Hugleiðingar

Ég er rosalega góð í að lofa einhverju, að eitthvað verði klárað á réttum tíma með puttana óvísvitandi krossaða fyrir aftan bak og oftast tærnar líka.

Ef ég ætti að segja frá sjálfri mér í eins fáum orðum og ég gæti, þá myndi ég segja að ég væri óskipulögð, ábyrg og óábyrg, rauðhærð stór eða lítil rjómabolla.. margt sem hægt væri að laga þar, mig langar rosalega til þess og er aðeins að reyna að fikra mig áfram. En það sem mér finnst ekki skemmtilegt og hef engann áhuga á er rosalega erfitt að gera (námið) og ég er byrjuð að vinna í sjálfri mér líkamlega en ég hef bara svo mikla ást á mat (og nammi).

 

Núna sit ég inní köldu eldhúsi að berja í hausinn á mér að ég þurfi að skrifa ritgerð sem ég alltof sein með, ég ætla að skrifa um Halldór Kiljan Laxness, ekkert mál, en mál að fara að drífa sig í það. Hér rignir sem aldrei fyrr (veðurlausi Hornafjörður) og allur minn hugur reykar til höfuðborgarinnar, þaðan sem við Rafn keyrðum heim í gær. Mig langar í leikhús, mig langar að labba um gamalt fallegt hverfi, mig langar að hitta ættingja mína sem ég hitti sjaldan og mig langar að hitta vini mína sem ég hitti sjaldan.

 

Ég var næstum farin í bæinn þetta haustið, en ég sótti ekki um skóla, nema Kvikmyndaskóla Íslands þar sem ég komst ekki inn, ég á heldur ekki peninga. Ef einhver ríkur les þetta má hann gefa mér íbúð í bænum, helst 101 og leyfa mér að innrétta íbúðina... svo fær sá sami margfalt til baka, gleðina og vonandi einhverntíman borgað allt til baka!

Annars þá langar mig að lífga upp á bloggið mitt, ég skal sýna ykkur myndir af hinu og þessu... þegar ég er búin að skrifa ritgerðina!

Knús Heart

P.s. mig langar rosalega að fá blogg annarsstaðar, þar sem það er tengt við einhverja svona fréttasíðu, ekki hliðarsíða fréttasíðu þar sem þeir skammast sín fyrir bloggarana... samt elska ég allt við moggabloggið fyrir utan það! 

 

Til hamingju með daginn Axel afi minn og til hamingju með daginn konur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Bjartsýnin lengi lifi - það má líka einhver gefa mér íbúð í 101 Reykjavík!

Jóhanna Magnúsdóttir, 26.10.2010 kl. 00:32

2 Smámynd: Davíð Oddsson

Þú getur líka séð þetta sem sjálfstætt blog á roslin.blog.is. Tengingin við mbl.is er bara auka-"fídus", sem þú þarft engan veginn að nota frekar en þú vilt :)

En svo er alltaf blogspot auðvitað...

Davíð Oddsson, 27.10.2010 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband