Tónlistargáfur

Einu tók ég eftir á spjalli mínu og Guðrúnar Láru, betur þekkt sem Nana, fyrir frekar löngu. Hún var að spyrja mig hverskonar tónlist ég hlustaði á, en ég var þangað til hún spyrði voða lítið að spá í því. Ég svaraði henni því að ég væri ekki alveg viss á hvaða tegund ég hlustaði, ég hlustaði bara á MÍNA tónlist.
Það sem ég kalla MÍN tónlist, er allskonar tónlist úr þessum og hinum áttum. Ég hlusta mjög mikið á Íslenska tónlist, frekar eldri heldur en yngri, mest megnist frá fyrir árið 2000 og svo á Bermuda sem er í dag uppáhalds hljómsveitin mín. Ég hlusta mikið á gamla tónlist, t.d. Queen. Ég bæti alltaf við inn á listann hjá mér, núna er ég farin að hlusta á Björk, reyndar bara þessi sönghæfu lög og er í þessum töluðu orðum að hlusta á Elvis Presley. Emilíana Torrini hefur verið lengi á toppnum hjá mér, æðisleg söngkona alveg hreint!
Ég hef núna spáð í tónlistina sem ég hlusta og mikið af því er pop, hiphop/rap ( Queen Latifah t.d. í þeim flokki), oldies, electronica ( t.d. Emilíana Torrini), folk, og svo margt fleira. Er oftast í rólegri kantinum samt.

En það sem kom mér til að skrifa þessa grein, var að þegar ég var að þrífa fötin af bangsanum mínum sem kemur við sögu á eftir, þá heyrði ég í henni Öddu Siggu frænku minni ( Andreu Jóns.) vera að dæma plötu, og hún veit sko vel hvað hún segir sú kona. Alltaf þegar ég heyri í henni í útvarpinu, stoppa ég til að hlusta, hún frænka mín veit svo margt um tónlist, að maður fær þvílíka minnimáttarkennd!


Það sem ég hef gert í dag er bara að vera að taka til, tók feikilega til í öllum lærdómsbókum og þeim flottheitunum. Það var þá kominn tími til á það, þar sem ég hef ekki litið í það hornið frá því í sumar. Tók svo herbergið í gegn, hátt og lágt. Ég er bara nokkuð sátt með útkomuna og veit þó að þetta verður allt komið í sama viðhorfið eftir þrjá daga.
En ég skipti líka á rúminu, og ég, sú þrjóska, sagði við mömmu að ég vildi mjúk og góð rúmföt. Hún tók nokkur fram, og ég sá glitta í Pókahantas rúmföt frá því að systir mín var á þeim aldri, benti á þau og vildi svo sannarlega fá þessi. Mamma dró fram fleiri, en ég þverneitaði og fékk svo það sem ég vildi á endanum. Frekar litskrúðug, en það er bara gaman af því!
Ég sef með bangsa, hann Snússa. Mér finnst allt í lagi þó ég segi frá því, þar sem ég hef ekkert til að skammast mín með. Fötin hans urðu fyrir löngu ónýt, og því gengur hann í Baby born fötum. Ótrúlega sætur bangsinn minn, en ég tók upp á því að þrífa fötin hans í vaskinum, þess vegna gat ég hlustað á Öddu Siggu í útvarpinu í leiðinni.


En mér finnst gott komið af skrifum, og ætla að fara í sturtu áður en maturinn verður tilbúinn. Hárið mitt er að gefast upp á öllu sterka efninu, svo að ég verð að þrífa það almennilega, þar sem það virkaði greinilega ekki í gær. En leiksýningin í gær gekk hrikalega vel, allt tókst fullkomlega vel.
Þeir sem koma á laugardaginn fá vonandi að sjá bestu sýninguna hingað til. 7, 9, 13!

Knús á ykkurHeart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hárið mitt gekk upp í morgun, vaknaði eins og grýla! Ótrúlega fyndið, sat í rúminu, mamma gekk inn og horfði á mig ,, þreifstu ekki almennilega á þér hárið???" og ég sannfærði hana um að ég hefði reynt að gera mitt besta í því, hún horfði á mig í smástund og byrjaði að hlæja. Hárið stóð út í allar áttir!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:12

2 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ég vakna alltaf með hárið niðurslétt liggur við, en mér leyst ekki á blikuna ( spegillinn beint á móti rúminu mínu..)...!

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:18

3 identicon

Ég vakna alltaf eins og kvikmyndastjarna, með blásið hárið, varalit og mjög svo áberandi kinnalit!!!!!! Eða þannig...... Ég reyndar vakna með hárið eins og ég hafi fengið raflost 

Hafðu það gott dúlla..... Kveðja Ragga

Ragga (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða helgi ljúfa Róslín, vona að leiksýningar gangi áfram vel

Sigrún Jónsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:49

5 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Ragga, ég hefði vel getað trúað því, þú ert alltaf svo vel klædd og fín! Ég hef reynt að vera svoleiðis daglega, það bara gengur alls ekki..
Þú ert æðisleg

Takk fyrir Sigrún

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 00:05

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi elskan og hafðu það gott

Kristín Katla Árnadóttir, 19.4.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi sæta skvís

Brynja skordal, 19.4.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hvaða hátíð var í gær hjá þér Þórdís mín?
Ég  hugsa fallega til þín ef þú hugsar fallega til mín

Takk sömuleiðis Katla

Takk sömuleiðis Brynja

Róslín A. Valdemarsdóttir, 19.4.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband