Ofbeldismenn...

Hér er færsla sem ég vil koma á framfæri, skrifuð af Ragnheiði Rafnsdóttur, mömmu Rafns. Ég vil biðja ykkur um að deila þessari færslu eins og þið getið.

Mikið hefur verið talað um ofbeldismenn og það er eins og ofbeldi fari vaxandi.....Hins vegar er eitt ofbeldi þar sem dylst oft og lítið er talað um í fjölmiðlum....Heimilisofbeldi.

 

Þetta mál stendur mér nærri og því tæpi ég á þessu hér.....Í yfir hundrað ár hafa konur(stundum karlar) verið beittar miklum hrottaskap af eiginmanni og hafa þurft að þola mikla niðurlægingu, sársauka og vonleysi... Hvað er verra en að vera beittur ofbeldi inn á þínu eigin heimili fyrir framan börnin sem þú elskar meira en allt annað....Maður getur spurt sig afhverju fara þessar konur ekki? Afhverju láta þær bjóða sér þetta? En svarið við því er að þegar búið er að brjóta manneskjuna svona niður þá er ákaflega erfitt að stíga út úr þessum aðstæðum og það krefst mikils hugrekkis(þessar konur ættu skilið að fá fálkaorðuna). Oft á tíðum er það óvissan um peninga, það að geta séð börnum sínum farborða og annað sem stoppar konuna og sú trú að allt verði gott einn daginn.....Þessar konur eru frábærir leikarar og ótrúlega góðar að fela aðstæður....

En þegar konurnar stíga út og sýna með því ótrúlegt hugrekki þá byrjar nú ofbeldið frá kerfinu. Það getur engin hjálpað, enginn vill og tekur á þessum málum...Það er yndislegt fólk sem vinnur í Stígamótum og kvennaathverfinu en ég er að tala um þá sem öllu ráða....

Það sorglega er að enginn er að hugsa um börnin, það spáir engin í hvað sem þeim fyrir bestu....Þau eiga að hitta ofbeldismanninn tvisvar í viku hvort sem þau vilja eða ekki....Hver lætur börn til ofbeldismanna? Hvaða móðir gerir það? Ef hún hins vegar gerir það ekki þá þarf hún að mæta fyrir rétt eins og versti sakamaður....Hverjum er verið að refsa í þessu máli? Ekki ofbeldismanninum, ó nei það er verið að refsa konunni sem var svo hugrökk að stíga fram og vildi með því binda enda á þjáningu sem bæði hún og börnin verða fyrir....Því er borið við að hún hefði átt að kæra manninn fyrr og koma með sannanir...Hvernig er hægt að sanna það að þú hafir verið kölluð heimska, fífl og ég vona að þú brennir í helvíti? Hvernig er hægt að sanna að þú hafir verið kölluð aumingi, hóra, asni og margt ennþá verra fyrir framan börnin þín?  Hvernig ætlar þú að sanna að þú hafir ekki fengið peninga til að kaupa mat handa börnunum þínum svo mánuðum skiptir?  Hvernig getur þú sannað að þú sért leið og sár út í sjálfa þig yfir að hafa ekki stigið fram fyrr?  Hvenær og hver þorir að taka á þessum málum? Hver býður sig fram? Það hefur engin gert....

Í þessu tilviki eru líf fjögurra barna í hættu....Ásamt lífi móður þeirra....Og þeirra sem standa þeim næst...Því þetta er eitthvað sem öll stórfjölskyldan þjáist fyrir.....Og eins og þetta sé ekki nógu erfitt þá er staðan sú að fórnarlömbin búa í fjarlægu landi, þ.e. heimalandi ofbeldismannsins. Búið er að leita til alla ráðuneyta, sendiráðsins, barnaverndanefnda og fleiri og fleiri hafa verið grátbeðnir að hjálpa en nei sorry við skiptum okkur ekki af þessum málum.....ég hef alltaf verið svo barnaleg að halda að sendiráðin okkar erlendis væru til að hjálpa löndum sínum í erfiðleikum en svo er ekki....Ég spyr fyrir hvern andskotann erum við að borga? Er það málið að við erum að leggja afdala stjórnmálamönnum til vinnu? Svo þeir geti haldið áfram að lifa hátt.....já mér er spurn....

Ég bið ykkur sem þetta lesið að senda þetta áfram þangað til einhver sér þetta sem hefur kjark, dug og vilja til að taka að sér erfitt mál sem þarf að beita hörku en á sama tíma mikilli góðsemd til þeirra sem eiga um sárt að binda....

Einnig vil ég benda þeim konum á sem eru að upplifa ofbeldi á heimilum að fara til lögreglunnar og láta skrá niður það sem þær verða fyrir.....Og ég óska ykkur alls hins besta.....

Ragnheiður Rafnsdóttir,kona, dóttir, eiginkona, tengdadóttir, móðir, systir, mágkona, svilkona, frænka, vinkona, kunningi, vinnufélagi.

www.bjarmalandsgengid.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að Fá það sem maður vill hjá Félagsmálayfirvöldum

Mæta á Staðinn og Öskra

Og standa þar og Öskra þangað til einhver vill þagga niður í þér

Þegar það gerist öskrar þú enn hærra

Þá ertu buinn að næ athyglinni

Virkaði hja mer

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þetta er frábær kona rósin mín, mun birta þetta hjá mér núna
Knús til þín bestust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Hannes

Því miður þá er til allt of mikið af ofbeldismönnum sem níðast á konunum sínum og hefur alltaf verið.

Það þarf að stoppa heimilisofbeldi með öllu tiltækum ráðum og veita þolendum þá aðstoð sem Þær/þeir þurfa til að komast úr ofbeldissamböndum.

Hannes, 7.7.2010 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband