Færsluflokkur: Menning og listir

VELVAKANDINN RÓSLÍN

Ég rak augun í Velvakandadálk í gömlu Morgunblaði. Ég les stundum Velvakandann, en þessi fékk mig virkilega til þess að hugsa. Þarna var maður, kannski strákur, kannski ungur maður, kannski maður á besta aldri og kannski gamall að nöldra yfir íþróttadagskránni sem RÚV sér um. Hinar stöðvarnar hafa tekið að sér einhverja íþróttaviðburði eins og t.d. golf.

Ég, eins og margir aðrir, fylgdist með HM eingöngu vegna þess að heima hjá mér er bara RÚV og á því tímabili var bara HM, viðtöl um HM og fréttir um HM og það sama sem hefur gengið á síðustu vikur, kreppa, kreppa, eldgos, eldgos, kreppa, eldgos, kreppueldgos.

Það sem Velvakandinn að þessu sinni var að meina, ef ég skildi hann rétt, var ekki nóg af íþróttaviðburðum á RÚV, gott væri að golfið, fótboltinn og Formúla 1 væri öll á sömu rásinni, sem allir 18 ára og eldri borga fyrir hvort sem þau horfa á stöðina eða ekki.

Þegar ég var búin að velta vöngum yfir þessu, þá fór ég að hugsa, hvað þyrfti RÚV að gera svo stöðin hentaði mér?

Mig langar að verða leikkona þegar ég verð eldri, samt þá helst strax, en æfingin skapar meistarann, og ég átti fund við eina merka leikkonu sem ég tek mér til mikillar fyrirmyndar og talaði þá við hana um hve erfitt væri að fylgjast með íslensku kvikmyndunum. Búandi á litlum stað sem þessum, þar sem ekkert bíó er og kostar heldur mikið að fara t.d. með flugi til Reykjavíkur til þess að fara í bíó á íslenskar kvikmyndir þegar þær koma út, þá missi ég hreinlega af öllum myndum.

Ég 'niðurhala' ýmsu, en ég vil helst sleppa íslensku efni. Ég kaupi kvikmyndir, geisladiska og plötur, frekar en að stela þeim, til þess að styrkja íslenska list. En nú í dag, eru svo fáar kvikmyndir gefnar út eftir sýningar í kvikmyndahúsum, að sveitalubbar eins og ég missa einfaldlega af öllu.

 Því spyr ég; hversvegna sýnir RÚV, sem er Ríkissjónvarp sem allir borga skatt fyrir, ekki íslenskar kvikmyndir og þáttagerðaraðir, frekar en að endursýna Klovn í fjórða skiptið og alla þessa dönsku þætti og heimildaþætti frá útlöndum. Það er örugglega dýrara, en íþróttaviðburðirnir eru jafnvel dýrari, uppihald á þeim sem sendir eru út til að fylgjast með, borga fyrir að fá að sýna leikina, borga þeim sem sjá um þætti sem snúast í kringum leikina og svo framvegis endalaust...

Ég nánast krefst þess að þetta verði lagað hið snarasta - og að sömu myndir verði ekki endursýndar ár eftir ár yfir jól þegar enginn hefur tíma til að horfa, og páska líka.

 
Einnig vil ég benda fólki á að ef það hefur hugmynd hvar hægt er að nálgast íslenskar myndir, gamlar sem og nýjar, má það endilega láta mig vita!

Róslín Alma Valdemarsdóttir,
framhaldsskólanemi og áhugaleikkona (þangað til hún verður alvöru leikkona)


Stjórnmála-, skútu- og almennt blogg!

Ég er eiginlega alveg mát. Mig langar ekki til að skrifa um neitt, en samt langar mig til að skrifa um allt.

Það er eitt sem fer virkilega í taugarnar á mér, stjórnmálaflokkar, ekki vegna fólksins eða stefnu þeirra, heldur hvað stefnurnar eru óskýrar. Og stefnuskráar allra flokka svipaðar, einn flokkurinn vill aðgang í ESB, einu sinni vildu megnið af hægri flokkunum ganga í ESB, en ekki lengur.

Ég myndi algjörlega standa á krossgötum ef ég mætti kjósa, en ég myndi taka einhverja afstöðu, er eiginlega fegin því að þurfa ekki að taka þessa afstöðu. Þar sem maður sér engan veginn fyrir endann á stefnuskrám flokkanna og hverju þau lofa sem mun bara fljúga með vindinum seinna meir. Allir flokkarnir komast upp með þetta, lofa loforði sem er engan veginn hægt að egna. Draumkennd loforð ættu þau að kallast.

Stjórnmálamenn standa með sínum flokki en falla fæst, þau eru of ánægð með sjálfa sig að þau trúa því ekki að eitthvað sé á þeirra ábyrgð og er þeim að kenna. Þau standa og benda á hvort annað, svo endar með því að einhver einn þarf að taka á sig alla sök.


Að allt öðru, þá hef ég aðeins heyrt í þyrlum í dag og í nótt, skildi hvorki upp né niður, magnað hvað allt fer fram hjá manni. En ég ætla að gerast sannur Hornfirðingur og vera stolt af því að þetta sé að gerast hér og ætla að gera þvílíkt úr þessu... bara seinna!LoL

Annars var páskafríið mitt ágætt, átti yndislegan dag með Rafni, tók fullt af myndum, fór einu sinni á hestbak með Bjarney og út að taka myndir af Yrsu!
Núna erum við mamma farnar að ganga upp Almannaskarðið og út að hjóla, voða stuð.

Ég veit upp á mig sökina, hve löt ég er að blogga getur enginn afsakað. En ég get afsakað mig út komandi viku, á morgun verður ströng leikæfing, á þriðjudaginn sýnum við hér á Höfn, út í Mánagarði og hvet ég sem flesta sem misstu af sýningunni að koma og sjá. Ef mér skilst rétt þá kostar 1000 kr. á þessar tvær sýningar hjá okkur, sem eru kjarakaup!
Á fimmtudaginn höldum við austur á Egilsstaði á leikhátíðina Þjóðleik og sýnum þar og kynnumst krökkum, horfum á leikrit og fáum gagnrýni að ég held á okkar verk, bara stuð.Smile


Þrír rauðhausar!

Eins og Sólveig Arnarsdóttir sagði, sem hlaut Edduna fyrir aðalhlutverk leikkvenna í kvöld, þá stóðu þrjár rauðhærðar dömur og biðu eftir að vita hver þeirra hlyti titilinn í ár.
Ég var náttúrulega yfir mig ánægð að sjá hárlitssystur mínar fylla í öll sæti tilnefninga enda ekki á hverjum degi í íslenskri leiklistarsögu sem þrjár rauðhærðar konur geta hlotið svona verðlaun!

En annars er ég ótrúlega ánægð með frammistöðu minna uppáhalda, Lolla og Ilmur í baráttu um aukahlutverk og Lolla vann þá lotuna, við eigum svo sannarlega landslið leikara, það fer ekki á milli mála.
Sólveig Arnarsdóttir hlaut eins og ég er búin að segja Edduna fyrir leik sinn í aðalhlutverki í Svörtum Englum, enda stóð hún sig með prýði í þeim þætti, missti ekki af einum einasta!

Ég ætla núna í háttinn enda langur dagur á morgun, hlakka allra mest til þess þegar við förum krakkarnir í skólanum að horfa á Ólafíu Hrönn syngja, búin að hlakka til frá því ég heyrði af þessu...Grin

Verð síðan á leikæfingu að æfa leikritið Blekkingin frá kl. 18 til líklegast kl. 22.00, og þannig verður öll næsta vika hjá mér, þar sem við frumsýnum á sunnudaginn!

Knús á ykkur inn í vikuna frá fröken ánægðu!Heart

Innsýn í líf ungrar stúlku, unglingsstúlku..

Ég er tóm. Alveg galtóm. Ég er búin að hafa þennan glugga opinn í allan dag og ætla mér alltaf að skrifa eitthvað skemmtilegt og merkilegt. En allt kom fyrir ekki, út vilja orðin ekki fara lengra en að höndunum, hugsanirnar ná ekki niður í fingurgóma svo út koma leiðinlegar kvillur.

Ég sat einu sinni í íslenskutíma í fyrra, upp við vegg og sneri að öllum krökkunum í stofunni, með tónlistina í botni í eyrunum svo ég gæti einbeitt mér. Einbeitt mér að færa hugsanir mínar niður á blað, blað sem ég henti fyrir slysni um daginn. Ég ætlaði að eiga það en allt kom fyrir ekki, ég henti því sjálfmeðvituð í ruslakörfuna sem hefur verið farið með út í rusl. Minning sem ég á aðeins skrifaða á tölvutæku formi, og er mikið skiljanlegri á þann hátt - en ekki jafn þýðingarmikil.
Stundum er það gott fyrir mann að líta aftur á bak inn í fortíðina, sama hvað á dvein, á hvaða tímapunkti í lífinu. Hvernig ég hefði frekar farið að þessu, en fór þó í aðra átt. Hvernig ég vildi segja hluti, en sagði þveröfugt.

Þegar einar dyr lokast - opnast yfirleitt tvær aðrar í staðinn.

Ég skrifaði þetta 7. febrúar 2008, snemma í ár s.s. , mér líður betur síðan þá, mér fer framJoyful.

 Hér sit ég með bekknum mínum í íslenskutíma. Ég er búin að vinna vel í Smáorðum svo ég fékk leyfi til að skrifa. Þetta er fyrsti tíminn í dag og margir illa sofnir, aðrir frekar dofnir. Ein sem snýr sér aftur að mér og syngur með iPodinum mínum, þessir krakkar eru öll frekar fjölbreyttir, mismunandi háralitir, hæðir, andlits föll og síðast en ekki síst persónuleiki. Áhugamálin vanta ekki, hestar, fótbolti, körfubolti, frjálsar, fimleikar, söngur, tónlist, teikningar, dýr og svo margt annað. Allir krakkarnir sem eiga framtíðina fyrir sér, t.d. söngvari, hestakona, fótboltafólk, körfuboltamaður, bóndi, arkitekt og svo er það ég sem ekki er alveg búin að ákveða mig. Suma er mjög auðvelt að pirra algjörlega óvart. Þessir krakkar eru ýmist ágætir vinir mínir, og aðrir betri. Samheldari bekk hef ég ekki vitað um. Flest hef ég vitað af og þekkt síðan í 1. bekk. Flestir krakkarnir hafa verið með mér í bekk frá því í 3. bekk.

Og lengra komst ég ekki því hringt var út í frímínútur.

Núna kemst ég ekki lengra vegna heimalærdóms - hef brennt mig á því nokkrum sinnum í dag að byrja að læra. Pönnukökubakstur gekk framyfir lærdóminn - enda brögðuðust þær líkt og himnasending ef það er ekki of sæt lýsing...

Knús & kram Heart

Leikarar Íslands vanmetnir?

Það held ég allavega. Ég fylgist mikið með íslensku leikefni og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. En ég fjallaði um Queen Latifah í blogginu hér á undan og henni er tekið eins og hún er, en þrátt fyrir það eru allskonar sögur að ganga um hana á netinu. En ég held hún taki það alls ekki inn á sig og hún kemur fram alltaf af einlægni sem hún sjálf.

En það sem ég meina með ,, Leikarar Íslands vanmetnir?" er tæknilega séð frá því sjónarhorni að það er gefið skít í efnið þeirra áður en það kemur út. Ég er búin að horfa á báða Pressu þættina, en aftur á móti finnst mér þættirnir mikið betri en ég heyrði alla í kringum mig dæma þá áður en þeir urðu sýndir! En ég bjóst við einhverju góðu efni, og fékk enn betra efni en ég bjóst við.
Stelpurnar eru einnig í mesta uppáhaldi mínu og horfi ég alltaf á þær þegar ég er heima hjá mér, ég missi varla af einum þætti. Þó ég skilji ekki alltaf húmorinn hlæ ég hvort eð er því þær eru eintómir snillingar!
Ég vil einnig koma því á framfæri að Íslendingar ættu frekar að vera stoltir af framförum leikara okkar síðustu ára, við sjáum a.m.k 1 góðan leikara á hverju ári sem stendur algjörlega upp úr af þessum fullt af leikurum sem eru í pottinum. Íslendingar hafa áttað sig á því að við eigum enn fleiri heldur en þessa þekktustu.
Langar mig einnig ofboðslega að segja frá því að uppáhalds íslenska myndin mín sem ég hef séð um mína ævi er Síðasti bærinn í dalnum hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar, ég horfði mikið á þetta fyrir ári, og er alltaf að svipast eftir spólunni sem ég heimtaði að fá þegar ég var eitt sinn í Reykjavík, og það voru algjör kjarakaup sem þar voru á ferðum. Ég hef séð Mýrina og margar af þessum Íslensku myndum, en þetta er svo al íslenskt að ég veit ekki hvað, og ég hafði sko húmor fyrir þessu, var alltaf að leika atriði frá leikritinu í 6. og 7. bekk fyrir bekkjasystkini mín.

Ég ætlast til að það verði tekið á þessum málum, leikarar fái hærri laun fyrir öll þessi frábæru verk sem eru að komast í dagsins ljós. Þegar ég verð eldri, og vonandi útskrifuð sem einhverskonar leikkona, eða jafnvel kvikmyndasmiður, vona ég svo innilega að ég fái fyrir mín verk.

Af því ég tala um þetta hér, þá er ég núna staðráðin í að skrá mig í Kvikmyndaskóla Íslands þegar mér gefst aldur, nám og meiri reynslu til. Þangað til ætla ég að reyna að taka þátt í öllum leikverkum Lopa og einnig þegar ég get, skráð mig í eitthvert leikfélagið, hvar sem ég verð stödd á landinu.

En gangið hægt um gleðinnar dyr, þó svo að það sé lítið hægt að skemmta sér næstu daga, þar sem skólinn er að byrja á fullu.

Risaknús til ykkar allra,
Róslín AlmaCool

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband