12.10.2008 | 15:31
,, Ef reyki einn, þá reykja allir.. þú verður ekki morðingi minn Ólafur!
Ég var að baka köku og uppgötvaði í miðjum krembakstri að það væri mikið að læra fyrir morgundaginn, ég þoli ekki heimalærdóm - en það er víst partur af skólanum.
Hrærði deigið líka og hellti þessari blessuðu mjólk í umbúðum frá hinni virtu Reykjarvíkurborg, það fyrsta sem ég gerði var að sulla mjólkinni á gólfið. Góð byrjun. Kakan heppnaðist vel og ég sat með mömmu við borðið og át, skúffuköku með miklu kremi. Það er alltaf best að hafa Gula mjólk með skúffuköku, svo ég neyddist til þess að hella úr blessaðri fernunni í glasið. Viti menn, ég helti á stólinn í leiðinni - og var orðin frekar fúl.
Þreif upp mjólkina eftir mig og settist við borðið, át kökusneiðar og kvartaði í mömmu að ég ætlaði sko aldeilis að selja hamstrabúrið og allt heila klabbið - en mamma einmitt lánaði hamstrabúrið fyrir ári eða meira.. ég sel það bara samt! Enda í minni eign..
Nema að einhver góðhjarta manneskja vilji "gefa" mér hamstur í síðlaafmælisgjöf, samningarviðræður geta gengið vel þar sem ég er með ákveðið í huga - engin gjöf þar sem ég skal sjálf borga. En sá og hinn sami þykist bara gefa mér hann... og sá sem "gefur" mér hann fær að láta nefna hamsturinn í höfuðið á sér... svo það er mikils til að vinna !
Það er víst mikið að læra hjá mér - skólakreppan alveg að segja til sín sko!
Tölvan mín þykist mjög fyndin og á hálftíma fresti kallar hún þessa frægu setningu úr Næturvaktinni ,, Reyki einn, þá reykjum vér allir... þú verður ekki morðingi minn Ólafur! ".. Ætli hún sé að skamma Sædísi og Axel? Veit ekki..
24 stundir eru hætt, uppáhalds greinin mín var í því blaði ; Bloggarinn.....
En Rás 2, verð að bæta því við að það getur verið hugsanlega uppáhalds útvarpsstöðin mín, nr. 1 á vinsældarlista Rásar 2 er lag með hinni einu sönnu Lovísu Elísabetu, Lay Low og nr. 2 er lag af nýja disk Emilíönu Torrini - ég hlusta allavega ekki á FM 957.
Hef oft fengið að heyra frá mínum nánustu að þessar tvær söngkonur séu ömurlega leiðinlegar - een mér hefur alltaf verið sama hvað öðrum finnst um mig og mína tónlist, svo ég fer ekkert að breyta vegna þess að öðrum finnst tónlistin ekki góð... þau geta bara breytt sínum smekk sjálf!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.10.2008 | 17:15
,, ekki segja orðið "
Ég var nýbúin að spyrja mömmu hvort við ætluðum ÚT í búð, og hvort við færum ekki bara ÚT í búð, ekki að taka myndir líka, þar sem hundurinn var skildur eftir heima. Þar sem hann var ekki búinn að fara í miðdegisgöngutúrinn sinn, mátti ég ekki segja orðið ,, út ". Enda er hundurinn það gáfaður að hann veit vel hvað út þýðir, og hristir sig allan og er að missa sig af kátínu.
Við mamma læddumst út í bíl og keyrðum af stað út í Nettó og eftir sat hundurinn sármóðgaður heima.
Mamma varð ekki ánægð þegar uppáhalds súkkulaðið hennar var búið á nammibarnum, enda vorum við allt of seinar á ferð. Og þar sem ég er svolítið þannig manneskja að spyrja hvort ég megi fá hitt og þetta út í búð með mömmu, þá spurði ég í gær hvort ég mætti ekki fá góðu molana Werther'S Orginal. Fékk svar upp á þúsund spurningar; Nei. Ég spurði ekki eina af þessum þúsundum spurninga, heldur sagði henni að ég fengi mér bara svona mola á morgun, nammidag með bland'í'pokanum.
Ég kom reyndar bara út úr búðinni með þessa blessuðu mola, og er búin með einn stauk og á 3 eftir. En enginn var blandípokinn, enda allt nammið búið!
Mamma er farinn út með þann óþekka í labbitúr.
Ég ætla að halda áfram að japla á molunum mínum...... moli, er það ekki skaftafellska?
... ég sé um kartöflurnar, þú sérð um kjötið, við erum að far'að elda kvöldverðarsteik! ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.10.2008 | 18:48
Smámál hjá ykkur; stórmál hjá mér!
Við fórum m.a. á opnun á Sporthöllinni, þar sat ég í einhverja stund með litlu vinkonu minni henni Sessilíu sem var sko ekki búin að gleyma Róslín vinkonu sinni.. algjör dúlla !
Við fórum einnig í Nettó, keyptum helstu nauðsynjar í föstudagspítsuna, þar sem Sædís sys er að koma seinna í kvöld þurfti að kaupa kók. Sérviskan í fólki fer af og til upp í kokið á mér, þar sem égvildi helst af öllu pepsi max!
En mér krossbrá þegar sveitarmenningin í augum mínum hrundi alveg til kaldra kola - Reykjavíkurmjólkurfernurnar eru komnar til að vera! Ekki þessar venjulegu sveitabæjarfernur ( lengri á annan kanntinn). Sveru fernur Reykjavíkurborgar hafa eflaust tekið sinn sess þar sem að kreppan fer að valtra yfir landið og þau hafa ekki efni á því eflaust að framleiða tvær mismunandi gerðir ferna!
Ég kann illa að meta þetta, enda fer þetta algjörlega yfir strikið.... að láta þetta bitna á mjólkurfernum! Það er ekki allt í lagi sko... ég er ekki sátt!
Fyrst að það er blogg frá mér í dag vil ég óska góðvinkonu minni henni Signý innilega til hamingju með tuttuguOGfjagra ára afmælið sitt í dag....
Eigið góða helgi og látið hvorki kreppuna né kuldann klípa í nefið á ykkur - það gæti króknað af!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.10.2008 | 19:37
,,Ég borða fisk í raspi!" óvirkur matargikkur segir sína sögu!
Stundum upplifi ég mig mikið yngri en ég er í raun og veru.
Ég er að takast á við mikinn vana, að borða ekki mat. Fyrir mér er þetta einskonar "rehab", þar sem mér er troðið í mat og sagt; þú skalt borða þetta annars hlýturðu verra af.
Nei, ég er að ýkja, ég ákvað það sjálf, enda finnst mér ég vera tilbúin, svo að það er hægt að byrja á þessu.
Ég tók á miklum, miklum vanda rétt um daginn. Ég borðaði FISK!
Það endalaust fyndna við það að ég borðaði líka fisk í kvöldmatinn áðan, fisk í raspi.
Það voru þrír fiskibitar eftir, og ég borðaði þá alla þrjá, sjálfviljug og grey hundurinn sem fær afganga ef þeir eru, fékk engan fisk. Bara einhverjar kartöflur.
Eftir alltsaman þá get ég sett flestan mat upp í mig án þess að fletta upp á trýnið á mér og fá klígju.
það var bara eitthvað sem var byggt inn í mér...
,, oj, ég fæ klígju " setningarnar mínar við flestum mat er hætt...
Það sem annað er að frétta af mér að ég var í þessum töluðu orðum, reyndar ótrúlega fyndið fyrir klukkutíma að missa myndavélina mína í gólfið og linsan skökk...
Það fylgir engin hundaheppni mér, er ekki í uppáhaldi hjá neinum og er seinheppin... sérdeilis seinheppin!
Ykkar einlæga,
Róslín Alma, óvirkur matargikkur...
E.s. það er von á trommuvídjói frá mér, heppin þið, þar sem síðasta mómentið okkar myndavélinnar tókst upp á vélina... furðulegt ég veit!
E.e.s. þar sem ég er að hlusta á svo flott lag ætla ég að taka Jógu vinkonu mína mér til fyrirmyndar og setja hér inn flotta lagið (Reyndar ekki úr Mamma mia );
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.10.2008 | 13:36
Það hlaut að vera!
Ljón: Þú hefur haldið að lánsemi þín væri hundaheppni, en nú kemur annað í ljós. Þú hefur fengið ósýnilega aðstoð. Þú ert uppáhald einshvers og átt það skilið.
Það er kaldhæðnislegt hve lengi ég hef spáð í þessu, loksins komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er uppáhalds einhvers.... og hveeer skildi það vera?
Eigið góðan dag! Ég ætla að halda áfram að sitja í tölvunni í tölvutíma..
E.s. skrifaði SMÁ sögu;
eina shinna vúr jén kúna jí fíltúr. kúnan gjúkk á fíla og ðá vúr fjenden lauhs.
E.E.S. Ég hef lengi haldið því "útaffyrirmig" þó mig hefur lengi langaði til að segja ykkur, en þorði ekki án samþykkis, svo here I will let you know;
Stóri bróðir minn hann Axel Þór og hún elskulega Svafa Mjöll trúlofuðu sig um daginn...... Ég varð alveg ótrúlega mikið ánægðasta litla systirin í heiminum þegar Axel sagði mér það!!
Til hamingju mín kæru!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)