5.8.2008 | 17:11
Upptaka, hljóð og myndir segja meira en þúsund orð...
Noregur 2008
Svona get ég verið hrikalega vitlaus!
E.s. ég er hvíslandi í vídjóinu, ég er ekki alveg eins skrítin og ég sýnist vera....

Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.8.2008 | 21:48
Handhófskennd ferðasaga..
Leið okkar lá til Osló þar seinasta laugardag og byrjaði ferðalagið eins og svo oft með svona útlandaferðir í Leifsstöð, leiðinlegt að segja frá því en daginn áður töpuðum við fyrir Álftanesi í 1-2 tapi, sem enginn skilur, en svona erum við Sindrastelpur ótrúlegar!
Ég ráfaði um Leifsstöð með hinum og þessum. Endaði síðan í ferðahópnum, fékk símtal og leit í kringum mig, stökk af stað og mætti þar Jóhönnu bloggvinkonu minni með sambýling sínum og stjúpsyni á leið til Rhodos. Tryggvi sambýlingur hennar tók mynd af okkur vinkonunum saman, og ég gef mér það leyfi að stela myndinni frá Jóhönnu til að sýna ykkur!
Sat á milli Rafns og pabba hans, Gauta í fluginu, sem var ekki frásögu færandi held ég nú barasta við lendingu. Er flugstjórinn var farinn að lækka flugið yfir Noregi og smá ókyrrð í loftinu fór ég að syngja, nokkuð hátt og söngla með á milli ,, don't worry.... be happy... dííídúdúdúdúdí,dúdúdúdúdúdúdí, dúlílúlílú......". Það á sér sína ástæðu!
Var komin reyndar með svolítinn svefngalsa enda ekki búin að sofa neitt, kallaði í flugfreyjuna og klagaði einn strák fyrir framan mig. Hrópaði upp yfir mig ,, EEEN hvað þetta er fallegt! " svo eitthvað sé upp talið....
Til að gera langa fótboltasögu stutta þá töpuðum við fyrsta leiknum 1-0 á kjánalegan hátt. Ég hafði m.a. gleymt hönskunum uppí skóla sem var ekki pínu séns að ná í fyrir leik, enda langt á milli, svo ég spilaði markmannshanska laus þann leikinn, en stóð mig þrátt fyrir það eins og hetja.
Við unnum síðan tvo leiki, svo að við komumst í 32 liða úrslit í A riðli. Þar kepptum við leik sem við vorum 1-0 undir alveg þar til að 3 mínútur voru eftir og skoruðum glæsilegt mark, sá leikur fór í framlengingu og sagði dómarinn okkur að það væri Golden Goal. S.s. liðið sem skoraði á undan ynni. Við gerðum okkur lítið fyrir og sigruðum þann leik 2-1.
Fengum að heyra stuttu seinna að hitt liðið hafði kært helv. leikinn svo að við þurftum að spila sama leikinn aftur og töpuðum í framlengingu 3-2 á óaðfinnanlegan hátt - vorum margfalt betri en engan veginn náðum við að klára færin almennilega.
Öll lið Sindra, eða 3 lið urðu úr leik á sama stað í keppninni, svo að við nýttum þetta og sumir fóru á hinn fræga skíðastökkpall og alla leiðina upp, þar á meðal ég. Glæsilegt útsýni yfir alla Osló og svo langt út á haf, ótrúlegt hvað menn og konur þora að stökkva svona!
Fórum líka í Tívolí og þar eyddi ég deginum með Rafni, fyrsta rússíbanaferðin var ekki eins heppileg og til var ætlast, þar sem einhver vitlaus maður tróð sér fram yfir okkur því að hann missti af sínum ferðafélögum. Og íslendingurinn sem ég nú er, settist við hliðina á á þessum vitleysing og gerðist enn vitlausari og sat ekki hjá til næstu ferðar....
Þessi rússíbanaferð fékk mig ekki til að hlæja og engan veginn til að brosa, bókstaflega. Ég grýtti töskunni í boxið þar sem þær eru geymdar með ljótasta fýlusvip sem fannst á svæðinu, sat eins og ég hafði aldrei gert neitt annað en að sitja í rússíbana, og fékk asna sár á puttann útaf beltinu.
Aftur á móti skemmti ég mér vel það sem eftir var af deginum og keypti meira að segja mynd af okkur Rafni í einum hraðasta rússíbana Evrópu, alveg svakalega fyndið...
Ég fór í búðarráp og var orðin þekktur kúnni á Burger King með mína pöntun ; stóran franskar og stóra kók, og alltaf með einhvern til að segja þetta fyrir mig.
Lenti oft í því þegar ég bað um vater að það var sagt HA við mig, svo ég endurtók orð mín og fékk ,, aa, vatheeeer " til baka...
Einu sinni sló ég upp í grín og endurtók eins og hermukráka sem konan sagði við mig, með svo breskum hreim að mig langaði til að æla. Sagði svo akúva og VANN strax þar á eftir, frekar svekkt á konunni að skilja ekki mína seinheppnu ensku..
Langa ferðalagið heim í gær var langt, en þrátt fyrir það alveg ágætt. Ég toppaði símtalsmetið mitt enn og aftur, ein klst. og 2 og hálf mínúta - geri aðrir betur. Varð aðeins að væla í vinkonu minni henni Signý, og þrasa aðeins við hana..
Frekar skondið að þrasa við manneskju sem maður heyrir hljóðið í, í annað skipti í lífi sínu.
Hún breyttist reyndar svo í frænku mína, samt bara andlega frænku, enda erum við eins og hún sagði báðar vitlausar, svo í þokkabót rauðhærðar, örvhentar, örfættar og lesblindar - ekki slæmt það!
Ég set inn myndir við gott tækifæri, einhverjar vel valdar.
Ég verð núna að skella mér í sturtu, búin að eyða kvöldinu í það að baka pítsu, fór í myndatöku með meistaraflokki kvk fyrir næsta leik sem ég set hér inn þegar hún kemur á netið. Síðasti heimaleikurinn okkar og þarna var tekið þemað Guðjón Þórðarson, við tökum okkur sundsprett í firðinum ( í staðin fyrir í köldu kari ) og það vita allir að maður býr ekki til kjúklingasalat úr kjúklingaskít. ( Vildi svo heppilega til að ég var kjúklingurinn á myndinni, einmitt " að skíta " )...
Tók allt upp úr töskunum og gekk frá, setti nammi í skálar við sjónvarpið og pítsan bíður eftir fólkinu á eldhúsborðinu með diskum og tilheyrandi.
Eigið góðar stundir mín kæru
Smá prufa
<a href="http://flagcounter.com/more/mo2"><img src="http://flagcounter.com/count/mo2/bg=FFFFFF/txt=000000/border=CCCCCC/columns=2/maxflags=12/viewers=3/labels=0/" border="0"></a>
Bloggar | Breytt 5.8.2008 kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.8.2008 | 00:29
Ég er lifandi!!!!!!
Ferðin var meiriháttar í alla staði, nema einn vitlausan dómaraskandal sem kostaði okkur SIGUR MÓTSINS......

Ég segi meira á morgun, fórum af stað á Íslenskum tíma kl. 9 af stað en vöknuðum auðvitað kl. 6 á íslenskum tíma til að gera okkur til. Langt ferðalag af baki, svo ég ætla aðeins að geyma skrifin.
Knús

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
24.7.2008 | 16:36
Að horfast í augu við óttann!
Ég verð að viðurkenna það fúslega að ég er sjúklega hrædd við tannlækna. Í dag fór ég í skoðun, heilt ár síðan ég fór síðast að ég held. Í síðasta tíma sem var 5. desember skrópaði ég eins og stóð á miðanum, mamma var látin vita. Ég komst upp með það í það skiptið, en núna þurfti ég að hjóla út á tannlæknastofu.
Ég hjólaði og gekk rakleiðis inn í biðstofuna. Óheppilega vildi til að ég gekk inn á skónum, en maður fer nú úr skónum í forstofunni eins og allir vita. Ég settist niður í fyrsta stólinn sem ég sá, tók eftir stuttu seinna að þarna væru skórnir, enn á löppunum á mér. en forstofan innan eins meters fjarlægð svo ég dreif mig úr skónum á mettíma og kastaði þeim fram.
Þetta var bara ein af þessum skoðunum, sem ég þoli hvort sem er ekki. Fékk að vita það að ég væri með tvær smáskemmdir í jöxlunum einhverstaðar tveimur. Sem hægt væri að halda aftur - sem betur fer!
Loftljósið er orðið betra heldur en ég mundi eftir, ég þarf ekki að pýra augun lengur.
En ég verð að játa það, að þetta var í annað skipti á minni lífsævi sem ég fer til tannlæknis ein og sjálf, og þarf ekki einhvern sem situr yfir mér - hvorki mamma, pabbi, systkini mín, né einhver vinur!
Er nefnilega óttalegt smábarn hvað það varðar, þurfti helst alltaf að hafa einhvern með mér til tannlæknis, til læknis og ekki má gleyma klippingu!
Reyndar er ég ekkert hrædd við fólk sem klippir hár, en ég er sjúklega hrædd við tannlækna og ekkert síður hrædd við lækna. Því að þeir eru þeir sem segja manni ef það er eitthvað að tönnum eða líkama manns. - Ég tala nú ekki um þegar við þurfum að fara til skólahjúkkunnar og fá að heyra að maður er í "yfirþyngd" eða ætti að passa sig....
Mér líður bara engan vegin vel við að heyra það, ég er bara eins og ég er og HANANÚ.
Í gær var haldið í hina árlegu vinnuskólaútilegu. Veðrið var gott fram að kl. 4, þá fór að rigna og rigndi fram til morguns.
Ég eyddi þessum degi með Rafni mínum, fórum í fótbolta og ég í kýló. Eins og fólk veit vinn ég ekki beint fyrir vinnuskólann en fyrir bæinn þrátt fyrir það, og má þess vegna fara í bæjarvinnuna.
Svo ég þekki bara einn flokkstjórann og einn sem er yfir öllum flokkstjórunum, svo að í fótbolta fannst sumum töggur vera í stelpunni. Reyndar var ég bara ill á móti, enda læt ég ekki stráka vaða yfir mig og ýti bara harkalega á móti...
Skoraði meira að segja eitt mark.....
Ég hljóp eins og vitleysingur á eftir boltanum og með boltann, svo að ég varð bara að gera eitt sem ég hef aldrei í lífi mínu gert áður né áætlað mér að gera. Ég gat ekki lyktað eins og skunkur svo að....
Ég stökk út í hyl, reyndar náði hann mér bara upp yfir brjóst, en samt. Ég stökk út í hyl og varð þar af leiðandi rennandi blaut!
En ég sem er ein mesta kuldaskræfa, stökk út í ískalt vatn, enda var ég komin í þá stöðu að detta fram á einhverja steina, eða stökkva út í hylinn!
Auðvitað var ég með föt til skiptanna, annars hefði þetta nú farið illa..
Það var líka KUBB mót, og það vildi svo heppilega til, að þegar kosið var í lið, vorum við Rafn kosin í sama liðið. Sem betur fer má segja, enda unnum við líka kubbmótið, ekkert annað hægt..
Jæja, mig langaði bara til að kveðja ykkur bloggvini og aðra lesendur og bið ég kærlega að heilsa ykkur. Þið megið ekki gleyma mér í þessa næstum 10 daga sem ég er í burtu, ég er að fara til Álftaness á morgun og næstu nótt höldum við bæði kvenna og karlalið 3. flokka Sindra til Osló á Norwaycup.
En, ég hugsa um einn dag í einu, og í dag hugsa ég um morgundaginn, fyrir leikinn á móti Álftanesi, áhugasamir mega mæta á Bessastaðavöll og á leikurinn að hefjast kl. 17.00 ANNAÐKVÖLD ( föstudagskvöld!)
RISA knús á ykkur Og hafið það sem langbest
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
22.7.2008 | 22:31
Vitleysingjafærsla....
Þeir gengu báðir rakleiðis að afgreiðsluborðinu og spurðu ,, há möts? ", ég svaraði þeim um hæl með einu ómerkilegu óskýru orði ,, noþþing ". Ég held að báðir hafi verið í vafa, enda svöruðu þeir mér strax ,, noþþEing? ", eins og einhverjar þvílíkar hermikrákur sem vildu hafa þetta rétt sagt..

Við fórum í Barnastarfi Menningarmiðstöðvarinnar út á Melatanga í fjársjóðsleit. Auðvitað gekk sú ferð ekki slysalaust fyrir sig - með skotturnar Ylfu og Salóme nálægt. Ég nefnilega fékk sár á hnéð, ekki þægilegt það, en ég lifi þetta alveg af... vonandi.
Ég var með vinkonum mínum Ylfu og Arney í hóp að leita að fjársjóðnum, og auðvitað var ekki sleppt mér, nema rétt til að taka myndir - sem allar heppnuðust misjafnlega illa. Þessar þrjár stelpur eru auðvitað bestu vinkonur mínar eins og allir vita, þó ég reyndi að segja þeim að ég væri besta vinkona sjálfs mín, fékk að heyra að það væri ekki satt....

Bað Björgu um að taka mynd af okkur þremur vinkonunum, Ylfu, mér og Arney, svo ég vil endilega sýna ykkur hvað við erum góðar vinkonur!

Svona var hangið á mér mestalla ferðina - eða í rétt rúmlega 4 klukkutíma, en það er bara ágætt svona eftir á


Þær eru algjörar krúttlur....

Og bara til að bæta upp á myndabloggið læt ég fylgja hér skemmtilega frásögn af okkur mæðgum.
Hundurinn neitar alltaf að fara í búrið sem keypt var handa honum, enda að verða 5 ára greyið og ekki vanur því að vera í búri. Ég eins og alltaf varð bara að prófa búrið ( prófaði einmitt "rúmið" hans á sínum tíma..), Sædís systir hafði víst verið að reyna að troða sér þarna inn að sögn mömmu. En hætti við þegar hún sá að rassinn á henni gæti fest.
Ég eins og algjör villingur rauk inn í búrið þrátt fyrir að hafa fundið að rassinn á mér var næstum nógu stór til að fylla upp í þennan litla inngang sem er á þessu blessaða búri. Ég lá þarna inni og fann það út að það væri alveg hægt ef þörf myndi krefja, að sofa í rimlalöguðu búrinu.
Auðvitað verð ég að láta myndina fylgja;

Mamma einmitt bað mig að vera grimmileg á svipinn svo þar hafið þið það... sést ekki einu sinni í andlitið mitt fyrir rimlum, en allt í lagi!
Áfram að sögunni, þá auðvitað þurfti ég að vera svona vitlaus og fara inn í búrið, og átti nógu erfitt með það. En svo kom að því að koma sér út, og nei. Út vildi rassinn ekki!!!

Svo þá tók mamma upp myndavélina, sem hún var að læra á þegar hún tók myndina hér fyrir ofan og sagðist verða að taka mynd af þessu, svo ég læt hana fylgja með líka....


Jább, rassin fastur .... og ég brosandi!!!
Hel. hundurinn tók hraða ferð inn í búrið og út aftur, stökk svo upp á það með tveimur löppum þegar mamma var að reyna að koma honum inní.....

Núna ætla ég að undirbúa mig fyrir útilegu, farið verður kl. 9 svo ég hef engan tíma til að græja mig í fyrramálið!
Knús á ykkkkuuur

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)