Skattborgarinn og þjóðin

Ef ég skildi allt og allt rétt, þá verðum við í minnst 40 ár að borga Icesave samkvæmt lögunum sem þingmenn settu fram, og 33 samþykktu en 30 samþykktu ekki, ef ég man rétt.

Þegar ég er í vinnu, t.d. á sumrin eins og ég hef gert síðan árið 2007, þá hlaut ég góðs af árið 2007 og 2008. Í byrjun árs 2009 fékk ég ásamt öllum öðrum sem fæddir eru árið 1993 sent skattkort, einhvern miða sem er og heitir persónuafsláttur. Sumarið 2009 fékk ég laun án þess að þurfa að borga í skatt, vegna þess hve mikinn persónuafslátt ég hafði unnið mér inn vegna þess að ég vann ekkert með skólanum nema í nánast tvær vikur. Það er líka ágætt að taka það fram að ég hef ekki verið með há laun í sumarstörfum mínum, enda voru það bæjarvinnulaun. Ég vann svo með skólanum þegar humarvertíð var og mig minnir alveg örugglega að ég hafi notað persónuafsláttinn.

 Í lögfræðislögum nr. 71/1997 má finna þetta;

 
I. kafli. Lögræði.
Lögræði.
1. gr. 1. Lögráða verða menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða.
2. Nú stofnar maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, til hjúskapar, og er hann þá lögráða upp frá því.
Sjálfræði.
2. gr. Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.
Fjárræði.
3. gr. Fjárráða maður ræður einn fé sínu, nema lög mæli á annan veg.


Það sem ég er hér að segja, er að ég er ekki fjárráða, hversvegna er ég skuldbundin til að greiða skatt þegar ég er búin með persónuafsláttinn minn, án þess að vera fjárráða?
Mamma og pabbi geta tekið af mér peningana og sagt að ég megi ekki nota þá, en hvers vegna getur ríkið tekið af skatt af launum sem ég er að t.d. safna mér til að eiga í framtíðinni?

Í lögum um tekjuskatt er þetta að finna
;

6. gr. Barn, sem er innan 16 ára aldurs á tekjuárinu, er ekki sjálfstæður skattaðili sé það á framfæri foreldra sinna (þar með taldir kjörforeldrar, stjúpforeldrar, fósturforeldrar). Þó skulu þær tekjur barns sem um ræðir í 1. tölul. A-liðar 7. gr. skattlagðar sérstaklega.
 Ég var innan 16 ára aldurs í sumar, og var því samkvæmt þessum lögum ekki sjálfstæður skattaðili, þar sem ég á afmæli 20. ágúst og ég hætti að vinna 16. sama mánuð ef ég man rétt. Ég er mjög forvitin núna og því ég var ekki sjálfstæður skattaðili þegar ég var ekki orðin 16 ára, er ég þá orðin sjálfstæður skattaðili í dag, þegar ég er orðin 16 ára, en ekki fjárráða?

Hvernig verður þetta eftir 40 ár? Verður eitthvað líf á Íslandi?
Þetta mun allt fara út í öfgar, og ég trúi því að Íslendingar munu flýja Ísland í mun meira magni en undanfarið ár. Þetta mun örugglega minna á kreppuna sem skall á í Færeyjum og þúsundir manna skila sér aldrei aftur heim og landið verður fátækara í mannskap.

Djúpar hugleiðingar og miklar pælingar eru í gangi hjá mér, mér þykir það bara einfaldlega ósanngjarnt að við sem erum enn að ganga í skóla og reyna að gera eitthvað til að geta átt betra líf fáum skertari námsmöguleika og þurfum að hafa hausverk yfir því að í framtíðinni gætu það verið börnin okkar sem fara á hausinn útaf of gáfuðum og sjálfsumglöðum útrásarvíkingum forðum daga.

Ég óska þess heitt og innilega að Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson skrifi ekki undir lög þingmanna, kosningin var tæp innan Alþingisveggina og stjórnin er klofin hvort eð er, og hálfpartinn er þjóðin þegar klofnuð. Ólafur getur neitað lögunum og með því móti frætt landsmenn betur um það hvað er að gerast og hægt er að semja betri lög, því ég veit að innst inni vita allir þingmennirnir að það er vel hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þetta hlýtur að hafa verið samþykkt í fljótfærni - fljótfærnisvilla.

Ég veit ekki með ykkur, en ég ætla að krossleggja fingur og óska þess að hann hafi gert það rétta í stöðunni.

E.s. Ég vil afsaka það ef ég vitna ekki rétt í lögin, og ég vona svo sannarlega að það megi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gúnna

Ég hef nú alltaf sagt og segi enn: þú ert alveg ótrúlega gömul sál Róslín mín. Gaman að lesa pælingarnar þínar og það væri gaman að sjá svör frá lögfróðum aðilum um þetta mál.

Þegar þetta er skrifað eru einungis tvær klst.  þar til blaðamannafundur forsetans hefst.  Ég á nú von á því að hann skrifi undir, við verðum víst að kyngja því súra að þetta er lýðræðisríki þar sem sem við kjósum fulltrúa til að fara með völdin. Það er hins vegar augljóst að það er ekki vilji meirihluta þjóðarinnar sem samþykktur var á þinginu.

Svo má ekki gleyma því að sú stjórn sem nú situr kom okkur ekki í þetta klúður. Var það ekki fyrrverandi forsætisráðherra (Geir) sem samþykkti eða skrifaði undir icesave-ið upphaflega? Þetta er vissulega ömurlegt ástand og því miður þurfið þið - æska landsins - að standa í uppbyggingunni. Kannski getið þið komist inn í alla leyni-reikningana sem búið er að stofna erlendis og gert þá upptæka til að borga skuldir landsins! :)

En þar sem þú ert hvorki lög- né fjárráða ættirðu kannski bara að sleppa því að pæla í hlutunum næstu tvö árin...njóta þess að vera unglingur, taka fullt af myndum, "chilla" með kærastanum og "brása" um í netheimum...tíhí!!!

Gleðilegt nýtt ár elsku Róslín mín og takk fyrir góðar stundir á því liðna. Sjáumst vonandi fljótlega. Knús og krams á þig.

Gúnna, 5.1.2010 kl. 09:13

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ótrúlega flott færsla og mun þroskaðri en ef ég hefði reynt að koma þessu frá mér.

Ég er svo innilega sammála þér Róslín. Þetta er einfaldlega bara afskaplega ósanngjarnt og ekki síst gagnvart þinni kynslóð og þeirri sem á eftir kemur.

Nú er auðvitað komið í ljós að forseti vor skrifaði EKKI undir og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu vikum varðandi samskipti okkar við aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2010 kl. 14:40

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Frábærar pælingar og betra væri ef fleiri jafnaldrar þínir væru að pæla á þessum nótum. Ég hef alltaf haldið að í lögum um fjárræði væri klausa sem segir eitthvað í þá leið að 16 ára sé sjálfráða yfir sjálfafla fé þ.e.a.s. að allt fé sem viðkomandi vinnur sér inn getur hann ráðstafað sjálfur en ekki arf eða svoleiðis. Tékkaðu aðeins betur. Lög er leiðinleg lesning því þar er vitnað í hinar og þessar greinar fram og til baka. Ein grein segir t.d. þetta en ef svo er lesið lengra þá er önnur grein sem segir eitthvað allt annað með tilvísun í kannski þriðju lagagreinina......... skoðaðu lögin í heild þá færðu örugglega botn í þetta (gæti tekið tíma). Og haltu áfram að pæla í veröldinni... ekki margir á þínum aldri sem gera nóg af því... Góðar stundir

Sverrir Einarsson, 5.1.2010 kl. 15:06

4 identicon

Einmitt það sem ég hef verið að hugsa, flott færsla!

Eva Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 16:03

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þú ert greinilega komin langt framúr mörgum sem eru á þingi í dag!

Við getum verið þakklát fyrir að hafa forseta sem hlustaði á þjóðina, og hafa þjóð sem er annt um framtíðina, þar á meðal þig.

Hrannar Baldursson, 5.1.2010 kl. 20:19

6 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Takk fyrir það Gúnna mín, mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar fólk segir að ég sé gömul sál!

Ég bíð enn eftir einhverjum vel lögkunnugum til þess að svara spurningum mínum, og vona svo sannarlega að einhver svari mér.

Núna er Ólafur búinn að neita samningunum, ég var alls ekki viss hvernig þetta færi, og hafði bara enga nokkra hugmynd um það. Beið bara og sá til. Finnst leiðinlegt að fá ekki að taka þátt í kosningunum.

Ég held einmitt að margir eru búnir að gleyma því hverjir það voru sem voru í stjórn þegar landið fór á hausinn, og það ætti vel að vera leyfilegt að þeir sem lifðu sem hæðst ættu að svara spurningum frá almenningi og útskýra hversu mikið íshjarta þeir menn hafa.

Ég ætla baaara að gera það sem mér einni er lagið, vera ég sjálf og reyna að slappa af.

Gleðilegt ár mín kæra og takk sömuleiðis, hlakka til næstu ljósmyndaferðar sem ég kemst í og hitta allar kvennsurnar..

Jóna, það tók mig sko heldur betur tíma að koma þessari færslu frá mér, hef örugglega aldrei verið jafn lengi að og í gærkvöldi að reyna að koma þessu skýrt fram en ekki nota Róslínskuna mína.. og takk!

Ég vona að skattarnir verði viðráðanlegir og samkvæmt launum hvers og eins, fólk á ekki að þurfa að finna fyrir þeim. Þá ætti að vera hægt að dreyfa þessu yfir á langan tíma og setja hærri skatta á þá hæstlaunuðustu... nei bara svona tillaga!

Ég var ægilega kát þegar ég frétti að hann hefði ekki skrifað undir, þetta var eiginlega jafn mikil ánægja og þegar Jóhanna Guðrún lenti í öðru sæti í fyrra í Júróvísjón!

Ég veit ekki með það Sverrir, en ég held að alveg örugglega einhverjir jafnaldrar mínir hugsi aðeins út í þetta. Það væri allavega allt í lagi þar sem þetta mun bitna á okkur hvort sem þeim líkar það betur eða verr.
Ég held ég kíki yfir lögin þegar ég get gefið mér tíma, ég nenni því enganveginn núna þar sem ég hef ekki alveg fulla meðvitund vegna þreytu.
Ég pæli örugglega of mikið í tilverunni ef eitthvað er, svo é held að það eigi alltaf eftir að eiga sér stað..
Sömuleiðis, góðar stundir.

Takk Eva! Og til hinna; þarna er ein jafnaldra mér...

 Ég hef líka boðist til að vera þingmaður, Hrannar, ég held bara að það megi því miður ekki vegna þess að ég er ekki orðin lögráða.

Þetta stendur uppúr því hjá mér af því sem Ólafur hefur gert um sitt skeið og er eftirtektarvert ásamt því að hafa tvisvar dottið af hestbaki og brotnað á sama stað..

Annars bíð ég bara góða nótt!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 5.1.2010 kl. 20:57

7 Smámynd: Ómar Ingi

Rósla littla alltaf að koma á óvart

Ómar Ingi, 5.1.2010 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband