Hann er langbestur, og langbesti vinur minn í öllum heila heiminum.
Ég á ekki mikið af vinum, flest kalla ég kunningja mína, en ég á þó vini og góða á öllum aldri. Einnig þykir mér ótrúlega vænt um alla ættingja mína, enda algjörir gullmolar í báðar ættir. Pabba ætt er frekar skrítin en samt æðisleg og mömmu ætt sömuleiðis, margslungin og ég gæti sagt dulræn og sumt fólk mjög fjarstætt mér sem ég kynnist vonandi betur í framtíðinni.
Í framtíðinni langar mig rosalega til að verða leikkona, ættfræðingur, leikstjóri, ljósmyndari, kvikmyndaklippari, trommuleikari, tölvusnillingur, heimsspekingur, sagnfræðingur og eitthvað sem þjóðin er stolt af, ég stefni samt á að verða næsti kvenforseti þjóðarinnar. Ég skoðaði lengi áður en ég byrjaði í skóla þá valmöguleika sem voru í boði útum land allt og leist mér best á upplýsinga- og fjölmiðlabraut í Borgarholtsskóla, en svo fór allt eins og fór og ég ákvað að vera hér heima í FAS, eins og ég sagði hérna efst, eftir það ætla ég að reyna fyrir mér í Kvikmyndaskóla Íslands eða LHÍ þá á leiklistarbraut.

Það skemmtilegasta sem ég geri er að gleðja fólk Allstaðar sem ég kem er alltaf vitað að ég er þar. Vegna þess að ég er eins og "lítill" skæruliði. Ég þrái athygli, svo mikla og nýt mín langbest í sviðsljósinu. "Ég hef reynt margt" til þess að koma mér á framfæri. Þó hefur lítið sem ekkert ræst úr því, átti jú í 24 stundum tvisvar innslag í BLOGGAR dálkinum og einu sinni í Morgunblaðinu ef ég man rétt, ég hef komið fram í Morgunblaðinu vegna ljósmyndarsýningar sem ég var með árið 2007, þá 13 að verða 14 ára gömul, og ég hef skrifað tvær innsendar greinar eða bréf í Moggann og eina í Eystrahorn sem er bæjarblaðið hér á Hornafirði. Ég get sungið og dansað fyrir framan fullt af fólki, þó svo ég sé ekkert sérstaklega hæf í því.
Ég hlusta mjög mikið á Íslenska tónlist. Tónlistarsmekkur minn er mjög fjölbreyttur tel ég. Mér finnst Hip-hop og rapp skemmtilegt ef það er fjölbreytt. Ég hlusta mjög mikið á Emilíönu Torrini og held að síðast þegar ég vissi hef ég hlustað yfir 3000 sinnum á lögin hennar (Ég er að fara á tónleikana hennar 20. febrúar með frænku minni og hlakka ofboðslega mikil til að bera uppáhalds söngkonunni minni augum!!). Einnig hlusta ég á Hjaltalín, Lay Low, Ragnheiði Gröndal, Bermuda og Sigríði Thorlacius og Heiðurspiltana.

Það kemur ykkur kannski á óvart, en ég greindist með lesblindu mjög snemma sem betur fer. Þessi lesblinda er ekkert sérstaklega að hjálpa mér, en þó var mér hjálpað svo rosalega vel í 1 - 3. bekkjar að það sést ekki á mér á meðan ég tala íslensku að ég sé lesblind. Sú sem hjálpaði mér í gegnum mestu erfiðin heitir Kristín, kona uppáhalds kennarans míns, Hreins. Ég þakka Kristínu innilega fyrir hjálpina á þeim tíma. Eina sem er vont sem kemur lesblindunni við er leshraði minn, hann er núna kominn örugglega í 180, en ég á að vera yfir 250 svo ég viti. Lesblindan sem ég er með kemur í veg fyrir mikil erfiði í erlendum tungumálum, stærðfræði (þá aðalega algebru) og flestri málfræði. Dönsku framburður minn finnst mér hreint sagt ágætur en enskan ekki að gera sig.

Ég einkennist af því að vera rauðhærð, með bolluandlit, lítinn munn, uppbrett nef, "innsogin" lítil augu, og fjögur ör í andlitinu, eitt á augnlokinu, eftir að ég var að kroppa í fitukirtil þegar ég var yngri, annað alveg við hársvörðinn, eftir að ég fékk járnskóflu í ennið og tvö undir nefinu - fyrir ofan munninn, eftir að ég datt með andlitið á jörðina af vegasalti. Heldur stórvaxin sirka 167 á hæð og pínu þybbin, og er ég ekkert að væla yfir því. Ég er sátt á meðan ég missi ekki fólk frá mér vegna þess hvernig ég lít út!

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Róslín Alma Valdemarsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband