Bréfaskipti stjórnarinnar við almenning..

Ég hef í tvígang sent Katrínu Jakobsdóttur, Menntamálaráðherra póst, í bæði skiptin fékk ég svar, ólíkt hinum 10 ára Rúnari Frey sem hefur í þrígang sent Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni bréf, og ekkert svar fengið. Á sínum tíma sendi ég einnig f. Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir í tvígang, hún svaraði báðum bréfunum.

Það kom mér stórkostlega á óvart svarið frá Katrínu J. í fyrra skiptið, hún svaraði mér af mikilli nákvæmni og ég fékk upplýsingar sem ég hef ekki séð annarsstaðar áður um það hvernig þarf að spara í landinu.
Einnig sendi ég henni skilaboð á samskiptavefnum Facebook þegar ég var í 10. bekk hvað varðaði samræmdu prófin, eins og allir vita voru þau felld niður hjá 10. bekk í fyrra og lenti það svoleiðis á að ég var ein af þeim heppnu sem þurfti ekki að naga mig í handarbökin yfir einu stóru prófi, heldur þurfti að leggja mig fram alla önnina í minni próf. Mun þægilegra.

Ekki þarf mikið til þess að fólk verði ánægt með bréfaskipti, ef t.d. forsætisráðherra og fjármálaráðherra myndu svara mótmælabréfi Rúnars í stuttu máli, verður ekkert mál úr þessu gert. Þó fólk æsi sig ýmist yfir því að ef þau myndu svara honum og hvers vegna þau svari honum ekki, þá er það ágætt fyrir drenginn að fá svar - það er jú það sem hann vill.

Persónulega finnst mér það brúa bilið til hlýtar milli almennings og stjórnar ef það er hægt að hafa mannleg samskipti. Það friðar til innan landsins og ljótu orðin verða síður látin falla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Þú ert réttsýn að vanda Róslín. Það er rétt hjá þér að samskipti milli fólks útrýma misskilningi og leiða frekar til friðar milli manna. Það mættu fleiri hugsa út í það.

, 10.1.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Ómar Ingi

Jóhann(a) og Skallagrímur eru valdgráðugt fólk sem er alveg sama um fólkið í landinu.

Ómar Ingi, 10.1.2010 kl. 15:46

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þú hefur sennilega verið heppin. Það er ekki sjálfgefið að þetta fólk hafi tíma til að svara öllum pósti sem þau fá.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.1.2010 kl. 22:56

4 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Það á að vera hægt að tala saman Dagný, þeir sem eru að vinna að því að gera eitthvað fyrir þjóðina verða að hlusta á hana líka!

Þú segir nokkuð Ommi, ekki þekki ég þau svo ég veit ekki!

Þau hafa einmitt örugglega ekki mikinn tíma Margrét Birna, svo ég hef alveg örugglega verið heppin!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 10.1.2010 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband